Ástin og gleymskan 26. febrúar 2007 09:45 Endurheimtir ást og minningar Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir leika í nýju verki eftir Eric-Emmanuel Schmitt. mynd/eddi Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira