Sýna hjá Gorkí 21. febrúar 2007 07:00 Fyrsta íslenska millistjórnendadramað. Leikritið Eilíf hamingja hefur fengið fínar viðtökur og ferðast brátt til Berlínar. Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Nýtt leikrit Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð. Verkið, Eilíf hamingja, í leikstjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Nýtt leikrit Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð. Verkið, Eilíf hamingja, í leikstjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira