Óumflýjanleg uppgjör á bar 21. febrúar 2007 06:15 Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sögusvið verksins er ónefndur bar sem er frægur fyrir að „koma fólki úr eða í pör" . Áhorfendur upplifa eina kvöldstund í lífi hjónanna sem eiga og reka staðinn en einnig kemur við sögu fjöldi gesta á öllum aldri. Hjónin virðast upp á kant hvort við annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin. Þegar kemur að lokun bresta allar stíflur með óumflýjanlegu uppgjöri hjónanna á skuggalegum harmleik fortíðarinnar. Öll hlutverkin fjórtán eru leikin af kamelljónunum Steini Ármanni Magnússyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur en þau eru með vinsælustu gamanleikurum þjóðarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þau leika saman á sviði en saman hafa þau tekið þátt í gamanþáttunum Stelpunum á Stöð 2. Leikritið Bar par sló fyrst í gegn hérlendis fyrir tæpum fimmtán árum hjá Leikfélagi Akureyrar. Stuttu síðar sýndu Guðmundur Ólafsson og Saga Jónsdóttir verkið í kjallara Borgarleikhússins og gekk það þar um langa hríð og var einnig ferðast með sýninguna um landið. Aðstandendur sýningarinnar nú, auk leikaranna tveggja, eru Vignir Jóhannsson leikmyndahönnuður og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Leikstjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson en framleiðendur eru Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason. Mikið er lagt upp úr því að skapa huggulega stemningu í gamla Sigtúni og munu gestir geta setið til borðs og sopið veigar sínar meðan á sýningunni stendur. Frumsýnt verður næstkomandi föstudag kl. 20.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira