Föstudagar eru pítsudagar 7. mars 2007 00:01 Pítsubakstur er frábær leið fyrir fjölskylduna til að dunda sér saman í eldhúsinu.Fréttablaðið / Getty images Heimatilbúnar pítsur eru alltaf aðeins betri á bragðið, sérstaklega ef hollustan er höfð í huga við val á hráefni. Föstudagar eru tilvaldir pítsudagar þar sem fjölskyldan kemur saman og allir fá að velja sitt uppáhaldsálegg. Hollar smápítsur Hráefni: 250 g speltmjöl (má blanda til helminga gróft og fínt) 1 msk vínsteinslyftiduft 2 dl vatn 1 msk. kókosfeiti 1 msk. salt (til dæmis Herbamare) 1 tsk. ferskt pítsukrydd (til dæmis óreganó) Aðferð: Kókosfeitin á að vera mjúk og við stofuhita. Vatni er síðan blandað í feitina. Speltinu er bætt út í feitina smátt og smátt, ásamt salti og kryddi. Hnoðið vel þangað til allt er vel blandað saman. Deigið á að vera létt og aðeins blautt en má þó ekki vera klesst. Fletjið deigið út og setjið í ofnskúffu á bökunarpappír. Svolítil kókosfeiti eða olía á pappírinn kemur í veg fyrir að botninn festist við hann. Síðan er hægt að skera deigið í smærri einingar svo allir geti fengið eigin pítsu, sem er sérstaklega vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Bakið við 150° C í um það bil 15 mínútur, takið úr ofninum, setjið pítsusósu og áleggið á og bakið pítsuna áfram. Heimatilbúin pítsusósa: Hráefni: 5 tómatar (gjarnan lífrænt ræktaðir) 1 msk. tómatmauk 2-4 hvítlauksrif 1/4 rauður laukur 1 msk. balsam edik 2 msk. ólífuolía (helst extra virgin) salt og pipar eftir smekk (til dæmis Herbamare) fersk basilika Aðferð: Tínið laufin af basilikunni og setjið í matvinnsluvél ásamt hinu hráefninu. Maukið í nokkrar sekúndur, svo sósan verði svolítið gróf. Þeir sem vilja fínni blöndu láta vélina vinna lengur. Tillögur að áleggi: Hráefni: Ostur er nauðsynlegur á góða pítsu og fer ýmist undir áleggið eða ofan á, eftir smekk. Skinka, gráðostur og sveppir. Túnfiskur, ólífur og laukur. Pepperoni, hakk, ananas, laukur og sveppir. Skinka, þistilhjörtu, laukur og sveppir. Tómatar, paprika og maís. Aðferð: Pítsusósan fer fyrst á botninn. Skiljið eftir tvo sentimetra við brúnina. Álegg að eigin vali fer síðan á pítsuna og osturinn ýmist undir eða yfir áleggið. Pítsan er síðan bökuð áfram við 220° C í um það bil 15-18 mínútur þar til hún er gullin og stökk. Það getur verið gott að pensla brúnina með hvítlauksolíu þegar hún kemur úr ofninum og margir nota dressingu með pítsunni úr sýrðum rjóma eða kokkteilsósu eða smella jafnvel frönskum ofan á pítsuna. Verði ykkur að góðu. Partýréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið
Heimatilbúnar pítsur eru alltaf aðeins betri á bragðið, sérstaklega ef hollustan er höfð í huga við val á hráefni. Föstudagar eru tilvaldir pítsudagar þar sem fjölskyldan kemur saman og allir fá að velja sitt uppáhaldsálegg. Hollar smápítsur Hráefni: 250 g speltmjöl (má blanda til helminga gróft og fínt) 1 msk vínsteinslyftiduft 2 dl vatn 1 msk. kókosfeiti 1 msk. salt (til dæmis Herbamare) 1 tsk. ferskt pítsukrydd (til dæmis óreganó) Aðferð: Kókosfeitin á að vera mjúk og við stofuhita. Vatni er síðan blandað í feitina. Speltinu er bætt út í feitina smátt og smátt, ásamt salti og kryddi. Hnoðið vel þangað til allt er vel blandað saman. Deigið á að vera létt og aðeins blautt en má þó ekki vera klesst. Fletjið deigið út og setjið í ofnskúffu á bökunarpappír. Svolítil kókosfeiti eða olía á pappírinn kemur í veg fyrir að botninn festist við hann. Síðan er hægt að skera deigið í smærri einingar svo allir geti fengið eigin pítsu, sem er sérstaklega vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Bakið við 150° C í um það bil 15 mínútur, takið úr ofninum, setjið pítsusósu og áleggið á og bakið pítsuna áfram. Heimatilbúin pítsusósa: Hráefni: 5 tómatar (gjarnan lífrænt ræktaðir) 1 msk. tómatmauk 2-4 hvítlauksrif 1/4 rauður laukur 1 msk. balsam edik 2 msk. ólífuolía (helst extra virgin) salt og pipar eftir smekk (til dæmis Herbamare) fersk basilika Aðferð: Tínið laufin af basilikunni og setjið í matvinnsluvél ásamt hinu hráefninu. Maukið í nokkrar sekúndur, svo sósan verði svolítið gróf. Þeir sem vilja fínni blöndu láta vélina vinna lengur. Tillögur að áleggi: Hráefni: Ostur er nauðsynlegur á góða pítsu og fer ýmist undir áleggið eða ofan á, eftir smekk. Skinka, gráðostur og sveppir. Túnfiskur, ólífur og laukur. Pepperoni, hakk, ananas, laukur og sveppir. Skinka, þistilhjörtu, laukur og sveppir. Tómatar, paprika og maís. Aðferð: Pítsusósan fer fyrst á botninn. Skiljið eftir tvo sentimetra við brúnina. Álegg að eigin vali fer síðan á pítsuna og osturinn ýmist undir eða yfir áleggið. Pítsan er síðan bökuð áfram við 220° C í um það bil 15-18 mínútur þar til hún er gullin og stökk. Það getur verið gott að pensla brúnina með hvítlauksolíu þegar hún kemur úr ofninum og margir nota dressingu með pítsunni úr sýrðum rjóma eða kokkteilsósu eða smella jafnvel frönskum ofan á pítsuna. Verði ykkur að góðu.
Partýréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið