Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur 25. febrúar 2007 08:30 Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum. Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum.
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein