Horft austur 10. mars 2007 13:00 Syndir feðranna þekktasta mynd James Dean verður sýnd í Tjarnarbíói á morgun. Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálmann í Cannes 1958. Kvikmyndin tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín-áranna með áherslu á erfiða ástarsögu í forgrunni heimsstyrjaldarinnar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálmann í Cannes 1958. Kvikmyndin tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín-áranna með áherslu á erfiða ástarsögu í forgrunni heimsstyrjaldarinnar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira