Börn eiga rétt á góðum foreldrum 14. apríl 2007 00:01 börn hafa rétt á góðum foreldrum Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð, lýsir eftir því að fullorðnir hlusti á sjónarmið barna og unglinga og læri að líta á málin út frá þeirra sjónarhorni líka, ekki bara fullorðinna. Hún telur að sænsk lagasetning taki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða barna og rétti þeirra til góðra foreldra. Fréttablaðið/gva Astrid Lindgren hefur haft gríðarleg áhrif á börn. Öll sænsk börn lesa bækurnar hennar og sjá myndirnar. Hver einasta stelpa vill vera Lína langsokkur eða Ronja ræningjadóttir og sérhver strákur vill vera Kalli á þakinu eða Emil í Kattholti. Lína stendur fyrir það sem er sterkt, jákvætt, skemmtilegt og reynir aðeins á mörkin. Lína þorir að draga fullorðna í efa og það eru ekki svo margar persónur í barnabókum sem gera það. Börn eru oft auðmjúk og undirgefin í bókum en Lína langsokkur þorir að reyna á mörkin án þess að brjóta lögin,“ segir Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð. Nyberg var hér á landi í vikunni til að taka þátt í ráðstefnu í Norræna húsinu í tilefni af 100 ára afmæli sænska barnabókahöfundarins Astrid Lindgren. Ráðstefnan fjallaði um rétt barna til foreldra. Nyberg segir að börn þurfi að hafa fullorðna sem fyrirmynd, annað hvort foreldra eða einhverja sem komi í staðinn. „Það er mikilvæg forsenda,“ segir hún.Foreldrar standa sig ekkifyrirbyggja einelti „Mjög alvarlegt er að ríkisstjórnin ræðir ekki hvernig á að fyrirbyggja einelti í skólanum,“ segir Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð. Fréttablaðið/gvaÍ Svíþjóð er stórt áhyggjuefni hversu mörg börn alast upp hjá foreldrum sem ekki standa sig í foreldrahlutverkinu. Þetta eru til dæmis foreldrar sem misnota vímuefni, eru andlega veikir, eiga við ýmsa félagslega erfiðleika og sjúkdóma að etja, hafa sjálfir kannski ekki náð fullum fullorðinsþroska og ráða því ekki almennilega við það að vera foreldrar, hafa ekki átt góða æsku sjálfir og vita ekki hvernig á að byggja upp gott samband milli forelda og barna. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð í dag,“ segir hún. Annað stórt vandamál barna og unglinga í Svíþjóð er aukin tíðni geðsjúkdóma og andlegra erfiðleika. „Slíkt getur að hluta til verið vegna þess að barn hafi ekki átt nógu góða æsku eða fengið nógu gott uppeldi heima en það getur líka verið vegna þess hversu harður heimurinn er í skólanum. Það er erfitt að vera í skóla, einelti og stress,“ segir hún. „Vanheilsa getur haft áhrif á sambandið milli barna og foreldra. Þau börn sem eiga við mesta erfiðleika að stríða eiga foreldra sem eru veikir fyrir. Samfélagið virkar ekki þegar foreldrarnir eru veiki punkturinn. Samfélagið bregst aðeins við ef foreldrarnir eru til staðar og berjast fyrir börnin sín. Ef foreldrarnir gera það ekki eða börnin eiga foreldra sem ráða ekki við hlutverk sitt standa þau oft ein og án stuðnings. Það er sá hópur sem verður verst úti í samfélaginu.“ Lena telur að auka þurfi stuðning við foreldra sem ekki ráða við foreldrahlutverkið. Efla þurfi stuðninginn fyrir mæður og foreldra í mæðraeftirlitinu, ungbarnaeftirliti og í reglubundnu eftirliti á heilsugæslustöðvum og í skólanum þannig að snemma uppgötvist ef eitthvað amar að og strax brugðist við.Fólk skiptir sér ekki af„Ef börnin verða fyrir ofbeldi sést það við skoðun á heilsugæslustöðinni. Ef barninu líður illa getur starfsmaður heilsugæslustöðvarinnar tekið á því. Í skólanum á líka að vera læknir og hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og sálfræðingar þannig að tekið sé eftir þeim vandamálum sem koma upp.“ Sænskt samfélag byggir á þeirri hugsun að fullorðnir eigi rétt á að eiga börn, ekki að börnin eigi rétt á góðum foreldrum. „Fólk skiptir sér ekki af og grípur ekki inn í þróun mála í öðrum fjölskyldum. Þó að ég hafi ákveðinn skilning á þessu grundvallarsjónarmiði er samt gríðarlega mikilvægt að einhver taki í taumana og aðstoði barn ef eitthvað kemur upp á. Í Svíþjóð höfum við dæmi um Bobby, dreng sem var barinn í hel af móður sinni og stjúpföður. Marga grunaði að eitthvað væri að en enginn skipti sér af. Ég held að við sem erum fullorðin megum vera meira meðvituð um að börnum geti liðið illa og að við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að bregðast við til að vernda börn.“ Lena vill að fullorðnir séu meðvitaðir um að þeir eigi að axla ábyrgð á velferð barna í auknum mæli. „Í Svíþjóð er sterk trú á því að við séum laus við líkamlega refsingu og að fólk slái ekki börnin sín. Samt vitum við að fjöldi tilkynninga um ofbeldi gagnvart börnum hefur aukist. Við höldum að flestir foreldrar vilji börnum sínum svo vel að þeir slái þau ekki en raunveruleikinn sýnir hins vegar að það eru heilmargir fullorðnir sem slá börnin sín, misnota þau kynferðislega og hirða einfaldlega ekki nógu vel um þau. Við þurfum að vera meðvituð um að það skiptir máli að bregðast við og ekki bara ganga um í þeirri trú að öll börn hafi það svo gott.“Þurfa að kynnast viðhorfum barnaLena telur að sænsk lagasetning taki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða barna og rétti þeirra til góðrar æsku og foreldra. Hún segir að börn eigi ekki að taka ákvarðanir en þau viti sjálf hvað er gott fyrir þau og því sé mikilvægt að hlusta á þau og taka tillit til sjónarmiða þeirra. Þau hafi eins og staðan sé í dag ekki nógu mikil áhrif á eigin aðstæður. Lena nefnir nokkur dæmi um þetta úr skóla og fjölskyldulífi. Hún segir að sænskum börnum finnist til dæmis ekki tekið nógu vel á einelti, fullorðnir bregðist ekki nógu vel við í skólanum og á heimilinu. Hún telur að fullorðnir séu lélegar fyrirmyndir, þeir stundi sjálfir einelti. Þeir þurfi að vera sér meðvitaðir um þetta og vinna með það. Vinnuumhverfi barna í skólanum er annað dæmi. Hún segir að fullorðnir myndu aldrei sætta sig við það vinnuumhverfi sem börnum sé boðið upp á. „Við myndum aldrei líða hávaða yfir leyfilegum mörkum, skítug klósett, þrönga matsali með miklum hávaða og ójafnt vinnuálag en í skólanum þykir þetta sjálfsagt og enginn skiptir sér af því,“ segir hún og bendir á að fullorðnir þurfi að kynnast viðhorfum barna og læra að líta málin út frá þeirra sjónarmiðum líka.Börnin eru bæld í skólanumHægriríkisstjórn hefur nýlega tekið við völdum í Svíþjóð. Lena segir að margt gott sé í skólastefnu núverandi ríkisstjórnar en þar sé líka ýmislegt sem megi setja spurningamerki við út frá sjónarmiðum barna. Stefnan sé skýr í sambandi við einelti en finna þurfi aðgerðir til að bregðast við þegar einelti hafi gengið of langt, sömuleiðis þurfi að finna aðferðir til að fyrirbyggja einelti. Það sé afar áríðandi. „Mjög alvarlegt er að ríkisstjórnin ræðir ekki hvernig á að fyrirbyggja einelti. Það er bara einblínt á það hvað eigi að gera þegar allt sé farið á versta veg og neyðarástand ríkir í skólanum. Hlutverk okkar fullorðinna er að sjá til þess að einelti komi ekki fyrir í skólanum og nemendur hafi öryggistilfinningu þegar þeir fara í skólann. Við leggjum allt of lítinn tíma og kraft í þessa umræðu,“ segir hún. Lena lýsir eftir umræðu um það hvernig eigi að skapa virðingu í skólanum og þar með reglur sem nemendurnir vilja fara eftir. Hún segir að hugtök eins og agi og refsing gefi tóninn í skólaumræðunni. Foreldrar ali börn sín upp þannig að þau eigi að verða sjálfstæð, axla ábyrgð, vera gagnrýnin og dugleg við að skapa sér pláss og taka frumkvæði í samfélaginu. En í skólanum kveði við annan tón. Þar sé gerð krafa um að börnin sitji hljóð og kyrr og hlýði fyrirskipunum. Börnin séu bæld. Úr skólanum eigi þau svo að koma sem fullmótaðir einstaklingar, góðir og skapandi frumkvöðlar sem skari fram úr á öllum sviðum samfélagsins í samkeppni við fólk frá öðrum löndum Evrópu. Í þessu felist mótsögn. n Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Astrid Lindgren hefur haft gríðarleg áhrif á börn. Öll sænsk börn lesa bækurnar hennar og sjá myndirnar. Hver einasta stelpa vill vera Lína langsokkur eða Ronja ræningjadóttir og sérhver strákur vill vera Kalli á þakinu eða Emil í Kattholti. Lína stendur fyrir það sem er sterkt, jákvætt, skemmtilegt og reynir aðeins á mörkin. Lína þorir að draga fullorðna í efa og það eru ekki svo margar persónur í barnabókum sem gera það. Börn eru oft auðmjúk og undirgefin í bókum en Lína langsokkur þorir að reyna á mörkin án þess að brjóta lögin,“ segir Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð. Nyberg var hér á landi í vikunni til að taka þátt í ráðstefnu í Norræna húsinu í tilefni af 100 ára afmæli sænska barnabókahöfundarins Astrid Lindgren. Ráðstefnan fjallaði um rétt barna til foreldra. Nyberg segir að börn þurfi að hafa fullorðna sem fyrirmynd, annað hvort foreldra eða einhverja sem komi í staðinn. „Það er mikilvæg forsenda,“ segir hún.Foreldrar standa sig ekkifyrirbyggja einelti „Mjög alvarlegt er að ríkisstjórnin ræðir ekki hvernig á að fyrirbyggja einelti í skólanum,“ segir Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð. Fréttablaðið/gvaÍ Svíþjóð er stórt áhyggjuefni hversu mörg börn alast upp hjá foreldrum sem ekki standa sig í foreldrahlutverkinu. Þetta eru til dæmis foreldrar sem misnota vímuefni, eru andlega veikir, eiga við ýmsa félagslega erfiðleika og sjúkdóma að etja, hafa sjálfir kannski ekki náð fullum fullorðinsþroska og ráða því ekki almennilega við það að vera foreldrar, hafa ekki átt góða æsku sjálfir og vita ekki hvernig á að byggja upp gott samband milli forelda og barna. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð í dag,“ segir hún. Annað stórt vandamál barna og unglinga í Svíþjóð er aukin tíðni geðsjúkdóma og andlegra erfiðleika. „Slíkt getur að hluta til verið vegna þess að barn hafi ekki átt nógu góða æsku eða fengið nógu gott uppeldi heima en það getur líka verið vegna þess hversu harður heimurinn er í skólanum. Það er erfitt að vera í skóla, einelti og stress,“ segir hún. „Vanheilsa getur haft áhrif á sambandið milli barna og foreldra. Þau börn sem eiga við mesta erfiðleika að stríða eiga foreldra sem eru veikir fyrir. Samfélagið virkar ekki þegar foreldrarnir eru veiki punkturinn. Samfélagið bregst aðeins við ef foreldrarnir eru til staðar og berjast fyrir börnin sín. Ef foreldrarnir gera það ekki eða börnin eiga foreldra sem ráða ekki við hlutverk sitt standa þau oft ein og án stuðnings. Það er sá hópur sem verður verst úti í samfélaginu.“ Lena telur að auka þurfi stuðning við foreldra sem ekki ráða við foreldrahlutverkið. Efla þurfi stuðninginn fyrir mæður og foreldra í mæðraeftirlitinu, ungbarnaeftirliti og í reglubundnu eftirliti á heilsugæslustöðvum og í skólanum þannig að snemma uppgötvist ef eitthvað amar að og strax brugðist við.Fólk skiptir sér ekki af„Ef börnin verða fyrir ofbeldi sést það við skoðun á heilsugæslustöðinni. Ef barninu líður illa getur starfsmaður heilsugæslustöðvarinnar tekið á því. Í skólanum á líka að vera læknir og hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og sálfræðingar þannig að tekið sé eftir þeim vandamálum sem koma upp.“ Sænskt samfélag byggir á þeirri hugsun að fullorðnir eigi rétt á að eiga börn, ekki að börnin eigi rétt á góðum foreldrum. „Fólk skiptir sér ekki af og grípur ekki inn í þróun mála í öðrum fjölskyldum. Þó að ég hafi ákveðinn skilning á þessu grundvallarsjónarmiði er samt gríðarlega mikilvægt að einhver taki í taumana og aðstoði barn ef eitthvað kemur upp á. Í Svíþjóð höfum við dæmi um Bobby, dreng sem var barinn í hel af móður sinni og stjúpföður. Marga grunaði að eitthvað væri að en enginn skipti sér af. Ég held að við sem erum fullorðin megum vera meira meðvituð um að börnum geti liðið illa og að við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að bregðast við til að vernda börn.“ Lena vill að fullorðnir séu meðvitaðir um að þeir eigi að axla ábyrgð á velferð barna í auknum mæli. „Í Svíþjóð er sterk trú á því að við séum laus við líkamlega refsingu og að fólk slái ekki börnin sín. Samt vitum við að fjöldi tilkynninga um ofbeldi gagnvart börnum hefur aukist. Við höldum að flestir foreldrar vilji börnum sínum svo vel að þeir slái þau ekki en raunveruleikinn sýnir hins vegar að það eru heilmargir fullorðnir sem slá börnin sín, misnota þau kynferðislega og hirða einfaldlega ekki nógu vel um þau. Við þurfum að vera meðvituð um að það skiptir máli að bregðast við og ekki bara ganga um í þeirri trú að öll börn hafi það svo gott.“Þurfa að kynnast viðhorfum barnaLena telur að sænsk lagasetning taki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða barna og rétti þeirra til góðrar æsku og foreldra. Hún segir að börn eigi ekki að taka ákvarðanir en þau viti sjálf hvað er gott fyrir þau og því sé mikilvægt að hlusta á þau og taka tillit til sjónarmiða þeirra. Þau hafi eins og staðan sé í dag ekki nógu mikil áhrif á eigin aðstæður. Lena nefnir nokkur dæmi um þetta úr skóla og fjölskyldulífi. Hún segir að sænskum börnum finnist til dæmis ekki tekið nógu vel á einelti, fullorðnir bregðist ekki nógu vel við í skólanum og á heimilinu. Hún telur að fullorðnir séu lélegar fyrirmyndir, þeir stundi sjálfir einelti. Þeir þurfi að vera sér meðvitaðir um þetta og vinna með það. Vinnuumhverfi barna í skólanum er annað dæmi. Hún segir að fullorðnir myndu aldrei sætta sig við það vinnuumhverfi sem börnum sé boðið upp á. „Við myndum aldrei líða hávaða yfir leyfilegum mörkum, skítug klósett, þrönga matsali með miklum hávaða og ójafnt vinnuálag en í skólanum þykir þetta sjálfsagt og enginn skiptir sér af því,“ segir hún og bendir á að fullorðnir þurfi að kynnast viðhorfum barna og læra að líta málin út frá þeirra sjónarmiðum líka.Börnin eru bæld í skólanumHægriríkisstjórn hefur nýlega tekið við völdum í Svíþjóð. Lena segir að margt gott sé í skólastefnu núverandi ríkisstjórnar en þar sé líka ýmislegt sem megi setja spurningamerki við út frá sjónarmiðum barna. Stefnan sé skýr í sambandi við einelti en finna þurfi aðgerðir til að bregðast við þegar einelti hafi gengið of langt, sömuleiðis þurfi að finna aðferðir til að fyrirbyggja einelti. Það sé afar áríðandi. „Mjög alvarlegt er að ríkisstjórnin ræðir ekki hvernig á að fyrirbyggja einelti. Það er bara einblínt á það hvað eigi að gera þegar allt sé farið á versta veg og neyðarástand ríkir í skólanum. Hlutverk okkar fullorðinna er að sjá til þess að einelti komi ekki fyrir í skólanum og nemendur hafi öryggistilfinningu þegar þeir fara í skólann. Við leggjum allt of lítinn tíma og kraft í þessa umræðu,“ segir hún. Lena lýsir eftir umræðu um það hvernig eigi að skapa virðingu í skólanum og þar með reglur sem nemendurnir vilja fara eftir. Hún segir að hugtök eins og agi og refsing gefi tóninn í skólaumræðunni. Foreldrar ali börn sín upp þannig að þau eigi að verða sjálfstæð, axla ábyrgð, vera gagnrýnin og dugleg við að skapa sér pláss og taka frumkvæði í samfélaginu. En í skólanum kveði við annan tón. Þar sé gerð krafa um að börnin sitji hljóð og kyrr og hlýði fyrirskipunum. Börnin séu bæld. Úr skólanum eigi þau svo að koma sem fullmótaðir einstaklingar, góðir og skapandi frumkvöðlar sem skari fram úr á öllum sviðum samfélagsins í samkeppni við fólk frá öðrum löndum Evrópu. Í þessu felist mótsögn. n
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira