Forsala hafin en verðið ekki ákveðið 24. febrúar 2007 06:00 Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira