Strákur veiðir úlf úr skóginum 21. febrúar 2007 07:15 Bernd Ogrodnik með brúður sínar úr sýningunni Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Það er erfitt að komast hjá altekinni hrifningu í grennd við listamann eins og Bernd: allar brúður sínar smíðar hann af stórkostlegu listfengi, vélvæðir þær með þráðum og klemmum, klæðir og skreytir í sínum persónulega stíl. Og svo leiðir hann á sýnilegan og augljósan hátt fram söguna og nærgætnin, stillingin og tökin eru aðdáunarverð. Það er ef til vill það sem gerir það að verkum að krakkarnir fylgjast svo vel með, jafnvel í sögu sem þau þekkja vel til. Mátinn í sviðsetningunni er skammt frá þeirra eigin iðjum í leik með brúður og önnur verkfæri í leik dagsins: minn gerir þetta og þá gerir þinn … eins og þau segja gjarnan. Sýningar Bernds eru þannig á sinn hátt nánast eins og kennslustund fyrir leikfælin börn. Það er eitt af merkilegustu nýmælum í stjórnartíð Tinnu Gunnlaugsdóttur að koma brúðusýningum af stað á gamla litla sviðinu í Húsi Jóns Þorsteinssonar. Aðkoma er nú skreytt myndum úr barnasýningum Þjóðleikhússins frá fornu fari. Hér á að gera einhvers konar skjól fyrir leiksýningar ætlaðar yngstu börnunum og samferðamönnnum þeirra. Það er afar mikilvægt að ná ungum börnum inn í leikhúsið með foreldrum og frænkum. Það er gaman að fara með börnum í leikhús. Aðkoma Bernds að íslenskum brúðusýningum á sér sögulega vísun: það var Kurt Zier sem hóf á ný brúðuhefðina hér og kenndi Jóni E. Guðmundssyni. Þaðan lá leið leikbrúðanna í sjónvarp, á leikskóla og víðar. Brúðurgerð og brúðunotkun ætti að vera skylda í grunnskóla. Sýningin á Pétri og Úlfinum er fyrsta flokks og menn skulu hópast á hana sem til gleði. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Það er erfitt að komast hjá altekinni hrifningu í grennd við listamann eins og Bernd: allar brúður sínar smíðar hann af stórkostlegu listfengi, vélvæðir þær með þráðum og klemmum, klæðir og skreytir í sínum persónulega stíl. Og svo leiðir hann á sýnilegan og augljósan hátt fram söguna og nærgætnin, stillingin og tökin eru aðdáunarverð. Það er ef til vill það sem gerir það að verkum að krakkarnir fylgjast svo vel með, jafnvel í sögu sem þau þekkja vel til. Mátinn í sviðsetningunni er skammt frá þeirra eigin iðjum í leik með brúður og önnur verkfæri í leik dagsins: minn gerir þetta og þá gerir þinn … eins og þau segja gjarnan. Sýningar Bernds eru þannig á sinn hátt nánast eins og kennslustund fyrir leikfælin börn. Það er eitt af merkilegustu nýmælum í stjórnartíð Tinnu Gunnlaugsdóttur að koma brúðusýningum af stað á gamla litla sviðinu í Húsi Jóns Þorsteinssonar. Aðkoma er nú skreytt myndum úr barnasýningum Þjóðleikhússins frá fornu fari. Hér á að gera einhvers konar skjól fyrir leiksýningar ætlaðar yngstu börnunum og samferðamönnnum þeirra. Það er afar mikilvægt að ná ungum börnum inn í leikhúsið með foreldrum og frænkum. Það er gaman að fara með börnum í leikhús. Aðkoma Bernds að íslenskum brúðusýningum á sér sögulega vísun: það var Kurt Zier sem hóf á ný brúðuhefðina hér og kenndi Jóni E. Guðmundssyni. Þaðan lá leið leikbrúðanna í sjónvarp, á leikskóla og víðar. Brúðurgerð og brúðunotkun ætti að vera skylda í grunnskóla. Sýningin á Pétri og Úlfinum er fyrsta flokks og menn skulu hópast á hana sem til gleði. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira