Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer 16. febrúar 2007 08:45 Bobby Fischer. Mel Gibson hefur að sögn áhuga á að gera mynd um sögu hans. „Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Raul starfaði árum saman á Íslandi sem einkaþjálfari og er vel þekktur í þeim geira. Mikill vinskapur tókst með honum og skáksnillingnum Bobby Fischer. Raul starfar nú sem einkaþjálfari í Los Angeles, á hinni þekktu Gold Gym líkamsræktarstöð, og fer vegur hans þar mjög vaxandi. En hann hugsar stöðugt til Íslands, til sona sinna tveggja og segist sakna þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til vina sinna á Íslandi. „En á tveimur mánuðum hefur mér tekist það sem enginn annar einkaþjálfari hér hefur afrekað í sögu Gold Gym sem er að slá metið hvað varðar innkomu auk þess að vera valinn einkaþjálfari mánaðarins nú tvisvar í röð,“ segir Raul og skortir ekki metnaðinn þar á bæ. Hann segist þegar vera viðurkenndur sem meðal þeirra bestu á sínu sviði í LA en verður ekki ánægður fyrr en hann verður talinn sá besti. „Leið mín á toppinn er svipuð því og var á Íslandi. Ég byrjaði hjá Magnúsi Scheving á Aerobic Sport og endaði hjá Bjössa í World Class. Listi A-viðskipta vina minna vex og má nefna Shawn Hatosy sem leikur nú í Alpha Dogs á móti Justin Timberlake en ég er að skera hann niður fyrir hlutverk í mynd sem verið er að gera og heitir The Nobel Son. Ég er einnig að þjálfa Jeraldine Saunders sem skapaði sjónvarpsþættina Love Boat en hún er gift hinum heimsþekkta stjörnuspekingi Sydny Omar. Og þá má nefna konung rómantíkurinnar – tískumódelið Fabíó.“ Góður vinskapur hefur tekist með Rodriguez og Fabíó sem er að hugsa um að skella sér til Íslands með Raul þegar hann kemur í sumar til að heimsækja syni sína. „Hann er enginn Fischer en mjög skemmtilegur,“ segir Raul Rodriguez og nefnir að síðustu en ekki sístan af lista viðskiptavina sinna Clay Adkins sem bað Raul um að gera með sér raunveruleikasjónvarpsþátt um líkamsrækt. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Raul starfaði árum saman á Íslandi sem einkaþjálfari og er vel þekktur í þeim geira. Mikill vinskapur tókst með honum og skáksnillingnum Bobby Fischer. Raul starfar nú sem einkaþjálfari í Los Angeles, á hinni þekktu Gold Gym líkamsræktarstöð, og fer vegur hans þar mjög vaxandi. En hann hugsar stöðugt til Íslands, til sona sinna tveggja og segist sakna þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til vina sinna á Íslandi. „En á tveimur mánuðum hefur mér tekist það sem enginn annar einkaþjálfari hér hefur afrekað í sögu Gold Gym sem er að slá metið hvað varðar innkomu auk þess að vera valinn einkaþjálfari mánaðarins nú tvisvar í röð,“ segir Raul og skortir ekki metnaðinn þar á bæ. Hann segist þegar vera viðurkenndur sem meðal þeirra bestu á sínu sviði í LA en verður ekki ánægður fyrr en hann verður talinn sá besti. „Leið mín á toppinn er svipuð því og var á Íslandi. Ég byrjaði hjá Magnúsi Scheving á Aerobic Sport og endaði hjá Bjössa í World Class. Listi A-viðskipta vina minna vex og má nefna Shawn Hatosy sem leikur nú í Alpha Dogs á móti Justin Timberlake en ég er að skera hann niður fyrir hlutverk í mynd sem verið er að gera og heitir The Nobel Son. Ég er einnig að þjálfa Jeraldine Saunders sem skapaði sjónvarpsþættina Love Boat en hún er gift hinum heimsþekkta stjörnuspekingi Sydny Omar. Og þá má nefna konung rómantíkurinnar – tískumódelið Fabíó.“ Góður vinskapur hefur tekist með Rodriguez og Fabíó sem er að hugsa um að skella sér til Íslands með Raul þegar hann kemur í sumar til að heimsækja syni sína. „Hann er enginn Fischer en mjög skemmtilegur,“ segir Raul Rodriguez og nefnir að síðustu en ekki sístan af lista viðskiptavina sinna Clay Adkins sem bað Raul um að gera með sér raunveruleikasjónvarpsþátt um líkamsrækt.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira