Misráðin Simpson-talsetning 16. apríl 2007 10:15 Steinn Ármann er ekki par hrifinn af því að verið sé að talsetja Simpsons-fjölskylduna. „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira