Lífið er meira en fótbolti 31. mars 2007 14:38 hamingjusöm fjölskylda Pétur Marteinsson og Unnur Valdimarsdóttir ásamt dótturinni Lilju sem er rúmlega tveggja ára að byrja í leikskóla. Við fluttum fyrst út fyrir ellefu árum,“ segir knattspyrnumaðurinn Pétur Marteinsson um leið og hann hellir í kaffibollann minn. Heimili hans og eiginkonu hans, Unnar Valdimarsdóttur, er afar bjart og smekklegt og ekki spillir fyrir að gamall og virðulegur Boxer-hundur dinglar vinalegu skotti. Litla, fallega dóttirin Lilja er upptekin við leik og situr einbeitt við verkið með snuð í munni og kex í hendi. „Árið ‘95 var ég að spila með Fram og Unnur var að klára sálfræði í Háskólanum. Við höfðum ákveðið að fara til Bandaríkjanna í nám, vorum á leiðinni til Berkeley við San Francisco. Ég var að velta fyrir mér að fara í „pre-med“ nám og Unnur ætlaði að halda áfram í sínu námi. En þá fæ ég upphringingu og fæ þetta flotta tilboð frá Hammarby í Svíþjóð. Mér var boðinn atvinnumannasamningur og við sáum að þetta hentaði bara vel og drifum okkur til Svíþjóðar.“ Þar var Pétri boðin tvö ár og svo framlenging og þá hélt Unnur áfram doktorsnámi sínu við Karólínska háskólann í Stokkhólmi. „Ég lærði þar faraldsfræði sem er aðferðarfræði til að rannsaka orsakir sjúkdóma,“ útskýrir Unnur. „Við vorum í Svíþjóð í 3 ár en svo ‘99 flutti Pétur til Oslóar og ég til hálfs.“ Hjónin dvöldu í 3 ár í Noregi þar sem Pétur lék með Stabæk-liðinu, en svo fékk Pétur tilboð um að leika með Stoke í Bretlandi. Þau fluttu í lítið þorp nálægt Stoke-on-Trent og láta vel af dvölinni. „Við bjuggum í örlitlu samfélagi. Ég mætti í bingó og teboð með konum í rósóttum blómakjólum,“ hlær Unnur. „Þetta var alveg meiri háttar,“ segir Pétur. „Ég fór einu sinni á pöbbinn með hundinn minn og sest niður og kaupi Guinness. Þá kemur maður og segir „Þú situr í sætinu mínu.“ Ég hélt að hann væri að grínast en þá varð hann hinn alvarlegasti og sagði „Piss off!“ Þá átti hann bara alltaf sitt sæti á pöbbn-um.“ En stemningin hjá Stoke-liðinu var ekki upp á marga fiska. „Ekki hjá mér allavega,“ útskýrir Pétur. „Mér samdi ekki við þjálfarann og í fyrsta skipti á mínum ferli þá mætti ég mótlæti. Mér fannst það ekki mjög gaman svona á þessum aldri, 28 ára, að vera alltaf settur á bekkinn eða upp í stúku og ég fékk ekki að fara með í ferðir og varð bara frekar fúll. Það var kominn þjálfari með nýja speki og sína menn og ég bara passaði ekki inn í dæmið. Minn tími var kominn, mér buðust störf á öðrum stöðum í Evrópu en þar sem Unni bauðst frábær fræðimannsstaða á þessum tímapunkti við Karólínska háskólann í Stokkhólmi fluttum við aftur þangað og ég fór að leika aftur með Hammarby.“ Ákvörðunin um að flytja svo til Íslands eftir ellefu ára fjarveru var að mestu félagsleg segja hjónin, og var tekin vegna dótturinnar Lilju.Alltaf ákveðin í að ættleiða„Ef við hefðum hugsað bara um ferilinn þá leit framtíðin bjartar út fyrir okkur erlendis. En við vildum fara heim vegna Lilju. Við vildum að hún gæti alist upp á Íslandi og fengi að kynnast öfum og ömmum og stórfjölskyldunni, gæti gengið hér í skóla og talað íslenska tungu,“ segir Pétur. „Ég var búin að sérhæfa mig mikið í gegnum námið og rannsóknirnar erlendis og bjóst ekki við neinni stöðu við hæfi hér heima. Allt í einu var auglýst þessi forstöðumannsstaða við Háskóla Íslands sem var eins og sniðin fyrir mig. Lýðheilsuvísindi er nýtt meistara- og doktorsnám við HÍ og er hugsuð sem þverfræðileg námsbraut þar sem nemendur nema rannsóknaraðferðir sem nota má til þess að finna áhættuþætti, sjúkdóma og forspárþætti heilsu og lífsgæða.“ Haustið 2003, sama haust og þau fluttu frá Bretlandi til Svíþjóðar sóttu hjónin um ættleiðingu á barni frá Kína. „Við höfðum vitað frá fyrstu kynnum að við vildum ættleiða barn. Við getum sagt sem svo að við fullreyndum það ekki að reyna að eignast barn, við ákváðum að reyna það ekki frekar og þetta var frekar yfirvegað val að ákveða ættleiðingu. Ég held að það séu undarlega fáir sem taka þessa ákvörðun svona snemma á ævinni, en tíminn vann líka með okkur.“ Ég spyr hvort það sé einhver félagsleg vitund líka sem spili inn í þegar barn frá þriðja heiminum er ættleitt, eins og stjörnur í Hollywood eru ötular við að predika. „Nei, þetta er algjörlega sjálfselsk ákvörðun. Maður vill bara vera foreldri,“ segir Pétur. „Þegar allt kemur til alls þá er maður að gera þetta fyrir sjálfan sig,“ bætir Unnur við. „Og auðvitað kemur eitthvað gott út úr því, líka fyrir barnið. En ég held að það séu rangar forsendur ef fólk er í þessu fyrir einhverja fórnfýsi gagnvart heimssamfélaginu.“ Pétur bætir við að „venjulegt“ fólk þurfi að fara í gegnum ákaflega strangt síunarferli til að athuga hvort það séu hæfir foreldrar. Unnur segir að ríkjandi viðhorf sé einnig að fólk segi í sífellu: Mikið er hún heppin, að fá svona góða fjölskyldu og svo framvegis. En það erum við sem erum þau heppnu! Eins og öllum foreldrum finnst okkur hún auðvitað bera af öðrum börnum og erum innilega þakklát fyrir að hafa ekki eignast barn með okkar þreyttu norrænu erfðaefnum.“Töfrastund að eignast barnPétur segir þau vita af stækkandi hópi foreldra sem hafa ættleitt frá Kína hér á Íslandi en hafa ekki kynnst þeim enn. „Við gengum í gegnum það allt í Svíþjóð en þar fór ættleiðingarferlið fram. Við fórum átta pör til Kína saman, til Guangxi, sem er hérað á landamærum Víetnam.“ Um níu vikum áður en þau fengu barnið í fangið fengu þau símtal um að Lilja yrði dóttir þeirra og að þau ættu að sækja hana á tiltekinn stað. „Engar fleiri málalengingar þar,“ segir Unnur. „Það var ótrúlega tilfinningaríkt andartak. Hún var þá 5-6 mánaða og við fórum út um það bil þremur mánuðum síðar. Öll börn sem eru til ættleiðingar í Kína eru yfirgefin nafnlaus börn, oftast stúlkubörn, yfirgefin vegna þessara reglna sem stjórnvöld setja um að eiga eitt barn. Lilja er sumsé barn þessa kerfis og saga þessara barna er öll sú sama. Við vitum ósköp lítið til viðbótar um sögu Lilju og það er líka eitthvað sem við ætlum bara að halda fyrir okkur.“ Pétur segir þau hafa byrjað snemma að ræða við Lilju um uppruna hennar. „Við sýnum henni myndir fra Kína og fyrir henni er orðið Kína samnefnari fyrir ljósmyndir! Við útskýrum hvað við vorum glöð þegar við fengum hana og þá verður hún stolt á svip. Stundum finnst okkur að hún skilji þetta allt saman.“ Þau játa því að þau hafi orðið dálítið örlagatrúar eftir þessa reynslu. „Maður getur ekki annað, eftir að upplifa svona töfrastund, að verða foreldri barns annars staðar að úr heiminum. Við hefðum ekki getað hugsað okkur neitt annað barn. Við gætum ekki ímyndað okkur að elska nokkurt barn eins og við elskum Lilju.“ Unnur og Pétur útskýra að Lilja sé í aðlögun í leikskólanum sínum, aðlögun sem taki aðeins lengri tíma fyrir ættleidd börn en önnur. „Henni finnst sárt að sjá okkur fara frá sér. Hún var líka einkennilega hrædd við kínverskt fólk í vinnunni hjá mér, ef til vill minnti það á eitthvert óöryggi um aðstæður sínar þegar hún bjó á barnaheimilinu.“ Pétur bætir við að hún hafi þó eflaust búið við góðan aðbúnað á barnaheimilinu í Kína. „Okkur fannst Kínverjar almennt afskaplega barngott og barngælið fólk. Það er ekki fólkinu að kenna hvaða lög kommúnistastjórnin setur.“ Pétur vill taka það fram að hann sé alls ekki að hugsa um uppruna Lilju á degi hverjum. „Hún er bara dóttir okkar. Um daginn var náungi sem labbaði að mér á leikvellinum og spurði hvort hún væri frá Kína. Ég varð eiginlega alveg hissa að hann skyldi sjá þetta, því fyrir mér var hún bara dóttir mín.“ Lilja er komin frá leiktölvuskjánum og þeysist nú fimlega upp á eldhúsborð í von um að finna meira kex. Hún hefur væntanlega fengið einstaka íþróttayfirburði í vöggugjöf. „Hún hefur áhuga á fótbolta,“ staðhæfir Pétur. „Þegar hún var nýkomin frá Kína fórum við öll saman til Möltu í æfingabúðir í viku og Lilja horfði á leiki. Áhuginn kviknaði þar! Henni finnst mjög gaman að sparka í bolta!“Að verða KR-ingur á gamalsaldriPétur segist hafa mjög gaman af því að vera kominn aftur í íslensku keyrsluna í fótboltanum. „Ég hélt að það yrði meira menningarsjokk að fara að æfa hérna, en þetta er frábært. Það er bara eitt sem ég þoli ekki, það er blessað rokið. Hvort sem það er að labba með hundinn eða að æfa úti á KR-vellinum.“ Pétur, sem er fæddur og uppalinn Framari, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að fara yfir til KR. „Það voru ýmsir hér heima sem töluðu við mig þegar það spurðist út að ég væri ef til vill á leiðinni heim. En þegar ég hafði spjallað við KR og Teit Þórðarson þá leist mér svo vel á þetta allt. Svo vorum við flutt í vesturbæinn og mér fannst ákveðinn sjarmi að vera bara í hverfisliðinu. Þetta er mjög vinalegt.“ Ég spyr Unni hvernig sé að vera „footballer’s wife“. Unnur hristir hausinn og segir kaldhæðin sig vera endalaust í fegrunaraðgerðum. „Nei, en vissulega eru þessar týpur til. Þetta er sko engin mýta. En annars finnst mér gaman að fara á völlinn og horfa á Pétur spila, mér finnst hann svo klár. Og núna er þetta líka frábært því að það er brjálað að gera hjá mér og Pétur hefur, sökum atvinnu sinnar, meiri tíma og sveigjanleika fyrir dóttur okkar.“ Hann segir að úti hafi æfingar verið um miðjan dag en hér heima gefst honum tími til að sinna Lilju og heimilinu á daginn og fara svo á æfingar klukkan fimm. „Ég er að vísu líka að vinna í KR-akademíunni sem er eins konar tilraunahópur til að rækta góðan fótboltaefnivið. Þetta eru um 25 frábærir strákar á menntaskólaaldri sem KR hefur trú á og ég er lærifaðir/mentor þeirra. Það er virkilega skemmtilegt. Ég er orðinn 33 ára gamall og það þykir að vera eldgamall í hettunni í fótbolta. Ég á því 2-3 ár eftir í boltanum en gæti mjög vel hugsað mér að vinna svo meira með akademíunni í framtíðinni. Það er að ýmsu að líta á þessum aldri hjá strákunum og ég get vonandi gefið þeim þau tól og tæki sem þeir þurfa til að verða betri knattspyrnumenn. Ég er líka að vinna í ýmsum öðrum verkefnum hja KR þannig að ég er orðinn ansi mikill KR-ingur!“ Unnur segir Pétur þó ekki illa haldinn af fótboltamaníu. „Þetta er bara vinnan hans. Hann horfir ekki einu sinni á boltann í sjónvarpinu.“ Hann er sumsé ekki límdur við skjáinn með bjór í hendi yfir enska boltanum allar helgar? „Nei, ég á ekki einu sinni þessar stöðvar,“ segir Pétur og hlær. „Ég held með mínu liði, Manchester United, en ég horfi eiginlega aldrei á leiki. Lífið getur ekki bara snúist um fótbolta!“n Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við fluttum fyrst út fyrir ellefu árum,“ segir knattspyrnumaðurinn Pétur Marteinsson um leið og hann hellir í kaffibollann minn. Heimili hans og eiginkonu hans, Unnar Valdimarsdóttur, er afar bjart og smekklegt og ekki spillir fyrir að gamall og virðulegur Boxer-hundur dinglar vinalegu skotti. Litla, fallega dóttirin Lilja er upptekin við leik og situr einbeitt við verkið með snuð í munni og kex í hendi. „Árið ‘95 var ég að spila með Fram og Unnur var að klára sálfræði í Háskólanum. Við höfðum ákveðið að fara til Bandaríkjanna í nám, vorum á leiðinni til Berkeley við San Francisco. Ég var að velta fyrir mér að fara í „pre-med“ nám og Unnur ætlaði að halda áfram í sínu námi. En þá fæ ég upphringingu og fæ þetta flotta tilboð frá Hammarby í Svíþjóð. Mér var boðinn atvinnumannasamningur og við sáum að þetta hentaði bara vel og drifum okkur til Svíþjóðar.“ Þar var Pétri boðin tvö ár og svo framlenging og þá hélt Unnur áfram doktorsnámi sínu við Karólínska háskólann í Stokkhólmi. „Ég lærði þar faraldsfræði sem er aðferðarfræði til að rannsaka orsakir sjúkdóma,“ útskýrir Unnur. „Við vorum í Svíþjóð í 3 ár en svo ‘99 flutti Pétur til Oslóar og ég til hálfs.“ Hjónin dvöldu í 3 ár í Noregi þar sem Pétur lék með Stabæk-liðinu, en svo fékk Pétur tilboð um að leika með Stoke í Bretlandi. Þau fluttu í lítið þorp nálægt Stoke-on-Trent og láta vel af dvölinni. „Við bjuggum í örlitlu samfélagi. Ég mætti í bingó og teboð með konum í rósóttum blómakjólum,“ hlær Unnur. „Þetta var alveg meiri háttar,“ segir Pétur. „Ég fór einu sinni á pöbbinn með hundinn minn og sest niður og kaupi Guinness. Þá kemur maður og segir „Þú situr í sætinu mínu.“ Ég hélt að hann væri að grínast en þá varð hann hinn alvarlegasti og sagði „Piss off!“ Þá átti hann bara alltaf sitt sæti á pöbbn-um.“ En stemningin hjá Stoke-liðinu var ekki upp á marga fiska. „Ekki hjá mér allavega,“ útskýrir Pétur. „Mér samdi ekki við þjálfarann og í fyrsta skipti á mínum ferli þá mætti ég mótlæti. Mér fannst það ekki mjög gaman svona á þessum aldri, 28 ára, að vera alltaf settur á bekkinn eða upp í stúku og ég fékk ekki að fara með í ferðir og varð bara frekar fúll. Það var kominn þjálfari með nýja speki og sína menn og ég bara passaði ekki inn í dæmið. Minn tími var kominn, mér buðust störf á öðrum stöðum í Evrópu en þar sem Unni bauðst frábær fræðimannsstaða á þessum tímapunkti við Karólínska háskólann í Stokkhólmi fluttum við aftur þangað og ég fór að leika aftur með Hammarby.“ Ákvörðunin um að flytja svo til Íslands eftir ellefu ára fjarveru var að mestu félagsleg segja hjónin, og var tekin vegna dótturinnar Lilju.Alltaf ákveðin í að ættleiða„Ef við hefðum hugsað bara um ferilinn þá leit framtíðin bjartar út fyrir okkur erlendis. En við vildum fara heim vegna Lilju. Við vildum að hún gæti alist upp á Íslandi og fengi að kynnast öfum og ömmum og stórfjölskyldunni, gæti gengið hér í skóla og talað íslenska tungu,“ segir Pétur. „Ég var búin að sérhæfa mig mikið í gegnum námið og rannsóknirnar erlendis og bjóst ekki við neinni stöðu við hæfi hér heima. Allt í einu var auglýst þessi forstöðumannsstaða við Háskóla Íslands sem var eins og sniðin fyrir mig. Lýðheilsuvísindi er nýtt meistara- og doktorsnám við HÍ og er hugsuð sem þverfræðileg námsbraut þar sem nemendur nema rannsóknaraðferðir sem nota má til þess að finna áhættuþætti, sjúkdóma og forspárþætti heilsu og lífsgæða.“ Haustið 2003, sama haust og þau fluttu frá Bretlandi til Svíþjóðar sóttu hjónin um ættleiðingu á barni frá Kína. „Við höfðum vitað frá fyrstu kynnum að við vildum ættleiða barn. Við getum sagt sem svo að við fullreyndum það ekki að reyna að eignast barn, við ákváðum að reyna það ekki frekar og þetta var frekar yfirvegað val að ákveða ættleiðingu. Ég held að það séu undarlega fáir sem taka þessa ákvörðun svona snemma á ævinni, en tíminn vann líka með okkur.“ Ég spyr hvort það sé einhver félagsleg vitund líka sem spili inn í þegar barn frá þriðja heiminum er ættleitt, eins og stjörnur í Hollywood eru ötular við að predika. „Nei, þetta er algjörlega sjálfselsk ákvörðun. Maður vill bara vera foreldri,“ segir Pétur. „Þegar allt kemur til alls þá er maður að gera þetta fyrir sjálfan sig,“ bætir Unnur við. „Og auðvitað kemur eitthvað gott út úr því, líka fyrir barnið. En ég held að það séu rangar forsendur ef fólk er í þessu fyrir einhverja fórnfýsi gagnvart heimssamfélaginu.“ Pétur bætir við að „venjulegt“ fólk þurfi að fara í gegnum ákaflega strangt síunarferli til að athuga hvort það séu hæfir foreldrar. Unnur segir að ríkjandi viðhorf sé einnig að fólk segi í sífellu: Mikið er hún heppin, að fá svona góða fjölskyldu og svo framvegis. En það erum við sem erum þau heppnu! Eins og öllum foreldrum finnst okkur hún auðvitað bera af öðrum börnum og erum innilega þakklát fyrir að hafa ekki eignast barn með okkar þreyttu norrænu erfðaefnum.“Töfrastund að eignast barnPétur segir þau vita af stækkandi hópi foreldra sem hafa ættleitt frá Kína hér á Íslandi en hafa ekki kynnst þeim enn. „Við gengum í gegnum það allt í Svíþjóð en þar fór ættleiðingarferlið fram. Við fórum átta pör til Kína saman, til Guangxi, sem er hérað á landamærum Víetnam.“ Um níu vikum áður en þau fengu barnið í fangið fengu þau símtal um að Lilja yrði dóttir þeirra og að þau ættu að sækja hana á tiltekinn stað. „Engar fleiri málalengingar þar,“ segir Unnur. „Það var ótrúlega tilfinningaríkt andartak. Hún var þá 5-6 mánaða og við fórum út um það bil þremur mánuðum síðar. Öll börn sem eru til ættleiðingar í Kína eru yfirgefin nafnlaus börn, oftast stúlkubörn, yfirgefin vegna þessara reglna sem stjórnvöld setja um að eiga eitt barn. Lilja er sumsé barn þessa kerfis og saga þessara barna er öll sú sama. Við vitum ósköp lítið til viðbótar um sögu Lilju og það er líka eitthvað sem við ætlum bara að halda fyrir okkur.“ Pétur segir þau hafa byrjað snemma að ræða við Lilju um uppruna hennar. „Við sýnum henni myndir fra Kína og fyrir henni er orðið Kína samnefnari fyrir ljósmyndir! Við útskýrum hvað við vorum glöð þegar við fengum hana og þá verður hún stolt á svip. Stundum finnst okkur að hún skilji þetta allt saman.“ Þau játa því að þau hafi orðið dálítið örlagatrúar eftir þessa reynslu. „Maður getur ekki annað, eftir að upplifa svona töfrastund, að verða foreldri barns annars staðar að úr heiminum. Við hefðum ekki getað hugsað okkur neitt annað barn. Við gætum ekki ímyndað okkur að elska nokkurt barn eins og við elskum Lilju.“ Unnur og Pétur útskýra að Lilja sé í aðlögun í leikskólanum sínum, aðlögun sem taki aðeins lengri tíma fyrir ættleidd börn en önnur. „Henni finnst sárt að sjá okkur fara frá sér. Hún var líka einkennilega hrædd við kínverskt fólk í vinnunni hjá mér, ef til vill minnti það á eitthvert óöryggi um aðstæður sínar þegar hún bjó á barnaheimilinu.“ Pétur bætir við að hún hafi þó eflaust búið við góðan aðbúnað á barnaheimilinu í Kína. „Okkur fannst Kínverjar almennt afskaplega barngott og barngælið fólk. Það er ekki fólkinu að kenna hvaða lög kommúnistastjórnin setur.“ Pétur vill taka það fram að hann sé alls ekki að hugsa um uppruna Lilju á degi hverjum. „Hún er bara dóttir okkar. Um daginn var náungi sem labbaði að mér á leikvellinum og spurði hvort hún væri frá Kína. Ég varð eiginlega alveg hissa að hann skyldi sjá þetta, því fyrir mér var hún bara dóttir mín.“ Lilja er komin frá leiktölvuskjánum og þeysist nú fimlega upp á eldhúsborð í von um að finna meira kex. Hún hefur væntanlega fengið einstaka íþróttayfirburði í vöggugjöf. „Hún hefur áhuga á fótbolta,“ staðhæfir Pétur. „Þegar hún var nýkomin frá Kína fórum við öll saman til Möltu í æfingabúðir í viku og Lilja horfði á leiki. Áhuginn kviknaði þar! Henni finnst mjög gaman að sparka í bolta!“Að verða KR-ingur á gamalsaldriPétur segist hafa mjög gaman af því að vera kominn aftur í íslensku keyrsluna í fótboltanum. „Ég hélt að það yrði meira menningarsjokk að fara að æfa hérna, en þetta er frábært. Það er bara eitt sem ég þoli ekki, það er blessað rokið. Hvort sem það er að labba með hundinn eða að æfa úti á KR-vellinum.“ Pétur, sem er fæddur og uppalinn Framari, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að fara yfir til KR. „Það voru ýmsir hér heima sem töluðu við mig þegar það spurðist út að ég væri ef til vill á leiðinni heim. En þegar ég hafði spjallað við KR og Teit Þórðarson þá leist mér svo vel á þetta allt. Svo vorum við flutt í vesturbæinn og mér fannst ákveðinn sjarmi að vera bara í hverfisliðinu. Þetta er mjög vinalegt.“ Ég spyr Unni hvernig sé að vera „footballer’s wife“. Unnur hristir hausinn og segir kaldhæðin sig vera endalaust í fegrunaraðgerðum. „Nei, en vissulega eru þessar týpur til. Þetta er sko engin mýta. En annars finnst mér gaman að fara á völlinn og horfa á Pétur spila, mér finnst hann svo klár. Og núna er þetta líka frábært því að það er brjálað að gera hjá mér og Pétur hefur, sökum atvinnu sinnar, meiri tíma og sveigjanleika fyrir dóttur okkar.“ Hann segir að úti hafi æfingar verið um miðjan dag en hér heima gefst honum tími til að sinna Lilju og heimilinu á daginn og fara svo á æfingar klukkan fimm. „Ég er að vísu líka að vinna í KR-akademíunni sem er eins konar tilraunahópur til að rækta góðan fótboltaefnivið. Þetta eru um 25 frábærir strákar á menntaskólaaldri sem KR hefur trú á og ég er lærifaðir/mentor þeirra. Það er virkilega skemmtilegt. Ég er orðinn 33 ára gamall og það þykir að vera eldgamall í hettunni í fótbolta. Ég á því 2-3 ár eftir í boltanum en gæti mjög vel hugsað mér að vinna svo meira með akademíunni í framtíðinni. Það er að ýmsu að líta á þessum aldri hjá strákunum og ég get vonandi gefið þeim þau tól og tæki sem þeir þurfa til að verða betri knattspyrnumenn. Ég er líka að vinna í ýmsum öðrum verkefnum hja KR þannig að ég er orðinn ansi mikill KR-ingur!“ Unnur segir Pétur þó ekki illa haldinn af fótboltamaníu. „Þetta er bara vinnan hans. Hann horfir ekki einu sinni á boltann í sjónvarpinu.“ Hann er sumsé ekki límdur við skjáinn með bjór í hendi yfir enska boltanum allar helgar? „Nei, ég á ekki einu sinni þessar stöðvar,“ segir Pétur og hlær. „Ég held með mínu liði, Manchester United, en ég horfi eiginlega aldrei á leiki. Lífið getur ekki bara snúist um fótbolta!“n
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira