Frá Vatnsstíg til Laugaskarðs 25. mars 2007 05:45 Ég sá margar mjög skemmtilegar bíómyndir í MÍR-salnum við Vatnsstíg í gamla daga. Þar voru sýndar rússneskar bíómyndir um helgar sem margar áttu lítinn sjens í bíóhúsum borgarinnar, en voru samt mjög áhugaverðar. Mér er mjög minnisstæð ein mynd sem ég sá þar um ævi Tchaikovsky. Myndin var gerð einhverntíman upp úr 1960 að ég held. Leikstjórinn stóð frammi fyrir mörgum flóknum vandamálum við gerð myndarinnar. Tchaikovsky var og er eitt mesta tónskáld Rússlands og saga hans því vandmeðfarin í samfélagi þar sem sannleikurinn var ekki alltaf sagna bestur. Eitt vandamálið var að það er þekkt að Tchaikovsky var ekki hneigður til kvenna og var á því einföld skýring, en hún hentaði ekki söguskoðun sovétsins. Til að leysa þennan vanda bjó leikstjórinn til eftirfarandi senu: Í glæsilegu húsi er haldin stórfín veisla. Þangað er boðið fyrirfólki margskonar, konum og körlum. Tónjöfurinn situr í öndvegi, fágaður og fínlegur. Konurnar í veislunni eru þrátt fyrir fallegu kjólanna sína og merkilegu ættarnöfnin, einkar ógeðfelldar. Þær hlæja með munninn opinn, fullan af mat; drekka ógurlega og hafa hátt. Eftir því sem á veisluna líður aukast þjáningar tónskáldsins, af ótímabærri stéttvísi horfir hann á konurnar sem færast jafnt og þétt í aukana og augljóst að hann fær að lokum nóg af kvenþjóðinni allri í eitt skipti fyrir öll. Fleiri áhugaverð atvik áttu sér stað í þessari mynd sem var allrar athygli verð og mátti leikstjórinn eiga það að hugmyndaflugi hans voru engin takmörk sett þegar þurfti að tryggja "rétta" sögulega nálgun. Myndin var hin besta skemmtun, en maður þakkaði í hljóði (þetta var jú í MÍR-salnum) fyrir að búa ekki í alræðisríki þar sem hægt væri að falsa söguna með jafnruddalegum hætti og þarna var gert. Nú er það svo að mannkynssagan er vandmeðfarið efni og það sem einum þykir rétt söguskoðun kann öðrum að þykja röng. Í opnu, frjálsu samfélagi þræta menn um þetta fram og til baka og komast stundum að einhverri niðurstöðu og stundum ekki. Aðalatriðið er að skoðanaskiptin séu einlæg og ekki sé beitt afli til að blekkja eða falsa. Sagan er mikilvæg, hún er vegvísir um framtíðina, hún bindur þjóðfélagið saman og gefur okkur sameiginleg viðmið. Þess vegna er það svo freistandi fyrir alræðisstjórnir að falsa söguna, stjórna því hvað það er sem við notum sem viðmið. Hollywood er án efa eitthvert áhrifaríkasta menningarvald okkar tíma. Þaðan streyma bíómyndir út um allan heim, sumar góðar aðrar vondar, eins og gengur. Ekki er nokkur ástæða til þess að amast við lélegum myndum og ekki má gleyma því að rétt eins og það er ekki bara ein söguskoðun þá er ekki heldur einhver einn bíósmekkur. En því miður virðist það færast í aukana að frá Hollywood komi myndir sem eru helberar sögufalsanir. Reyndar taka framleiðendur myndanna gjarnan fram að einungis sé byggt á sögulegum staðreyndum og síðan taki við listrænt frelsi framleiðenda og leikstjóra. Innan ákveðinna marka gengur slík röksemdafærsla vissulega upp, en hún getur ekki verið vörn fyrir sögufölsunum. bíó er þessa dagana verið að sýna myndina 300. Þar er byggt á þeim atburðum er Spartverjar börðust við Persa í Laugaskarði. Myndin er óður til manndrápa á hæsta stigi og vissulega ekki ætlað að vera fræðslumynd um átök Persa og Grikkja. En það var sérkennilegt að fylgjast með því hvernig Spartverjum, af öllum, voru eignuð meira og minna gildi bandarískrar utanríkisstefnu. Hlutur Persa er allur afbakaður og afmyndaður og vart til sá mannlegur löstur sem ekki fyrirfannst í hroðalegum her þeirra. Reyndar minntu búningar sumra hermanna Persa nokkuð á þann klæðnað sem vígamenn öfgasinnaðra múslíma klæðast nú á þessum síðustu og verstu tímum. Vitanlega var það hið besta mál að Grikkjum tókst að standa af sér árásir Persa og frelsishugsjón Bandaríkjanna er þess virði að standa vörð um, en það er engum greiði gerður með afbökunum eins og þeim sem bornar eru á borð í myndinni 300. Fleiri svona myndir má nefna, t.d. U571. Í þeirri mynd var því haldið fram að Bandaríkmenn hefðu náð með hetjudáðum dulmálsvél Þjóðverja og þar með breytt gangi seinni heimstyrjaldarinnar, en hið rétta var að það var Bretum sem tókst það. Það er fjarri mér að leggja að jöfnu hryllingsstjórn kommúnista og ruglið í Hollywood. En væntanlega hefði manni fundist hlægilegt ef þeir í MÍR hefðu boðið upp á mynd, byggða á sannsögulegum atburðum, þar sem sagt væri frá því hvernig Sovétmenn hefðu fyrstir manna komist til tunglsins. Því miður virðist núorðið ástæða til að gjalda nokkurn varhug við myndum frá Hollywood sem sagðar eru byggja á sönnum atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Ég sá margar mjög skemmtilegar bíómyndir í MÍR-salnum við Vatnsstíg í gamla daga. Þar voru sýndar rússneskar bíómyndir um helgar sem margar áttu lítinn sjens í bíóhúsum borgarinnar, en voru samt mjög áhugaverðar. Mér er mjög minnisstæð ein mynd sem ég sá þar um ævi Tchaikovsky. Myndin var gerð einhverntíman upp úr 1960 að ég held. Leikstjórinn stóð frammi fyrir mörgum flóknum vandamálum við gerð myndarinnar. Tchaikovsky var og er eitt mesta tónskáld Rússlands og saga hans því vandmeðfarin í samfélagi þar sem sannleikurinn var ekki alltaf sagna bestur. Eitt vandamálið var að það er þekkt að Tchaikovsky var ekki hneigður til kvenna og var á því einföld skýring, en hún hentaði ekki söguskoðun sovétsins. Til að leysa þennan vanda bjó leikstjórinn til eftirfarandi senu: Í glæsilegu húsi er haldin stórfín veisla. Þangað er boðið fyrirfólki margskonar, konum og körlum. Tónjöfurinn situr í öndvegi, fágaður og fínlegur. Konurnar í veislunni eru þrátt fyrir fallegu kjólanna sína og merkilegu ættarnöfnin, einkar ógeðfelldar. Þær hlæja með munninn opinn, fullan af mat; drekka ógurlega og hafa hátt. Eftir því sem á veisluna líður aukast þjáningar tónskáldsins, af ótímabærri stéttvísi horfir hann á konurnar sem færast jafnt og þétt í aukana og augljóst að hann fær að lokum nóg af kvenþjóðinni allri í eitt skipti fyrir öll. Fleiri áhugaverð atvik áttu sér stað í þessari mynd sem var allrar athygli verð og mátti leikstjórinn eiga það að hugmyndaflugi hans voru engin takmörk sett þegar þurfti að tryggja "rétta" sögulega nálgun. Myndin var hin besta skemmtun, en maður þakkaði í hljóði (þetta var jú í MÍR-salnum) fyrir að búa ekki í alræðisríki þar sem hægt væri að falsa söguna með jafnruddalegum hætti og þarna var gert. Nú er það svo að mannkynssagan er vandmeðfarið efni og það sem einum þykir rétt söguskoðun kann öðrum að þykja röng. Í opnu, frjálsu samfélagi þræta menn um þetta fram og til baka og komast stundum að einhverri niðurstöðu og stundum ekki. Aðalatriðið er að skoðanaskiptin séu einlæg og ekki sé beitt afli til að blekkja eða falsa. Sagan er mikilvæg, hún er vegvísir um framtíðina, hún bindur þjóðfélagið saman og gefur okkur sameiginleg viðmið. Þess vegna er það svo freistandi fyrir alræðisstjórnir að falsa söguna, stjórna því hvað það er sem við notum sem viðmið. Hollywood er án efa eitthvert áhrifaríkasta menningarvald okkar tíma. Þaðan streyma bíómyndir út um allan heim, sumar góðar aðrar vondar, eins og gengur. Ekki er nokkur ástæða til þess að amast við lélegum myndum og ekki má gleyma því að rétt eins og það er ekki bara ein söguskoðun þá er ekki heldur einhver einn bíósmekkur. En því miður virðist það færast í aukana að frá Hollywood komi myndir sem eru helberar sögufalsanir. Reyndar taka framleiðendur myndanna gjarnan fram að einungis sé byggt á sögulegum staðreyndum og síðan taki við listrænt frelsi framleiðenda og leikstjóra. Innan ákveðinna marka gengur slík röksemdafærsla vissulega upp, en hún getur ekki verið vörn fyrir sögufölsunum. bíó er þessa dagana verið að sýna myndina 300. Þar er byggt á þeim atburðum er Spartverjar börðust við Persa í Laugaskarði. Myndin er óður til manndrápa á hæsta stigi og vissulega ekki ætlað að vera fræðslumynd um átök Persa og Grikkja. En það var sérkennilegt að fylgjast með því hvernig Spartverjum, af öllum, voru eignuð meira og minna gildi bandarískrar utanríkisstefnu. Hlutur Persa er allur afbakaður og afmyndaður og vart til sá mannlegur löstur sem ekki fyrirfannst í hroðalegum her þeirra. Reyndar minntu búningar sumra hermanna Persa nokkuð á þann klæðnað sem vígamenn öfgasinnaðra múslíma klæðast nú á þessum síðustu og verstu tímum. Vitanlega var það hið besta mál að Grikkjum tókst að standa af sér árásir Persa og frelsishugsjón Bandaríkjanna er þess virði að standa vörð um, en það er engum greiði gerður með afbökunum eins og þeim sem bornar eru á borð í myndinni 300. Fleiri svona myndir má nefna, t.d. U571. Í þeirri mynd var því haldið fram að Bandaríkmenn hefðu náð með hetjudáðum dulmálsvél Þjóðverja og þar með breytt gangi seinni heimstyrjaldarinnar, en hið rétta var að það var Bretum sem tókst það. Það er fjarri mér að leggja að jöfnu hryllingsstjórn kommúnista og ruglið í Hollywood. En væntanlega hefði manni fundist hlægilegt ef þeir í MÍR hefðu boðið upp á mynd, byggða á sannsögulegum atburðum, þar sem sagt væri frá því hvernig Sovétmenn hefðu fyrstir manna komist til tunglsins. Því miður virðist núorðið ástæða til að gjalda nokkurn varhug við myndum frá Hollywood sem sagðar eru byggja á sönnum atburðum.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun