Hattur og Fattsdóttir 15. febrúar 2007 09:45 Þóra Karitas er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar í uppsetningu á Lífinu, en hann gerði garðinn áður frægan með föður Þóru, Árna Blandon. MYND/Heiða Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð. Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. „Ég er nú ekki að leika Fatt,“ sagði Þóra hlæjandi og vildi ekki meina að hún fetaði beinlínis í fótspor föður síns. Hún þreytir frumraun sína á sviði í Svörtum ketti og aðstoðar Kjartan í uppsetningu á Lífinu, útskriftarverkefni nemenda á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Í svörtum ketti leikur Þóra meðal annars á móti Þráni Karlssyni, en hann lék einnig í fraumraun Árna Blandon í Þjóðleikhúsinu. „Það er svolítið skemmtilegt,“ sagði hún. „Svo er ég alveg rosalega heppin að fá að fylgjast með því hvernig Kjartan vinnur. Hann hefur átt stóran stað í hjarta mínu sem leikhúsmaður mjög lengi,“ sagði Þóra, sem segir Saumastofuna, sem er eftir Kjartan, hafa verið fyrstu leikhúsupplifunina sem hreyfði við henni. „Ég sá hana á Hellu þegar ég var lítil. Þar var stelpa sem söng tregafullan söng um litla son sinn sem dó. Ég fékk þetta alveg á heilann og var alltaf syngjandi þetta fullum hálsi úti á túni,“ sagði Þóra hlæjandi. Grandavegur 7 og Sjálfstætt fólk, í leikstjórn Kjartans, eru jafnframt á meðal uppáhaldssýninga Þóru. „Mér finnst alveg frábært að fá að vera fluga á vegg, Kjartan er einn af okkar merkustu leikhúsleikstjórum,“ sagði Þóra. Sjálf man hún þó lítið eftir Kjartani í hlutverki Hattar. „Ég kynntist honum náttúrlega ekki mikið á þeim tíma, ég var varla farin að tala. Ég man meira eftir hljómplötunni sem var gefin út, en þar var Gísli Rúnar í stað Kjartans. Það var eiginlega seinna sem ég fattaði að Kjartan var upphaflegi Hatturinn,“ sagði Þóra. Þóra er enn með annan fótinn í London, þar sem hún var í námi. „Ég hef samt alltaf séð fyrir mér að ég myndi vinna í íslensku leikhúsi. Þetta byrjaði líka sem svona sveitastelpudraumur þegar ég sá Saumastofuna á Hellu. Hjartað mitt er í því, ekki einhverjum frægðardraumum,“ sagði Þóra, sem getur því alveg hugsað sér að snúa aftur til Akureyrar í framtíðinni. „Þetta leikhús er mjög ofarlega á óskalistanum mínum. Það er mikill metnaður í því, gott verkefnaval og gott fólk. Þegar maður er nýkominn út úr leiklistarskóla er það bara draumur,“ sagði hún ánægð.
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein