Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu 9. mars 2007 06:45 Þorvaldur Bjarni leitar að nýjum og ferskum hljómsveitum fyrir kvikmyndina Astrópíu. „Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com. Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið studio@reykjavikmp.com.
Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira