Skrattakollur á mótorfáki 15. febrúar 2007 08:00 Mótorhjólatöffarinn Johnny þarf að gera upp gamla skuld við djöfulinn og eltist við drísla við sem hafa lent upp á kant við skrattann. Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Mörgum árum fyrr samdi Blaza við skrattann Mefístos til þess að bjarga lífi föður síns og kærustu og nú er komið að skuldadögum. Á daginn heldur Blaze sínu striki sem atvinnumótorhjólakappi en á nóttunni breytist hann í eldlogandi beinagrind sem þeysist um og eltist við drísla sem hafa lent upp á kant við Mefístos. Teiknimyndasögurnar sem myndin byggir á komu fyrst út á vegum Marvel-útgáfunnar á áttunda áratugnum og nutu mikilla vinsælda. Árið 1983 var útgáfunni hætt en þráðurinn tekinn upp á ný árið 1990 en þá með annarri aðalpersónu, sem reyndist vera bróðir Johnny Blaze. Eins og títt er með myndir sem byggja á teiknimyndasögum er myndin samsuða af mörgum brotum úr ólíkum sögum. Kvikmyndin hefur verið í bígerð allt frá árinu 2001. Nicholas Cage er mikill aðdáandi teiknimyndasagnanna sem og mótorhjólaunnandi og var fljótur að stökkva á aðalhlutverkið. Myndin var hins vegar sett í salt en eftir að Spiderman Sams Raimi sló í gegn kom annað hljóð í strokkinn hjá framleiðendunum, sem settu vélina aftur í gang. Upphaflega átti Stephen Norrington, sem gerði The Mummy, að leikstýra en illa gekk að samræma stundaskrár hans og aðalleikaranna. Norrington gekk að lokum úr skaftinu en í hans stað var fenginn Mark Steven Johnson. Johnson leikstýrði áður Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki, sem þótti slöpp en sínu skárri en Electra sem hann skrifaði handritið að. Er það þó mál manna að Ghost Rider taki þeim fyrrnefndu langt fram í gæðum, sé spennandi mynd sem tekur sig ekki of alvarlega og Nicholas Cage sagður í banastuði. Auk hans leika í myndinni Eva Mendez (Hitch), Wes Bentley (American Beauty) og gamla brýnið Peter Fonda, sem er öllum gírum mótorhjólanna kunnugur síðan hann lék í Easy Rider um árið. Ghost Rider er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíói Akureyri.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira