Eigum besta ríka fólk í heimi 1. apríl 2007 00:01 Þorsteinn Guðmundsson og Brynja Björk Garðarsdóttir vildu bæði að þau væru hinn harðgeri Íslendingur. Þorsteinn hefur að vísu lamið stjórnmálamann með bók. Reyklaust kaffihús er óheppilegur viðtalsstaður. Sérstaklega á góðviðrisdegi á Laugaveginum. Mæður með barnavagna í eftirdragi og hávaðinn eins og fuglabjarg, allt stappað og til að ná borði þarf að standa eins og hrægammur yfir fólki sem er hugsanlega að klæða sig í vettlingana sína. Af tillitssemi við Þorstein var beiðni hans þó tekin til greina og beðið þess sem koma skyldi. Brynja Björk hafði aldrei komið inn á Kaffitár og horfði undrandi í kringum sig á mergðina sem þarna sveiflaði ungbörnum á milli sín með snuð í munni meðan hrært var í kaffi latte með tánni. Þorsteinn er fjögurra barna faðir og því vel kunnugur aðstæðum þarna inni en Brynja Björk á kött.Þrátt fyrir ólíkar fjölskylduaðstæður eiga þau þó það sameiginlegt að hafa bæði alist upp í Fossvoginum og um æðar þeirra rennur íslenskt blóð. En hvernig kemur hinn venjulegi Íslendingur þeim fyrir sjónir?Brynja: Ég er orðin þreytt á þeim klisjukennda Íslendingi sem sýndur er í bíómyndum, skáldskap og auglýsingum frá flugfélögum. Ég held að Íslendingar séu talsvert siðmenntaðari en sá náungi. Við erum ekki alltaf full, alltaf með læti og vesen eða berserkir. Þorsteinn: Ég er svolítið sammála þessu. Ég geri mikið af því að fara og hitta Íslendinga í alls konar ástandi þegar ég er að skemmta. Það er undantekning ef eitthvað kemur upp á. Fólkið fylgist vel með öllu, er vel upplýst og menntað og hefur húmor. Íslendingar fá bara ansi háa einkunn hjá mér. Þetta er góð þjóð. Það eina sem kannski er, er að það er svolítið þungt yfir sumum, þeir mættu vera glaðari. Brynja: Mig hefur einmitt alltaf langað til að vera þessi harðgeri Íslendingur sem getur farið út í 10 stiga frosti og hengt upp jólaseríu. En ég er frekar mikil veimiltíta og þegar ég er erlendis trúir því enginn að ég sé frá Íslandi. Þorsteinn: Það er stórskrítið og ógeðslega leiðinlegt að vera í þessum kulda og myrkri lengi. Ömurlegt að komast ekki út og krakkarnir geta ekki leikið sér nema í geimverubúningum. Ég er líka veimiltíta.Plágan Helga BragaBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariTelja þau það veimiltítuhátt að fárast yfir því að Spaugstofan notaði nýverið þjóðsönginn til að gera grín og að ung stelpa sneið sér bikiní úr þjóðfánanum?Þorsteinn: Mér finnst þetta allt í lagi og gott mál að fólk taki sig ekki of hátíðlega. Hins vegar var þjóðin sett á lista yfir stríðandi þjóðir í Írak og mér finnst það vera meiri glæpur en brjóstahaldarar.Brynja: Ég er svo mikill þjóðernissinni að fánalögin skipta mig miklu máli. Ég var meira fúl yfir bikinínu en þjóðsöngnum. Þetta er bara uppeldið, maður mátti ekki missa 17. júní fáninn einu sinni í gólfið þannig að mér krossbrá þegar ég sá appelsínugula stelpu töltandi um á bikiníi úr þjóðfánanum í fegurðarsamkeppni.Nú er einmitt tími þeirra keppna, fegurðarsamkeppna, að fara að renna upp. Eruð þið á móti þessum keppnum?Brynja: Ég leit alltaf mjög upp til þessara stúlkna hér áður. Þetta var allt svo stórkostlegt og þær svo fínar og sætar, sprangandi um í kjólunum sínum. Svo fór glansinn af þessu þegar maður frétti að sumar hverjar voru með ónýtan glerjung og vélinda eftir átraskanir. Það er engin spurning að þessar keppnir hafa áhrif á ungar stelpur og ekki viljum við að heitasta ósk tólf ára dætra okkar sé að vera með rakaðar lappir og brúnan húðlit. Þetta meikaði allt í einu engan sens lengur eftir að maður vitkaðist. Það er auðvitað líka stórundarleg og úrelt hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð.Þorsteinn: Málið er .... “ (Þorsteinn er truflaður í miðri fegurðarsamkepnisumræðu þar sem Helga Braga dúkkar upp með hausinn yfir borðinu, horfir djúpt í augun á Brynju og blaðamanni og hvíslar: „Passið ykkur á honum, hann er ógeðslegur perri. Ég vildi bara koma þessu að.“ Svo kemur hún sér fyrir á næsta borði með ferðatölvu og hafa skal í huga að það sem eftir lifir viðtals eru svör Þorsteins lituð af þrúgandi nærveru leikkonunnar.)Þorsteinn: Já, hvar var ég. Það sem ég vildi segja er að þetta er í höndum kvenna. Það eru konur sem taka þátt í þessu, konur sem reka keppnirnar, konur sem horfa á þær. Það er hreinlega ímyndun að það sé pressa frá karlmönnum að þessar keppnir haldi áfram.Brynja: Ég þekki ekki einn einasta karlmann sem horfir gríðarspenntur á Ungfrú Ísland.Frægra manna klíkanBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariEn þekkið þið marga fræga? Heilsið þið mörgu frægu fólki og hverjum þykir ykkur merkilegast að heilsa?Þorsteinn: Ég þekki svolítið margt frægt fólk út af vinnunni og ég heilsa mörgum frægum og það eru fáir sem heilsa ekki á móti. Ég á nokkra vini sem eru þekktir á Íslandi og er stoltur af að heilsa þeim. Allra stoltastur er ég af Helgu Brögu. Hún er greind og skemmtileg og með stórt hjarta (innskot blm: og hún situr á næsta borði). Ég hefði að vísu sagt Helga Braga þótt hún sæti ekki þarna.Brynja: Ég myndi segja að Björgvin Halldórsson væri mesti töffarinn sem ég hef heilsað. Hann er sá eini sem ég hef fengið gæsahúð við að taka í höndina á. Eðli máls samkvæmt þekki ég mikið af frægu fólki, starfandi sem blaðamaður. En það er eitt sem mér finnst svolítið fyndið og það er það að frægir heilsa frægum. Það er svolítið eins og frægir séu í risastórum klúbbi. Að þú sért kominn inn í einhverja klíku. Það virðist aldrei neinn þora að tala um það þannig að ég ætla að opna umræðuna um þetta núna. Vinur minn sem er þekktur tónlistarmaður var eitt sinn með mér á skemmtistað þar sem var samankominn nokkur fjöldi þekktra einstaklinga. Þar heilsaði mér þekkt söngkona sem ég hafði aldrei talað við á ævinni og ég horfði á vin minn eins og eitt spurningarmerki í framan. „Þetta er svona frægur heilsar frægum. Nú ertu komin í klíkuna,“ sagði hann og ég skellti bara uppúr, mér fannst þetta svo fyndið.Þorsteinn: Þetta er svona eins og Brynja lýsir. Sigurjón Kjartans lýsti þessu mjög vel þegar ég var að byrja að vinna með honum og spurði hann hvernig það væri að vera frægur. Hann sagði að það væri svolítið eins og að búa á Ísafirði. Það vita allir hver þú ert, kinka kolli til þín og það er allt fínt. Það reyndist rétt hjá honum. Annars fer ég lítið út að skemmta mér, því fólk á það til að breytast í glasi. En annars er það auðvelt að vera frægur á Íslandi.Ekkert stuð í stjórnmálunumBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariEf það er auðvelt að vera frægur – hvernig halda þau að það sé að vera ríkur? Nú eru skattframtölin nýfarin úr húsum eða af netinu og brátt kemur í ljós hverjir það eru sem borga mesta skattinn. Hvað finnst ykkur um manninn með hattinn sem borgar ekki skattinn? Fólkið sem berst á í þjóðfélaginu en samkvæmt framtölum á 7 krónur?Þorsteinn: Þetta er blásið upp á hverju ári og jafnvel alið á smá öfund. Það er ríkt fólk í landinu og það er bara gott. Þetta fólk rekur kannski stór fyrirtæki sem borga skatt og halda uppi störfum. Hins vegar er auðvitað ekki gott ef fólk er að svíkja undan skatt. En ef þú þarft lögum samkvæmt ekki að borga skatt, afhverju að gera það þá? Hvað finnst þér Brynja?Brynja: Ég hef trú á því að flestir Íslendingar séu löghlýðnir og séu ekki að svíkja undan skatti en þessir auðmenn sem berast á standa í mikilli orrahríð. Ég held ekki að þeir séu viljandi að reyna að stuða fólk með því að reyna að sleppa við að borga skatt þannig að mér finnst þessi umræða alltaf hálfleiðinleg. Það að viðskiptamönnum gangi vel á Íslandi og erlendis er ekkert nema jákvætt fyrir okkur þannig að þetta er dálítið ósanngjarnt. Ég skil ekki afhverju við ættum að vera að nöldra yfir því að einhver hafi það betri en hinn þegar þetta skilur sér allt að lokum til okkar í auknum hagvexti.Þorsteinn: Ég held að fólk gleymi einu. Ríkt fólk í mörgum löndum hegðar sér mjög illa. Er flækt í mafíustarfsemi, eiturlyf og glæpi og annað eins. Það versta sem þetta ríka fólk gerir á Íslandi er kannski að fá Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Við erum með besta ríka fólkið í heimi og við eigum að hætta að öfundast út í það – þetta væri verið miklu verra.Eru stjórnmálin okkar líka þau bestu í heimi? Hvar viljið þið staðsetja þau á mælikvarðanum leiðinleg, lala eða skemmtileg?Þorsteinn: Leiðinleg. Það er ótrúlega lítið skemmtilegt við stjórnmál og það er undarlegt hvað þetta fólk er flest allt bara „boring“. Sumir sleppa með að vera ágætir og aðrir eru algjörlega húmorslausir og hlæja ekki að neinum nema sjálfum sér eins og Guðni Ágústson. Ég reyndi einu sinni að lemja stjórnmálamann með bók, hann Mörð Árnason.Brynja: Mörður náði nýjum hæðum um daginn þegar hann tengdi bílbeltaauglýsingu við bláu höndina og Sjálfstæðisflokkinn. Sagði að þessi almannaheillarauglýsing væri áróðursauglýsing fyrir þá.Þorsteinn: Íslenskir stjórnmálamenn eru örvæntingarfullir og óöruggir með sig og hlaupa á eftir skoðanakönnunum og tískusveiflum í þjóðfélaginu. Þess vegna þora þeir aldrei að vera afslappaðir og þeir sjálfir. Ef þeir hefðu einhverja stefnu, þó hún væri ekki alltaf sú vinsælasta, þá væru þeir betri. En þetta er svo desperat lið.Brynja: Fólkið sem er að koma inn á vinstri vænginn finnst mér skemmtilegt. Mér finnst Sóley Tómasdóttir stórskemmtileg og sömuleiðis er ég hrifin af Katrínu Júlíusdóttur.Þorsteinn: En er Sóley komin inn á þing? Hún nefnilega verður leiðinleg þegar hún kemur inn. Össur getur verið skemmtilegur og hann er indæll.Minningargreinar íslenski draumurinnEr ekki aðeins meira stuð í kringum forsetaembættið? Eigið þið ykkur einhvern eftirlætis forseta?Þorsteinn: Vigdís Finnbogadóttir.Brynja Björk: Segi það sama. Hún er fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn og á sínum tíma var það mjög stórt skref og frábær kynning fyrir Ísland.Þorsteinn: Ég held að sú kosning hafi verið það besta sem Íslendingar hafa gert í sínum markaðsmálum. Ég fer út um allan heim og fólk þekkir Vigdísi alls staðar og ber virðingu fyrir henni. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað hún gerði rosalega mikið fyrir landið.Brynja: Hún hefur alltaf verið í forsvari fyrir konur og góður fulltrúi þjóðarinnar. Ég er ekki alveg nógu sátt við þann forseta sem er í embætti núna. Forsetaembættið á ekki að vera pólitískt og því finnst mér að kjósa mann í þetta embætti sem er jafn pólitískur og hann er mistök.Þorsteinn: Forsetinn pirrar mig ekkert en ég held hann hafi gert mistök með því að stöðva fjölmiðlalögin. Við erum lítil þjóð og við þurfum að standa vörð um samkeppni. Ef eitt fyrirtæki er farið að eiga meiripartinn af fyrirtækjum í landinu og fjölmiðla líka – þá fáum við einhliða mynd af því sem er að gerast. Og það er bara ekki sniðugt. Ég er ekkert á móti þessu fyrirtæki, það er bara of stórt. Það hefði verið allt í lagi ef þeir hefðu fundið sér aðra hluti til að gera meðfram rekstri fyrirtækja sinna en fjölmiðlarekstur. Nú eiga þeir 10-15 fyrirtæki sem koma að fjölmiðlum á Íslandi. Og það hefur áhrif.Brynja: Ég tel það að stoppa þessi fjölmiðlalög sé hreinlega gott dæmi um þann karakter sem forsetinn hefur að geyma. Þó þú sverjir embættiseið þá hendirðu ekkert þínum pólitísku gildum í ruslið.Að lokum, hver er hinn íslenski draumur?Þorsteinn: Ég held að hann sé að fá opnu af minningargreinum í Morgunblaðinu. Ekki bara eina síðu heldur næstu líka. Breiðopnu. Allir skrifa að þeir hafi elskað þig og hafi borið virðingu fyrir þér. Ég held að það fyrsta sem fólk geri þegar það deyr, sé að kaupa sér Morgunblaðið og fletta upp á sjálfu sér. Það er gott að fá blöndu – einhvern vin, vinnufélaga, úr fjölskyldunni og helst einhverja formenn stéttarfélaga.Brynja: En er þá ekki hálflummó ef allir vinnufélagarnir taka sig saman og skrifa bara svona stutta klausu?Þorsteinn: Jú, það er halló. Það væri ágætt ef þið skrifið bara minningargrein – væruð þið ekki til í það? Og Helga Braga? Ég á það nú inni.Brynja: Minn íslenski draumur er bara að reyna að gera heiminn betri á hverjum degi, kannski engar stórvægilegar breytingar, en betri í dag en í gær. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Reyklaust kaffihús er óheppilegur viðtalsstaður. Sérstaklega á góðviðrisdegi á Laugaveginum. Mæður með barnavagna í eftirdragi og hávaðinn eins og fuglabjarg, allt stappað og til að ná borði þarf að standa eins og hrægammur yfir fólki sem er hugsanlega að klæða sig í vettlingana sína. Af tillitssemi við Þorstein var beiðni hans þó tekin til greina og beðið þess sem koma skyldi. Brynja Björk hafði aldrei komið inn á Kaffitár og horfði undrandi í kringum sig á mergðina sem þarna sveiflaði ungbörnum á milli sín með snuð í munni meðan hrært var í kaffi latte með tánni. Þorsteinn er fjögurra barna faðir og því vel kunnugur aðstæðum þarna inni en Brynja Björk á kött.Þrátt fyrir ólíkar fjölskylduaðstæður eiga þau þó það sameiginlegt að hafa bæði alist upp í Fossvoginum og um æðar þeirra rennur íslenskt blóð. En hvernig kemur hinn venjulegi Íslendingur þeim fyrir sjónir?Brynja: Ég er orðin þreytt á þeim klisjukennda Íslendingi sem sýndur er í bíómyndum, skáldskap og auglýsingum frá flugfélögum. Ég held að Íslendingar séu talsvert siðmenntaðari en sá náungi. Við erum ekki alltaf full, alltaf með læti og vesen eða berserkir. Þorsteinn: Ég er svolítið sammála þessu. Ég geri mikið af því að fara og hitta Íslendinga í alls konar ástandi þegar ég er að skemmta. Það er undantekning ef eitthvað kemur upp á. Fólkið fylgist vel með öllu, er vel upplýst og menntað og hefur húmor. Íslendingar fá bara ansi háa einkunn hjá mér. Þetta er góð þjóð. Það eina sem kannski er, er að það er svolítið þungt yfir sumum, þeir mættu vera glaðari. Brynja: Mig hefur einmitt alltaf langað til að vera þessi harðgeri Íslendingur sem getur farið út í 10 stiga frosti og hengt upp jólaseríu. En ég er frekar mikil veimiltíta og þegar ég er erlendis trúir því enginn að ég sé frá Íslandi. Þorsteinn: Það er stórskrítið og ógeðslega leiðinlegt að vera í þessum kulda og myrkri lengi. Ömurlegt að komast ekki út og krakkarnir geta ekki leikið sér nema í geimverubúningum. Ég er líka veimiltíta.Plágan Helga BragaBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariTelja þau það veimiltítuhátt að fárast yfir því að Spaugstofan notaði nýverið þjóðsönginn til að gera grín og að ung stelpa sneið sér bikiní úr þjóðfánanum?Þorsteinn: Mér finnst þetta allt í lagi og gott mál að fólk taki sig ekki of hátíðlega. Hins vegar var þjóðin sett á lista yfir stríðandi þjóðir í Írak og mér finnst það vera meiri glæpur en brjóstahaldarar.Brynja: Ég er svo mikill þjóðernissinni að fánalögin skipta mig miklu máli. Ég var meira fúl yfir bikinínu en þjóðsöngnum. Þetta er bara uppeldið, maður mátti ekki missa 17. júní fáninn einu sinni í gólfið þannig að mér krossbrá þegar ég sá appelsínugula stelpu töltandi um á bikiníi úr þjóðfánanum í fegurðarsamkeppni.Nú er einmitt tími þeirra keppna, fegurðarsamkeppna, að fara að renna upp. Eruð þið á móti þessum keppnum?Brynja: Ég leit alltaf mjög upp til þessara stúlkna hér áður. Þetta var allt svo stórkostlegt og þær svo fínar og sætar, sprangandi um í kjólunum sínum. Svo fór glansinn af þessu þegar maður frétti að sumar hverjar voru með ónýtan glerjung og vélinda eftir átraskanir. Það er engin spurning að þessar keppnir hafa áhrif á ungar stelpur og ekki viljum við að heitasta ósk tólf ára dætra okkar sé að vera með rakaðar lappir og brúnan húðlit. Þetta meikaði allt í einu engan sens lengur eftir að maður vitkaðist. Það er auðvitað líka stórundarleg og úrelt hugmynd að hægt sé að keppa í fegurð.Þorsteinn: Málið er .... “ (Þorsteinn er truflaður í miðri fegurðarsamkepnisumræðu þar sem Helga Braga dúkkar upp með hausinn yfir borðinu, horfir djúpt í augun á Brynju og blaðamanni og hvíslar: „Passið ykkur á honum, hann er ógeðslegur perri. Ég vildi bara koma þessu að.“ Svo kemur hún sér fyrir á næsta borði með ferðatölvu og hafa skal í huga að það sem eftir lifir viðtals eru svör Þorsteins lituð af þrúgandi nærveru leikkonunnar.)Þorsteinn: Já, hvar var ég. Það sem ég vildi segja er að þetta er í höndum kvenna. Það eru konur sem taka þátt í þessu, konur sem reka keppnirnar, konur sem horfa á þær. Það er hreinlega ímyndun að það sé pressa frá karlmönnum að þessar keppnir haldi áfram.Brynja: Ég þekki ekki einn einasta karlmann sem horfir gríðarspenntur á Ungfrú Ísland.Frægra manna klíkanBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariEn þekkið þið marga fræga? Heilsið þið mörgu frægu fólki og hverjum þykir ykkur merkilegast að heilsa?Þorsteinn: Ég þekki svolítið margt frægt fólk út af vinnunni og ég heilsa mörgum frægum og það eru fáir sem heilsa ekki á móti. Ég á nokkra vini sem eru þekktir á Íslandi og er stoltur af að heilsa þeim. Allra stoltastur er ég af Helgu Brögu. Hún er greind og skemmtileg og með stórt hjarta (innskot blm: og hún situr á næsta borði). Ég hefði að vísu sagt Helga Braga þótt hún sæti ekki þarna.Brynja: Ég myndi segja að Björgvin Halldórsson væri mesti töffarinn sem ég hef heilsað. Hann er sá eini sem ég hef fengið gæsahúð við að taka í höndina á. Eðli máls samkvæmt þekki ég mikið af frægu fólki, starfandi sem blaðamaður. En það er eitt sem mér finnst svolítið fyndið og það er það að frægir heilsa frægum. Það er svolítið eins og frægir séu í risastórum klúbbi. Að þú sért kominn inn í einhverja klíku. Það virðist aldrei neinn þora að tala um það þannig að ég ætla að opna umræðuna um þetta núna. Vinur minn sem er þekktur tónlistarmaður var eitt sinn með mér á skemmtistað þar sem var samankominn nokkur fjöldi þekktra einstaklinga. Þar heilsaði mér þekkt söngkona sem ég hafði aldrei talað við á ævinni og ég horfði á vin minn eins og eitt spurningarmerki í framan. „Þetta er svona frægur heilsar frægum. Nú ertu komin í klíkuna,“ sagði hann og ég skellti bara uppúr, mér fannst þetta svo fyndið.Þorsteinn: Þetta er svona eins og Brynja lýsir. Sigurjón Kjartans lýsti þessu mjög vel þegar ég var að byrja að vinna með honum og spurði hann hvernig það væri að vera frægur. Hann sagði að það væri svolítið eins og að búa á Ísafirði. Það vita allir hver þú ert, kinka kolli til þín og það er allt fínt. Það reyndist rétt hjá honum. Annars fer ég lítið út að skemmta mér, því fólk á það til að breytast í glasi. En annars er það auðvelt að vera frægur á Íslandi.Ekkert stuð í stjórnmálunumBrynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður og Þorsteinn Guðmundsson, leikariEf það er auðvelt að vera frægur – hvernig halda þau að það sé að vera ríkur? Nú eru skattframtölin nýfarin úr húsum eða af netinu og brátt kemur í ljós hverjir það eru sem borga mesta skattinn. Hvað finnst ykkur um manninn með hattinn sem borgar ekki skattinn? Fólkið sem berst á í þjóðfélaginu en samkvæmt framtölum á 7 krónur?Þorsteinn: Þetta er blásið upp á hverju ári og jafnvel alið á smá öfund. Það er ríkt fólk í landinu og það er bara gott. Þetta fólk rekur kannski stór fyrirtæki sem borga skatt og halda uppi störfum. Hins vegar er auðvitað ekki gott ef fólk er að svíkja undan skatt. En ef þú þarft lögum samkvæmt ekki að borga skatt, afhverju að gera það þá? Hvað finnst þér Brynja?Brynja: Ég hef trú á því að flestir Íslendingar séu löghlýðnir og séu ekki að svíkja undan skatti en þessir auðmenn sem berast á standa í mikilli orrahríð. Ég held ekki að þeir séu viljandi að reyna að stuða fólk með því að reyna að sleppa við að borga skatt þannig að mér finnst þessi umræða alltaf hálfleiðinleg. Það að viðskiptamönnum gangi vel á Íslandi og erlendis er ekkert nema jákvætt fyrir okkur þannig að þetta er dálítið ósanngjarnt. Ég skil ekki afhverju við ættum að vera að nöldra yfir því að einhver hafi það betri en hinn þegar þetta skilur sér allt að lokum til okkar í auknum hagvexti.Þorsteinn: Ég held að fólk gleymi einu. Ríkt fólk í mörgum löndum hegðar sér mjög illa. Er flækt í mafíustarfsemi, eiturlyf og glæpi og annað eins. Það versta sem þetta ríka fólk gerir á Íslandi er kannski að fá Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Við erum með besta ríka fólkið í heimi og við eigum að hætta að öfundast út í það – þetta væri verið miklu verra.Eru stjórnmálin okkar líka þau bestu í heimi? Hvar viljið þið staðsetja þau á mælikvarðanum leiðinleg, lala eða skemmtileg?Þorsteinn: Leiðinleg. Það er ótrúlega lítið skemmtilegt við stjórnmál og það er undarlegt hvað þetta fólk er flest allt bara „boring“. Sumir sleppa með að vera ágætir og aðrir eru algjörlega húmorslausir og hlæja ekki að neinum nema sjálfum sér eins og Guðni Ágústson. Ég reyndi einu sinni að lemja stjórnmálamann með bók, hann Mörð Árnason.Brynja: Mörður náði nýjum hæðum um daginn þegar hann tengdi bílbeltaauglýsingu við bláu höndina og Sjálfstæðisflokkinn. Sagði að þessi almannaheillarauglýsing væri áróðursauglýsing fyrir þá.Þorsteinn: Íslenskir stjórnmálamenn eru örvæntingarfullir og óöruggir með sig og hlaupa á eftir skoðanakönnunum og tískusveiflum í þjóðfélaginu. Þess vegna þora þeir aldrei að vera afslappaðir og þeir sjálfir. Ef þeir hefðu einhverja stefnu, þó hún væri ekki alltaf sú vinsælasta, þá væru þeir betri. En þetta er svo desperat lið.Brynja: Fólkið sem er að koma inn á vinstri vænginn finnst mér skemmtilegt. Mér finnst Sóley Tómasdóttir stórskemmtileg og sömuleiðis er ég hrifin af Katrínu Júlíusdóttur.Þorsteinn: En er Sóley komin inn á þing? Hún nefnilega verður leiðinleg þegar hún kemur inn. Össur getur verið skemmtilegur og hann er indæll.Minningargreinar íslenski draumurinnEr ekki aðeins meira stuð í kringum forsetaembættið? Eigið þið ykkur einhvern eftirlætis forseta?Þorsteinn: Vigdís Finnbogadóttir.Brynja Björk: Segi það sama. Hún er fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn og á sínum tíma var það mjög stórt skref og frábær kynning fyrir Ísland.Þorsteinn: Ég held að sú kosning hafi verið það besta sem Íslendingar hafa gert í sínum markaðsmálum. Ég fer út um allan heim og fólk þekkir Vigdísi alls staðar og ber virðingu fyrir henni. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað hún gerði rosalega mikið fyrir landið.Brynja: Hún hefur alltaf verið í forsvari fyrir konur og góður fulltrúi þjóðarinnar. Ég er ekki alveg nógu sátt við þann forseta sem er í embætti núna. Forsetaembættið á ekki að vera pólitískt og því finnst mér að kjósa mann í þetta embætti sem er jafn pólitískur og hann er mistök.Þorsteinn: Forsetinn pirrar mig ekkert en ég held hann hafi gert mistök með því að stöðva fjölmiðlalögin. Við erum lítil þjóð og við þurfum að standa vörð um samkeppni. Ef eitt fyrirtæki er farið að eiga meiripartinn af fyrirtækjum í landinu og fjölmiðla líka – þá fáum við einhliða mynd af því sem er að gerast. Og það er bara ekki sniðugt. Ég er ekkert á móti þessu fyrirtæki, það er bara of stórt. Það hefði verið allt í lagi ef þeir hefðu fundið sér aðra hluti til að gera meðfram rekstri fyrirtækja sinna en fjölmiðlarekstur. Nú eiga þeir 10-15 fyrirtæki sem koma að fjölmiðlum á Íslandi. Og það hefur áhrif.Brynja: Ég tel það að stoppa þessi fjölmiðlalög sé hreinlega gott dæmi um þann karakter sem forsetinn hefur að geyma. Þó þú sverjir embættiseið þá hendirðu ekkert þínum pólitísku gildum í ruslið.Að lokum, hver er hinn íslenski draumur?Þorsteinn: Ég held að hann sé að fá opnu af minningargreinum í Morgunblaðinu. Ekki bara eina síðu heldur næstu líka. Breiðopnu. Allir skrifa að þeir hafi elskað þig og hafi borið virðingu fyrir þér. Ég held að það fyrsta sem fólk geri þegar það deyr, sé að kaupa sér Morgunblaðið og fletta upp á sjálfu sér. Það er gott að fá blöndu – einhvern vin, vinnufélaga, úr fjölskyldunni og helst einhverja formenn stéttarfélaga.Brynja: En er þá ekki hálflummó ef allir vinnufélagarnir taka sig saman og skrifa bara svona stutta klausu?Þorsteinn: Jú, það er halló. Það væri ágætt ef þið skrifið bara minningargrein – væruð þið ekki til í það? Og Helga Braga? Ég á það nú inni.Brynja: Minn íslenski draumur er bara að reyna að gera heiminn betri á hverjum degi, kannski engar stórvægilegar breytingar, en betri í dag en í gær.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira