Tíminn er ekki óvinur minn 24. febrúar 2007 00:01 Verkefnasprengja Sverrir Guðjónsson tekur sér sinn tíma í zen-hugleiðslu og ætlar senn að fasta þó að verkefnin séu óteljandi þessa dagana í listheiminum. Hús Sverris og Elínar Eddu í Grjótagötunni er enginn nýgræðingur í móttökudeildinni og vant miklum gestagangi frá fyrri tíð. Bæði var þar rekið súpueldhús og svo var húsið fræg kommúna á hippaárunum. Húsið er ekki allt sem það er séð og blaðamaður verður sannarlega var við það í miðju viðtali þegar hlutir í stofunni fara á fleygiferð. Sverrir segist öllu vanur hvað húsið varðar og er löngu hættur að leita að hlutum þegar þeir taka upp á því að hverfa. Þeir birtist einhvers staðar aftur. Kjarni málsins er sá að Sverrir er heldur ekki allur þar sem hann er séður og kemur sífellt á óvart. Þennan daginn framreiðir hann heitt te en hann á í nokkuð sérstöku sambandi við tejurtir. Teið er hans eigin framleiðsla, kallast einfaldlega Alkemist -Sverrir og fæst meðal annars í Te og kaffi. Sverrir segir þó að í augnablikinu sé það uppselt því hann hefur haft í svo mörgu öðru að snúast. Sverrir segist hafa verið mikill teáhugamaður um margra ára skeið, útbúið sínar eigin blöndur í þó nokkur ár en framleiðslan hófst þegar hann komst í kynni við kokkinn Rene Redzepi sem vann fyrstu Food and fun verðlaunin hér á landi. „Ég hafði ekki hugsað um markaðinn í þessu samhengi heldur fannst mér bara gaman að blanda saman tejurtum. Rene hefur notað teið á mjög hugmyndaríkan hátt í matargerð og meðal annars látið fisk liggja í jurtunum. Ég þróaði því þrjár blöndur í framhaldi af Food og fun hátíðinni og langar til að halda áfram með það og búa til jafnvel te fyrir barnshafandi konur og börn sem þjást af magakrampa. Vökvinn gæti hjálpað þeim að róa meltuna þarna fyrstu mánuðina svo þau og foreldrarnir geti sofið. Já, og timburmannate,“ segir Sverrir og brosir. „Það væri gaman að skoða hvaða jurtir það eru sem keyra upp orkuna í líkamanum. Ég hef nefnt þetta við nokkra vini mína og ég er nú þegar kominn með langan pöntunarlista, og ég held að það sé nú ekki vegna þess að þeir séu drykkfelldir heldur einfaldlega forvitnir.“ Húmanisminn á undir högg að sækjaÞeir sem þekkja Sverri hafa ekki farið varhluta af heilsuáhuga hans. Um tvítugt fór hann að velta eigin mataræði fyrir sér og þaðan lá leiðin inn í þykkni andlegra mála og hann fór að hugleiða og hefur gert það eftir Zen-fræðunum í mörg ár. Zen-hugleiðslan snýst meðal annars um það að sleppa taki af hugsuninni og láta ekki neikvæðar hugrenningar ná tökum á tilverunni. Mataræði hans samanstendur mestmegnis af grænmeti og korni en hann fær sér þó einstaka sinnum fisk, ekki matreiddan á hvaða hátt sem er, því þar skiptir miklu máli að bragð sé að en fyrir Sverri er sá þáttur mjög mikilvægur. „Í dag er það stór partur af mínu lífi að velta heilsunni fyrir mér. Mér finnst það hreinlega tengjast þeirri umræðu um hvernig við umgöngust náttúruna, hvort við höfum áhuga á framtíðinni, börnunum okkar og að geta fylgt þeim þannig eftir að við getum styrkt þau í að takast á við erfiða hluti og ákvarðanir,“ segir Sverrir og bætir við að það sé honum mjög mikilvægt að gefa eigin börnum tíma. Hlutverki uppalandans sé síður en svo lokið þótt börnin séu farin að heiman. „Það er talað um að við séum svo hamingjusöm, öllum gangi allt í haginn og allt er á mikilli hraðferð, sérstaklega í peningaheiminum. Mér finnst eins og oft sé mannúðinni og mennskunni ýtt til hliðar og þeir þættir gleymist. Maður sér þetta í litlum áherslum sem eru mjög stórar í sjálfu sér.“ Sverrir nefnir sem dæmi áhuga ráðamanna á virkjunum og framkvæmdir við Álafossreitinn í Varmárdalnum. „Sá reitur er eins konar perla í steypuumhverfi og ég fer oft með erlenda gesti mína þangað upp eftir að skoða. Mér finnst stundum eins og við lifum í stórum útblásnum samtíma, með enga framtíð og enga fortíð. Það sem er að gerast akkúrat núna skiptir meira máli en það sem gerst hefur í veröldinni frá upphafi vega og meira máli en það sem á eftir að eiga sér stað. Ég á samt alveg von á því að fleiri og fleiri sjái í gegnum þetta og nenni ekki að taka þátt í þessu kapphlaupi um einhverja gulrót sem þeir ná aldrei í.“ Tímamótasamstarf sænska og íslenska ríkisútvarpsinsSverrir er agaður og skipulagður í vinnubrögðum og þarf klárlega á því að halda enda eru verkefnin næg í listinni, svo mörg að mörgum myndu eflaust fallast hendur og gera ekki neitt. Það er ekki hans stíll. Engu að síður þarf næstum því að flokka verkefnin sem hann er í inn í spjaldskrá til að ná utan um þau öll. Þar fer fremst í flokki verkefni sem kallast Völuspá-Raddir og er meðal annars merkilegt fyrir þær sakir að það verður flutt á sama degi í útvarpsleikhúsum sænska og íslenska ríkisútvarpsins og er þetta fyrsta dæmið um samstarfsverkefni að þessu tagi milli stofnananna. Sænska tónskáldið Sten Sandell, en hann samdi meðal annars tónlistina í Beðið eftir Godot, vinnur verkefnið í samstarfi við Sverri en þar er unnið með sérstakan hljóðheim, meðal annars í gegnum raftónlist. „Mér finnst verkefnið magnað í tengslum við það sem er að gerast í heiminum í dag og þessa tilfinningu sem maður hefur fyrir ragnarökum. Hættuástandið í heiminum er orðið þannig að vísindamenn hafa nýlega fært dómsdagsklukkuna einni mínútu nær heimsendi. Ég klippti þá frétt út því mér fannst það akkúrat vera þetta verkefni.“ Völvurnar sænsku og íslensku eru ekki af lakara taginu. Kristbjörg Kjeld les textann á íslensku og í Svíþjóð er það sænska leikkonan Stina Ekblad, sem Íslendingar þekkja úr Krónikunni, sem er völvan þar. „Ég sá hana í mynd Ingmars Bergmans, Fanny og Alexander, sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hef verið hrifinn af henni í gegnum árin. Hún fékk leikhúsverðlaun ársins 2006 í Svíþjóð og það var algjör bónus að fá hana með okkur í verkefnið.“ Verkið verður flutt 2. mars í Hlaupanótunni og í nóvember verður það svo sviðsett í Berlín. Notar barnasöng sinn í næsta verkefniSverrir er í forsvari fyrir sönghópinn Voces Thules og fékk hópurinn tónlistarverðlaunin í klassísku deildinni fyrir um mánuði síðan fyrir Þorlákstíðir. Það verkefni hefur tekið um tólf ár og er söngur upp úr einu elsta tónlistarhandriti sem varðveist hefur frá miðöldum. „Við erum komnir með næsta verkefni sem líka tengist miðöldum og það verkefni er baráttuglatt því það tengist Sturlungu og draumum og fyrirboðum fyrir Örlygsstaðabardaga. Annað verkefni er einyrkjaverkefni mitt sem ég vinn í samvinnu við íslensk tónskáld en það ramma ég inn með barnasöng mínum og valdi ég þar eina vögguvísu sem ég söng inn á hljómplötu sem krakki. Það verkefni er eins konar ferðalag tónlistarinnar á mörkum ljóss og myrkur,“ segir Sverrir en margir muna einmitt eftir Sverri sem mikilli barnastjörnu en hann vakti snemma athygli fyrir skæra og bjarta rödd. Söng hann inn á nokkrar hljómplötur og kom fram á útihátíðum og alls kyns skemmtunum. „Það verkefni er langt komið og svo er annað í eldinum sem ég kalla Naddakross en það er unnið í samvinnu við Huga Guðmundsson tónskáld og Voces Thules koma einnig inn í það verkefni sem og Hörður Áskelsson og Matthías Hemstock. Það verkefni er mjög ólíkt því sem ég hef áður gert en þar má segja að tónlist miðalda og samtímans mætist. Í franskri vegamyndVið vöðum áfram í verkefnunum, bakkafullur lækur þar og hreinlega ekki hægt að vaða hann nema á hundavaði. Brotinn spegill er frönsk vegamynd sem unnin er út frá heimildarmyndaaðferðinni og á hún sér stað á leiðinni frá Sarajevó til Jerúsalem þar sem keyrt er í gegnum hin stríðshrjáðu lönd. „Sá kvikmyndagerðarmaður heyrði mig syngja Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal á æfingu með Diddú, og bað mig um að syngja verk í myndinni eftir líbanskt tónskáld. Myndin verður sýnd hér á landi 2. apríl í tengslum við Franskt vor, á kvikmyndhátíðinni.“ Einnig er hann þátttakandi í dansverkefni Láru Stefánsdóttur, Von, en hann hefur verið með annan fótinn í dansheiminum frá unga aldri. „Já, ég er í mörgu og hef reynt að finna mér mína leið. Ég hef einnig verið í því að stjórna upptökum á hljómplötum fyrir fólk í þessum klassíska geira og það hefur hentað mér vel að vera að vinna í mörgu í einu. Ef það er eitthvert verkefni sem liggur á fær það forgang á þeim tíma sem slíkt þarf.“ Fastaði til að ná sér eftir bílslysMeðfram listaverkefnum sínum er Sverrir kennari í Alexanders-tækni og hefur unnið mikið með leikurum og söngvurum en tæknin kom honum einnig að góðum notum þegar hann lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum. „Ég fékk mikinn hnykk og líkaminn var allur í ólagi eftir slysið. Alexanderstæknin hjálpaði mér að beita líkamanum rétt þannig að ég gat losað um spennu sem var kannski að byrja að myndast. Það dugði þó ekki til því líkaminn hafði fengið það mikið sjokk.“ Sverrir ákvað að beita öðru úrræði en hann tók langa föstu, eða heilar fjórar vikur. „Ég hef oft fastað en þá í mun styttri tíma, kannski bara í um fjóra daga. Fyrsti dagurinn er erfiður, annar auðveldari, sá þriðji aftur harður en á fjórða degi er eins og þú svífir. Árangur föstunnar er sá að hugurinn skýrist og líkaminn finnur sinn takt, hreinsast af öllum aukaefnum sem þvælast fyrir í líkamanum. En það er mikil-vægt að fara hægt út úr þessu og vera í nánu sambandi við fagmann eða lækni sem hefur skilning á svona föstum. Þetta getur tekið á líkamann.“ Sverrir er óhræddur við að vera hann sjálfur og með sitt fallega síða hár, sérstaka klæðnað og undurfagra zen-festi um hálsinn, sem hann segir vera verndargrip, vekur hann gjarnan eftirtekt fyrir öðruvísi klæðnað og yfirbragð. Upplifir hann sig aldrei á skjön við annað fólk? „Nei, ég hugsa þetta aldrei þannig. Ég verð stundum var við augngotur frá fólki en ég hef vanist því frá því ég var krakki að þurfa ekki að falla inn í fjöldann. Fyrir mér er nauðsynlegt að geta stigið fram og verið sá sem ég er. Ég hef mjög gaman af skóm og get hreinlega gengið í gegnum búðargluggana þegar ég sé fallegt par. Margir reyna kannski að misskilja mig og líta á þetta sem einhverja sérvisku eða að maður sé að reyna að láta bera á sér en það hefur ekkert með það að gera. Ég er ekkert ægilega sérvitur.“ Og þá alls ekki bara á jaðrinum? „Nei, síður en svo, samtíminn er mér mjög mikilvægur og ég á fullt af áhugamálum fyrir utan tónlistina. Horfi mikið á íþróttir, hef brennnadi áhuga á kvikmyndum og svo er fjölskyldan mér allt. Tíminn er hreinlega heilagur þegar ég fæ að hafa barnabarnið hjá mér.“ Food and Fun Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hús Sverris og Elínar Eddu í Grjótagötunni er enginn nýgræðingur í móttökudeildinni og vant miklum gestagangi frá fyrri tíð. Bæði var þar rekið súpueldhús og svo var húsið fræg kommúna á hippaárunum. Húsið er ekki allt sem það er séð og blaðamaður verður sannarlega var við það í miðju viðtali þegar hlutir í stofunni fara á fleygiferð. Sverrir segist öllu vanur hvað húsið varðar og er löngu hættur að leita að hlutum þegar þeir taka upp á því að hverfa. Þeir birtist einhvers staðar aftur. Kjarni málsins er sá að Sverrir er heldur ekki allur þar sem hann er séður og kemur sífellt á óvart. Þennan daginn framreiðir hann heitt te en hann á í nokkuð sérstöku sambandi við tejurtir. Teið er hans eigin framleiðsla, kallast einfaldlega Alkemist -Sverrir og fæst meðal annars í Te og kaffi. Sverrir segir þó að í augnablikinu sé það uppselt því hann hefur haft í svo mörgu öðru að snúast. Sverrir segist hafa verið mikill teáhugamaður um margra ára skeið, útbúið sínar eigin blöndur í þó nokkur ár en framleiðslan hófst þegar hann komst í kynni við kokkinn Rene Redzepi sem vann fyrstu Food and fun verðlaunin hér á landi. „Ég hafði ekki hugsað um markaðinn í þessu samhengi heldur fannst mér bara gaman að blanda saman tejurtum. Rene hefur notað teið á mjög hugmyndaríkan hátt í matargerð og meðal annars látið fisk liggja í jurtunum. Ég þróaði því þrjár blöndur í framhaldi af Food og fun hátíðinni og langar til að halda áfram með það og búa til jafnvel te fyrir barnshafandi konur og börn sem þjást af magakrampa. Vökvinn gæti hjálpað þeim að róa meltuna þarna fyrstu mánuðina svo þau og foreldrarnir geti sofið. Já, og timburmannate,“ segir Sverrir og brosir. „Það væri gaman að skoða hvaða jurtir það eru sem keyra upp orkuna í líkamanum. Ég hef nefnt þetta við nokkra vini mína og ég er nú þegar kominn með langan pöntunarlista, og ég held að það sé nú ekki vegna þess að þeir séu drykkfelldir heldur einfaldlega forvitnir.“ Húmanisminn á undir högg að sækjaÞeir sem þekkja Sverri hafa ekki farið varhluta af heilsuáhuga hans. Um tvítugt fór hann að velta eigin mataræði fyrir sér og þaðan lá leiðin inn í þykkni andlegra mála og hann fór að hugleiða og hefur gert það eftir Zen-fræðunum í mörg ár. Zen-hugleiðslan snýst meðal annars um það að sleppa taki af hugsuninni og láta ekki neikvæðar hugrenningar ná tökum á tilverunni. Mataræði hans samanstendur mestmegnis af grænmeti og korni en hann fær sér þó einstaka sinnum fisk, ekki matreiddan á hvaða hátt sem er, því þar skiptir miklu máli að bragð sé að en fyrir Sverri er sá þáttur mjög mikilvægur. „Í dag er það stór partur af mínu lífi að velta heilsunni fyrir mér. Mér finnst það hreinlega tengjast þeirri umræðu um hvernig við umgöngust náttúruna, hvort við höfum áhuga á framtíðinni, börnunum okkar og að geta fylgt þeim þannig eftir að við getum styrkt þau í að takast á við erfiða hluti og ákvarðanir,“ segir Sverrir og bætir við að það sé honum mjög mikilvægt að gefa eigin börnum tíma. Hlutverki uppalandans sé síður en svo lokið þótt börnin séu farin að heiman. „Það er talað um að við séum svo hamingjusöm, öllum gangi allt í haginn og allt er á mikilli hraðferð, sérstaklega í peningaheiminum. Mér finnst eins og oft sé mannúðinni og mennskunni ýtt til hliðar og þeir þættir gleymist. Maður sér þetta í litlum áherslum sem eru mjög stórar í sjálfu sér.“ Sverrir nefnir sem dæmi áhuga ráðamanna á virkjunum og framkvæmdir við Álafossreitinn í Varmárdalnum. „Sá reitur er eins konar perla í steypuumhverfi og ég fer oft með erlenda gesti mína þangað upp eftir að skoða. Mér finnst stundum eins og við lifum í stórum útblásnum samtíma, með enga framtíð og enga fortíð. Það sem er að gerast akkúrat núna skiptir meira máli en það sem gerst hefur í veröldinni frá upphafi vega og meira máli en það sem á eftir að eiga sér stað. Ég á samt alveg von á því að fleiri og fleiri sjái í gegnum þetta og nenni ekki að taka þátt í þessu kapphlaupi um einhverja gulrót sem þeir ná aldrei í.“ Tímamótasamstarf sænska og íslenska ríkisútvarpsinsSverrir er agaður og skipulagður í vinnubrögðum og þarf klárlega á því að halda enda eru verkefnin næg í listinni, svo mörg að mörgum myndu eflaust fallast hendur og gera ekki neitt. Það er ekki hans stíll. Engu að síður þarf næstum því að flokka verkefnin sem hann er í inn í spjaldskrá til að ná utan um þau öll. Þar fer fremst í flokki verkefni sem kallast Völuspá-Raddir og er meðal annars merkilegt fyrir þær sakir að það verður flutt á sama degi í útvarpsleikhúsum sænska og íslenska ríkisútvarpsins og er þetta fyrsta dæmið um samstarfsverkefni að þessu tagi milli stofnananna. Sænska tónskáldið Sten Sandell, en hann samdi meðal annars tónlistina í Beðið eftir Godot, vinnur verkefnið í samstarfi við Sverri en þar er unnið með sérstakan hljóðheim, meðal annars í gegnum raftónlist. „Mér finnst verkefnið magnað í tengslum við það sem er að gerast í heiminum í dag og þessa tilfinningu sem maður hefur fyrir ragnarökum. Hættuástandið í heiminum er orðið þannig að vísindamenn hafa nýlega fært dómsdagsklukkuna einni mínútu nær heimsendi. Ég klippti þá frétt út því mér fannst það akkúrat vera þetta verkefni.“ Völvurnar sænsku og íslensku eru ekki af lakara taginu. Kristbjörg Kjeld les textann á íslensku og í Svíþjóð er það sænska leikkonan Stina Ekblad, sem Íslendingar þekkja úr Krónikunni, sem er völvan þar. „Ég sá hana í mynd Ingmars Bergmans, Fanny og Alexander, sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hef verið hrifinn af henni í gegnum árin. Hún fékk leikhúsverðlaun ársins 2006 í Svíþjóð og það var algjör bónus að fá hana með okkur í verkefnið.“ Verkið verður flutt 2. mars í Hlaupanótunni og í nóvember verður það svo sviðsett í Berlín. Notar barnasöng sinn í næsta verkefniSverrir er í forsvari fyrir sönghópinn Voces Thules og fékk hópurinn tónlistarverðlaunin í klassísku deildinni fyrir um mánuði síðan fyrir Þorlákstíðir. Það verkefni hefur tekið um tólf ár og er söngur upp úr einu elsta tónlistarhandriti sem varðveist hefur frá miðöldum. „Við erum komnir með næsta verkefni sem líka tengist miðöldum og það verkefni er baráttuglatt því það tengist Sturlungu og draumum og fyrirboðum fyrir Örlygsstaðabardaga. Annað verkefni er einyrkjaverkefni mitt sem ég vinn í samvinnu við íslensk tónskáld en það ramma ég inn með barnasöng mínum og valdi ég þar eina vögguvísu sem ég söng inn á hljómplötu sem krakki. Það verkefni er eins konar ferðalag tónlistarinnar á mörkum ljóss og myrkur,“ segir Sverrir en margir muna einmitt eftir Sverri sem mikilli barnastjörnu en hann vakti snemma athygli fyrir skæra og bjarta rödd. Söng hann inn á nokkrar hljómplötur og kom fram á útihátíðum og alls kyns skemmtunum. „Það verkefni er langt komið og svo er annað í eldinum sem ég kalla Naddakross en það er unnið í samvinnu við Huga Guðmundsson tónskáld og Voces Thules koma einnig inn í það verkefni sem og Hörður Áskelsson og Matthías Hemstock. Það verkefni er mjög ólíkt því sem ég hef áður gert en þar má segja að tónlist miðalda og samtímans mætist. Í franskri vegamyndVið vöðum áfram í verkefnunum, bakkafullur lækur þar og hreinlega ekki hægt að vaða hann nema á hundavaði. Brotinn spegill er frönsk vegamynd sem unnin er út frá heimildarmyndaaðferðinni og á hún sér stað á leiðinni frá Sarajevó til Jerúsalem þar sem keyrt er í gegnum hin stríðshrjáðu lönd. „Sá kvikmyndagerðarmaður heyrði mig syngja Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal á æfingu með Diddú, og bað mig um að syngja verk í myndinni eftir líbanskt tónskáld. Myndin verður sýnd hér á landi 2. apríl í tengslum við Franskt vor, á kvikmyndhátíðinni.“ Einnig er hann þátttakandi í dansverkefni Láru Stefánsdóttur, Von, en hann hefur verið með annan fótinn í dansheiminum frá unga aldri. „Já, ég er í mörgu og hef reynt að finna mér mína leið. Ég hef einnig verið í því að stjórna upptökum á hljómplötum fyrir fólk í þessum klassíska geira og það hefur hentað mér vel að vera að vinna í mörgu í einu. Ef það er eitthvert verkefni sem liggur á fær það forgang á þeim tíma sem slíkt þarf.“ Fastaði til að ná sér eftir bílslysMeðfram listaverkefnum sínum er Sverrir kennari í Alexanders-tækni og hefur unnið mikið með leikurum og söngvurum en tæknin kom honum einnig að góðum notum þegar hann lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum. „Ég fékk mikinn hnykk og líkaminn var allur í ólagi eftir slysið. Alexanderstæknin hjálpaði mér að beita líkamanum rétt þannig að ég gat losað um spennu sem var kannski að byrja að myndast. Það dugði þó ekki til því líkaminn hafði fengið það mikið sjokk.“ Sverrir ákvað að beita öðru úrræði en hann tók langa föstu, eða heilar fjórar vikur. „Ég hef oft fastað en þá í mun styttri tíma, kannski bara í um fjóra daga. Fyrsti dagurinn er erfiður, annar auðveldari, sá þriðji aftur harður en á fjórða degi er eins og þú svífir. Árangur föstunnar er sá að hugurinn skýrist og líkaminn finnur sinn takt, hreinsast af öllum aukaefnum sem þvælast fyrir í líkamanum. En það er mikil-vægt að fara hægt út úr þessu og vera í nánu sambandi við fagmann eða lækni sem hefur skilning á svona föstum. Þetta getur tekið á líkamann.“ Sverrir er óhræddur við að vera hann sjálfur og með sitt fallega síða hár, sérstaka klæðnað og undurfagra zen-festi um hálsinn, sem hann segir vera verndargrip, vekur hann gjarnan eftirtekt fyrir öðruvísi klæðnað og yfirbragð. Upplifir hann sig aldrei á skjön við annað fólk? „Nei, ég hugsa þetta aldrei þannig. Ég verð stundum var við augngotur frá fólki en ég hef vanist því frá því ég var krakki að þurfa ekki að falla inn í fjöldann. Fyrir mér er nauðsynlegt að geta stigið fram og verið sá sem ég er. Ég hef mjög gaman af skóm og get hreinlega gengið í gegnum búðargluggana þegar ég sé fallegt par. Margir reyna kannski að misskilja mig og líta á þetta sem einhverja sérvisku eða að maður sé að reyna að láta bera á sér en það hefur ekkert með það að gera. Ég er ekkert ægilega sérvitur.“ Og þá alls ekki bara á jaðrinum? „Nei, síður en svo, samtíminn er mér mjög mikilvægur og ég á fullt af áhugamálum fyrir utan tónlistina. Horfi mikið á íþróttir, hef brennnadi áhuga á kvikmyndum og svo er fjölskyldan mér allt. Tíminn er hreinlega heilagur þegar ég fæ að hafa barnabarnið hjá mér.“
Food and Fun Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira