Rasismi - Hvað ber að gera? 11. febrúar 2007 00:01 MÓTSÖGN RASÍSKRA AFLA „Að vilja annars vegar njóta góðs af hagkerfinu sem stólar á erlent vinnuafl, en ala hins vegar á óskum um að útlendingarnir sjálfir hafi sig hæga eða hafi sig á brott, einmitt þess lags vítahringur sem rasismi nærist á.“ Í ljósi aukins fylgis frjálslynda flokksins veltir Haukur Már Helgason fyrir sér hvernig rasismi birtist á hliðarlínum orðræðunnar og hvað beri að gera. Ítalski rithöfundurinn Italo Calvino skrifaði sögu af tveimur föngum sem vilja, eins og títt er um fanga, komast út. Þeir þekkja ekki arkitektúr fangelsisins sem þeir dvelja í, vita aðeins að það er rammgert. Í klefanum taka þeir því að velta fyrir sér hvernig rammgerðasta hugsanlega fangelsi væri upp byggt. Þeir hugsa og teikna og skrafa og reyna að gera sér í hugarlund hið rammgerðasta hugsanlega fangelsi. Takist þeim að teikna uppdrátt að slíku fangelsi getur hugsast að þeir finni leið út úr teikningunni sinni – skyldu þeir einmitt vera staddir í því sama fangelsi eru þeir þá hólpnir. Ef fangelsið sem þeir eru geymdir í er ögn auðveldara viðureignar en það sem þeir hafa teiknað eru þeir líka hólpnir. Ef sannanlega engin fær leið finnst út úr hinu rammgerðasta fangelsi allra fangelsa vita þeir það þó og geta hætt að reyna. Calvino sagði verkefni bókmennta á okkar dögum vera af þessum toga (en okkar dagar eru þá einmitt sjöundi áratugur 20. aldar): að gera okkur skýra grein fyrir öllum viðjunum sem halda okkur – hvort sem þá verður nokkur leið út eða ekki er þetta heiðarlegt viðbragð við angist. Skáldin eru mörg og standa sig misjafnlega. Á örskömmum tíma virðist hafa losnað úr læðingi uppsöfnuð ólga, hvöt, þörf fyrir að gefa glænýjum heimi og glænýju Íslandi merkingu – hún finnur sér farveg í bók Andra Snæs, Draumalandinu, viðtökum við henni og blysgöngum gegn hálendisvirkjunum, í virku bloggsamfélagi – en líka í væntanlegum nýjum framboðum til Alþingis, ekki síst í óvæntri fylgisaukningu Frjálslynda flokksins. Í kjölfar aðalfundar Frjálslynda flokksins má ætla að þaðan muni heyrast hátt í röddum sem segja fangelsisveggina byggða úr útlendingum. Þetta er nýr málstaður á Íslandi, í nýjum veruleika. Ekki svo að rasismi sé að skjóta hér rótum í fyrsta sinn – frægt er hvernig yfirvöld kröfðust þess allt fram á 8. áratug 20. aldar að Bandaríkin sendu enga þeldökka hermenn með varnarliði sínu, og vísuðu til sérstöðu Íslands málstaðnum til varnar. En slíkar aðgerðir voru, ef svo má segja, „fyrirbyggjandi“ – og orðræða um útlendinga hefur aldrei skipað stóran sess í íslenskri pólitík því þeir hafa eiginlega ekki verið hér. Nú þegar Ísland hefur á stuttum tíma stigið risavaxin skref inn í alþjóðahagkerfið og iðnvæðing er hafin á landinu, mætum við (ef okkur má kalla, og svo framvegis) nýjum veruleika: öðru fólki.Gerviatburðir og aðdróttanirPOPPSTJARNA HEIMSPEKINNAR Hinn slóvenski Slavoj Zizek er einn ötulasti samfélagsrýnir okkar daga.Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Zizek, einn ötulasti samfélagsrýnir okkar daga, hefur meðal annars ætlað sér að endurvekja sannleikshugtakið á nýjum forsendum. Hann talar ekki um sannleikann sem safn staðreynda, heldur atburð. Sannleiksatburðurinn er í stuttu máli þegar veröldin öll birtist skyndilega í nýju ljósi, þegar hnitakerfi skilnings manns færist allt til. Þetta getur gerst í einkalífi, til dæmis þegar manneskja verður ástfangin eða verður fyrir trúarupplifun. Sannleiksatburður getur líka átt sér stað í samfélagi, við gjörbreytingu eða byltingu. Vandinn við svona uppgötvanir, sannleiksatburði, er að þeim má apa eftir, með stílískum tilfæringum og framleiða gerviatburð, sjónhverfingar sem skilja áhorfandann eftir bergnuminn. Einfaldasta tólið til framleiðslu slíkra gerviatburða er skeyting – að sýna eða nefna tvö fyrirbæri í sömu mund og skapa þannig vensl á milli þeirra, án þess að þurfa nokkurn tíma að nefna hvers lags vensl það eru, því myndmál býður hvorki upp á samtengingar né forsetningar. Þetta er sú tækni sem fyrirtæki beita látlaust í ímyndasköpun sinni – og stjórnmálaöfl fyrir kosningar. Og nú eru kosningar í nánd. Í opnunarræðu landsþings Frálslynda flokksins nefndi formaður hans innflytjendur og berkla á sama stað, án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli. Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannlegum eiginleikum andstæðings. Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl, sem geta jafnvel haft yfirbragð uppgötvunar á meðan á sýningunni stendur. Sé bragðinu beitt ítrekað í sama augamiði síast hin óræðu tengsl inn í almenna umræðu. Þau standast hins vegar ekki að horft sé augliti til auglitis við þau. Spyrji maður blátt áfram: „Meinarðu að forðast beri að snerta á útlendingum í millitíðinni, vegna smithættu?“ mun Guðjón ekki einfaldlega svara já. Ef til vill má segja að raunverulegur atburður felist í að afhjúpa goðsagnir, en gerviatburður í að framleiða þær. Orðabækur í strætóÍ fréttamola Blaðsins undir lok janúar var sagt frá því hversu strætósamgöngur hefðu eflst á Akureyri eftir að fargjöld voru þar lögð niður. Farþegar ku ánægðir, og geta í þokkabót, sagði í fréttinni, talað við bílstjórana orðabókalaust þar sem þeir eru allir íslenskir. Það sem er sagt hreint út er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem er ýjað að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls, sem eru erfiðar viðureignar – og geta orðið fjarska lífseigar. Kvenfyrirlitning kemur ekki lengur fram í því að nokkur maður segi blátt áfram að konur séu lélegur pappír – hún birtist í öllu nema beinum staðhæfingum. Eins munu fáir gangast við því, berum orðum, að hata eða fyrirlíta innflytjendur, gesti til landsins eða tiltekna hópa þeirra – en vænta má að látlaust verði ýjað að slíku óþoli milli línanna, næstu mánuði. Annað, sem getur reynst enn snúnara að veita athygli, er það sem ekki er sagt. Fréttablaðið birti í febrúarbyrjun forsíðufrétt undir fyrirsögninni „Erlendum mökum fjölgar“. Gaf fréttin til kynna að tilraunir útlendinga til að giftast á fölskum forsendum og fá þannig dvalarleyfi í landinu væru áhyggjuefni. Fyrir utan þá dásemd að á landinu er rekin stofnun sem tekur manneskjur í yfirheyrslu til að rannsaka hvort þær séu raunverulega ástfangnar, er sérdeilis athygli vert að fréttin var sögð án þess að minnst væri á annað samhengi þessarar aukningar, svo sem tíðari ferðalög ungra Íslendinga erlendis, til dæmis skiptinámsdvalir á báða bóga, inn og út. Aukning á kynnum ungs fólks yfir landamæri er sjálfsagt töluvert meiri en aukning hjónabanda yfir landamæri – enn sem komið er. Að blaðamaður gaumgæfi ekki þetta augljósa samhengi gefur til kynna, ef ekki meðvitaðan ásetning, þá í öllu falli andann að baki umfjölluninni. Góðu fréttirnar: hugmyndafræði sem mótast og staðfestist einkum í hinu hálfsagða og ósagða þolir illa að vera tekin á orðinu, hún þolir illa dagsljósið – og þangað þarf því að draga hana. Rasismi og meðvirkniRasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn: „Það eru útlendingarnir!“ Fjölskyldur alkóhólista geta kannast við sambærilega orðræðu, þar sem drykkjusjúklingurinn, ófær um að takast á við annmarka sjálfs sín eða samfélagsins, beinir beiskju sinni látlaust að tilteknum þáttum í umhverfi sínu, helst hinum óhagganlegustu, og sakar þá – fjölskyldumeðlimi, vinnuveitendur, vini, foreldra – um að standa í vegi fyrir sér. Hann flytur bræði sína, sem liggur of djúpt til að ræða hana, yfir á nærstadda eða fjarstadda eftir því sem til fellur – skyldi einhver krefja hann svara getur hann breitt yfir vangetu sína til að ljúka máli, með drykkjulátum. Á sambærilegan máta er sú mótsögn rasískra afla að vilja annars vegar njóta góðs af hagkerfinu sem stólar á erlent vinnuafl, en ala hins vegar á óskum um að útlendingarnir sjálfir hafi sig hæga eða hafi sig á brott, einmitt þess lags vítahringur sem rasismi nærist á. Fyrrnefndur Slavoj Zizek hefur haldið því fram að okkar dagar einkennist af offramleiðslu óra. Órar, eins og hann notar orðið, má segja að séu falskir fangelsisuppdrættir, látlaust svikin loforð um lausn. Raunar virðist óhætt að tala um viðvarandi, stöðugan hagvöxt á sviðinu, í myndmáli auglýsinga og frétta ekki síður en orðræðu ráðamanna og nú á næstunni, einmitt hér, frambjóðenda. Fari Frjálslyndir fram til næstu kosninga, með þá orðræðu í farteskinu sem nú virðist verða raunin, verður rík þörf á tólum til að taka í sundur sögurnar sem þeir segja sjálfum sér og virðast ætla að segja öðrum – og tólum til að beina sjónum að þeim tabúum, þeim raunverulegu vandamálum, sem þessar sögur hylma yfir. Ranghugmyndir og órar um útlendinga sem vandamál eiga ekki að festa rætur í pólitískri orðræðu landsins. Fremst meðal jafningja í flokki þeirra tabúa sem ekki hefur verið rætt í umræðulandslaginu sem hér hefur mótast á síðustu tveimur áratugum er þá ef til vill stétt og stéttamunur. Vinstrihreyfing sem ekki mætir á því alþjóðlega fjármagnskerfi sem við erum nú öll þátttakendur í, augliti til auglitis, og talar ekki opinskátt um það, er sek um skiljanlega en mannskemmandi meðvirkni. Og veit það best sjálf. Við þurfum ekki nema að líta brosandi hvert framan í annað – stöðu innan hagkerfisins má nú meta á fjölda tannskemmda. MálamiðlanalaustÞeir sem segja að frjálslyndir (æ, og hvers vegna gat flokkurinn ekki heitið eitthvað annað …) eigi lof skilið fyrir að „opna þarfa umræðu, þó að ég sé ekki sammála öfgafyllstu skoðunum Jóns eða Magnúsar eða Guðjóns …“ hafa rangt fyrir sér. Ekki efnislega – þróun byggðar á Íslandi er einkar merkileg og það mun krefjast mikillar vinnu og athygli, annars vegar að skilja nýjan veruleika, hins vegar að tryggja aðfluttum fullan aðgang að samfélagi okkar. Þeir hafa rangt fyrir sér vegna þess að forsvarsmenn Frjálslynda flokksins og grófyrtari fylgismenn þeirra virðast ætla að gera flokk sinn að sam-félagi um óþol í garð annarra. Með orðum sínum opna Jón Magnússon og Magnús Þór ekki „þarfa umræðu“, heldur beina hvöt, og jafnvel góðum vilja, í einkar varasaman farveg. Hvernig má hnika umræðunni annað – og breyta henni jafnvel í samræðu? Eitt skref sem liggur í augum uppi er að dagblöð og fréttastofur hafi innanborðs blaðamenn af erlendum uppruna, pólskumælandi til dæmis, sem myndi auðvelda langtaðkomnum þátttöku í þeirri samræðu sem vindur fram í fjölmiðlum – ekki bara um „málefni útlendinga“, heldur beinlínis allt. Það er dónaskapur að hunsa fólk og það er dónaskapur að tala um nærstadda í þriðju persónu. Hafi jafnaðarmenn og miðjumenn á síðustu árum verið eilítið óvissir um hvern málstað þeir hafa að verja og fyrir hverju þeir berjast, á þeim þó að vera dagljós hinn lægsti samnefnari siðaðs samfélags, samnefnari krata, borgaralegri afla, þeirra sem fara um undir merkjum frjálshyggju, róttækra vinstrimanna og almennt allra sem kunna mannasiði: að veita öllum tilraunum til mismununar fólks á grundvelli þjóðernis, kynþátta og trúar-bragða harða og málamiðlanalausa mótstöðu – ekki bara í verki, heldur og í orði kveðnu, því orðin eru sá farvegur sem löngunum samfélags er beint í, og þar með framtíð þess. Það ætti ekki að þurfa að minnast á þetta. En að verja þessa grunnforsendu siðaðs samfélags er brýnast þegar það verður hvað snúnast. Ef við erum stödd í einhvers konar fangelsi er greiðasta leiðin út úr því áreiðanlega ekki að reyna að traðka á þeim yfirgnæfandi meirihluta samfanga sem talar ekki íslensku. Haukur Már Helgason er heimspekingur og rithöfundur. n Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í ljósi aukins fylgis frjálslynda flokksins veltir Haukur Már Helgason fyrir sér hvernig rasismi birtist á hliðarlínum orðræðunnar og hvað beri að gera. Ítalski rithöfundurinn Italo Calvino skrifaði sögu af tveimur föngum sem vilja, eins og títt er um fanga, komast út. Þeir þekkja ekki arkitektúr fangelsisins sem þeir dvelja í, vita aðeins að það er rammgert. Í klefanum taka þeir því að velta fyrir sér hvernig rammgerðasta hugsanlega fangelsi væri upp byggt. Þeir hugsa og teikna og skrafa og reyna að gera sér í hugarlund hið rammgerðasta hugsanlega fangelsi. Takist þeim að teikna uppdrátt að slíku fangelsi getur hugsast að þeir finni leið út úr teikningunni sinni – skyldu þeir einmitt vera staddir í því sama fangelsi eru þeir þá hólpnir. Ef fangelsið sem þeir eru geymdir í er ögn auðveldara viðureignar en það sem þeir hafa teiknað eru þeir líka hólpnir. Ef sannanlega engin fær leið finnst út úr hinu rammgerðasta fangelsi allra fangelsa vita þeir það þó og geta hætt að reyna. Calvino sagði verkefni bókmennta á okkar dögum vera af þessum toga (en okkar dagar eru þá einmitt sjöundi áratugur 20. aldar): að gera okkur skýra grein fyrir öllum viðjunum sem halda okkur – hvort sem þá verður nokkur leið út eða ekki er þetta heiðarlegt viðbragð við angist. Skáldin eru mörg og standa sig misjafnlega. Á örskömmum tíma virðist hafa losnað úr læðingi uppsöfnuð ólga, hvöt, þörf fyrir að gefa glænýjum heimi og glænýju Íslandi merkingu – hún finnur sér farveg í bók Andra Snæs, Draumalandinu, viðtökum við henni og blysgöngum gegn hálendisvirkjunum, í virku bloggsamfélagi – en líka í væntanlegum nýjum framboðum til Alþingis, ekki síst í óvæntri fylgisaukningu Frjálslynda flokksins. Í kjölfar aðalfundar Frjálslynda flokksins má ætla að þaðan muni heyrast hátt í röddum sem segja fangelsisveggina byggða úr útlendingum. Þetta er nýr málstaður á Íslandi, í nýjum veruleika. Ekki svo að rasismi sé að skjóta hér rótum í fyrsta sinn – frægt er hvernig yfirvöld kröfðust þess allt fram á 8. áratug 20. aldar að Bandaríkin sendu enga þeldökka hermenn með varnarliði sínu, og vísuðu til sérstöðu Íslands málstaðnum til varnar. En slíkar aðgerðir voru, ef svo má segja, „fyrirbyggjandi“ – og orðræða um útlendinga hefur aldrei skipað stóran sess í íslenskri pólitík því þeir hafa eiginlega ekki verið hér. Nú þegar Ísland hefur á stuttum tíma stigið risavaxin skref inn í alþjóðahagkerfið og iðnvæðing er hafin á landinu, mætum við (ef okkur má kalla, og svo framvegis) nýjum veruleika: öðru fólki.Gerviatburðir og aðdróttanirPOPPSTJARNA HEIMSPEKINNAR Hinn slóvenski Slavoj Zizek er einn ötulasti samfélagsrýnir okkar daga.Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Zizek, einn ötulasti samfélagsrýnir okkar daga, hefur meðal annars ætlað sér að endurvekja sannleikshugtakið á nýjum forsendum. Hann talar ekki um sannleikann sem safn staðreynda, heldur atburð. Sannleiksatburðurinn er í stuttu máli þegar veröldin öll birtist skyndilega í nýju ljósi, þegar hnitakerfi skilnings manns færist allt til. Þetta getur gerst í einkalífi, til dæmis þegar manneskja verður ástfangin eða verður fyrir trúarupplifun. Sannleiksatburður getur líka átt sér stað í samfélagi, við gjörbreytingu eða byltingu. Vandinn við svona uppgötvanir, sannleiksatburði, er að þeim má apa eftir, með stílískum tilfæringum og framleiða gerviatburð, sjónhverfingar sem skilja áhorfandann eftir bergnuminn. Einfaldasta tólið til framleiðslu slíkra gerviatburða er skeyting – að sýna eða nefna tvö fyrirbæri í sömu mund og skapa þannig vensl á milli þeirra, án þess að þurfa nokkurn tíma að nefna hvers lags vensl það eru, því myndmál býður hvorki upp á samtengingar né forsetningar. Þetta er sú tækni sem fyrirtæki beita látlaust í ímyndasköpun sinni – og stjórnmálaöfl fyrir kosningar. Og nú eru kosningar í nánd. Í opnunarræðu landsþings Frálslynda flokksins nefndi formaður hans innflytjendur og berkla á sama stað, án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli. Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannlegum eiginleikum andstæðings. Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl, sem geta jafnvel haft yfirbragð uppgötvunar á meðan á sýningunni stendur. Sé bragðinu beitt ítrekað í sama augamiði síast hin óræðu tengsl inn í almenna umræðu. Þau standast hins vegar ekki að horft sé augliti til auglitis við þau. Spyrji maður blátt áfram: „Meinarðu að forðast beri að snerta á útlendingum í millitíðinni, vegna smithættu?“ mun Guðjón ekki einfaldlega svara já. Ef til vill má segja að raunverulegur atburður felist í að afhjúpa goðsagnir, en gerviatburður í að framleiða þær. Orðabækur í strætóÍ fréttamola Blaðsins undir lok janúar var sagt frá því hversu strætósamgöngur hefðu eflst á Akureyri eftir að fargjöld voru þar lögð niður. Farþegar ku ánægðir, og geta í þokkabót, sagði í fréttinni, talað við bílstjórana orðabókalaust þar sem þeir eru allir íslenskir. Það sem er sagt hreint út er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem er ýjað að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls, sem eru erfiðar viðureignar – og geta orðið fjarska lífseigar. Kvenfyrirlitning kemur ekki lengur fram í því að nokkur maður segi blátt áfram að konur séu lélegur pappír – hún birtist í öllu nema beinum staðhæfingum. Eins munu fáir gangast við því, berum orðum, að hata eða fyrirlíta innflytjendur, gesti til landsins eða tiltekna hópa þeirra – en vænta má að látlaust verði ýjað að slíku óþoli milli línanna, næstu mánuði. Annað, sem getur reynst enn snúnara að veita athygli, er það sem ekki er sagt. Fréttablaðið birti í febrúarbyrjun forsíðufrétt undir fyrirsögninni „Erlendum mökum fjölgar“. Gaf fréttin til kynna að tilraunir útlendinga til að giftast á fölskum forsendum og fá þannig dvalarleyfi í landinu væru áhyggjuefni. Fyrir utan þá dásemd að á landinu er rekin stofnun sem tekur manneskjur í yfirheyrslu til að rannsaka hvort þær séu raunverulega ástfangnar, er sérdeilis athygli vert að fréttin var sögð án þess að minnst væri á annað samhengi þessarar aukningar, svo sem tíðari ferðalög ungra Íslendinga erlendis, til dæmis skiptinámsdvalir á báða bóga, inn og út. Aukning á kynnum ungs fólks yfir landamæri er sjálfsagt töluvert meiri en aukning hjónabanda yfir landamæri – enn sem komið er. Að blaðamaður gaumgæfi ekki þetta augljósa samhengi gefur til kynna, ef ekki meðvitaðan ásetning, þá í öllu falli andann að baki umfjölluninni. Góðu fréttirnar: hugmyndafræði sem mótast og staðfestist einkum í hinu hálfsagða og ósagða þolir illa að vera tekin á orðinu, hún þolir illa dagsljósið – og þangað þarf því að draga hana. Rasismi og meðvirkniRasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn: „Það eru útlendingarnir!“ Fjölskyldur alkóhólista geta kannast við sambærilega orðræðu, þar sem drykkjusjúklingurinn, ófær um að takast á við annmarka sjálfs sín eða samfélagsins, beinir beiskju sinni látlaust að tilteknum þáttum í umhverfi sínu, helst hinum óhagganlegustu, og sakar þá – fjölskyldumeðlimi, vinnuveitendur, vini, foreldra – um að standa í vegi fyrir sér. Hann flytur bræði sína, sem liggur of djúpt til að ræða hana, yfir á nærstadda eða fjarstadda eftir því sem til fellur – skyldi einhver krefja hann svara getur hann breitt yfir vangetu sína til að ljúka máli, með drykkjulátum. Á sambærilegan máta er sú mótsögn rasískra afla að vilja annars vegar njóta góðs af hagkerfinu sem stólar á erlent vinnuafl, en ala hins vegar á óskum um að útlendingarnir sjálfir hafi sig hæga eða hafi sig á brott, einmitt þess lags vítahringur sem rasismi nærist á. Fyrrnefndur Slavoj Zizek hefur haldið því fram að okkar dagar einkennist af offramleiðslu óra. Órar, eins og hann notar orðið, má segja að séu falskir fangelsisuppdrættir, látlaust svikin loforð um lausn. Raunar virðist óhætt að tala um viðvarandi, stöðugan hagvöxt á sviðinu, í myndmáli auglýsinga og frétta ekki síður en orðræðu ráðamanna og nú á næstunni, einmitt hér, frambjóðenda. Fari Frjálslyndir fram til næstu kosninga, með þá orðræðu í farteskinu sem nú virðist verða raunin, verður rík þörf á tólum til að taka í sundur sögurnar sem þeir segja sjálfum sér og virðast ætla að segja öðrum – og tólum til að beina sjónum að þeim tabúum, þeim raunverulegu vandamálum, sem þessar sögur hylma yfir. Ranghugmyndir og órar um útlendinga sem vandamál eiga ekki að festa rætur í pólitískri orðræðu landsins. Fremst meðal jafningja í flokki þeirra tabúa sem ekki hefur verið rætt í umræðulandslaginu sem hér hefur mótast á síðustu tveimur áratugum er þá ef til vill stétt og stéttamunur. Vinstrihreyfing sem ekki mætir á því alþjóðlega fjármagnskerfi sem við erum nú öll þátttakendur í, augliti til auglitis, og talar ekki opinskátt um það, er sek um skiljanlega en mannskemmandi meðvirkni. Og veit það best sjálf. Við þurfum ekki nema að líta brosandi hvert framan í annað – stöðu innan hagkerfisins má nú meta á fjölda tannskemmda. MálamiðlanalaustÞeir sem segja að frjálslyndir (æ, og hvers vegna gat flokkurinn ekki heitið eitthvað annað …) eigi lof skilið fyrir að „opna þarfa umræðu, þó að ég sé ekki sammála öfgafyllstu skoðunum Jóns eða Magnúsar eða Guðjóns …“ hafa rangt fyrir sér. Ekki efnislega – þróun byggðar á Íslandi er einkar merkileg og það mun krefjast mikillar vinnu og athygli, annars vegar að skilja nýjan veruleika, hins vegar að tryggja aðfluttum fullan aðgang að samfélagi okkar. Þeir hafa rangt fyrir sér vegna þess að forsvarsmenn Frjálslynda flokksins og grófyrtari fylgismenn þeirra virðast ætla að gera flokk sinn að sam-félagi um óþol í garð annarra. Með orðum sínum opna Jón Magnússon og Magnús Þór ekki „þarfa umræðu“, heldur beina hvöt, og jafnvel góðum vilja, í einkar varasaman farveg. Hvernig má hnika umræðunni annað – og breyta henni jafnvel í samræðu? Eitt skref sem liggur í augum uppi er að dagblöð og fréttastofur hafi innanborðs blaðamenn af erlendum uppruna, pólskumælandi til dæmis, sem myndi auðvelda langtaðkomnum þátttöku í þeirri samræðu sem vindur fram í fjölmiðlum – ekki bara um „málefni útlendinga“, heldur beinlínis allt. Það er dónaskapur að hunsa fólk og það er dónaskapur að tala um nærstadda í þriðju persónu. Hafi jafnaðarmenn og miðjumenn á síðustu árum verið eilítið óvissir um hvern málstað þeir hafa að verja og fyrir hverju þeir berjast, á þeim þó að vera dagljós hinn lægsti samnefnari siðaðs samfélags, samnefnari krata, borgaralegri afla, þeirra sem fara um undir merkjum frjálshyggju, róttækra vinstrimanna og almennt allra sem kunna mannasiði: að veita öllum tilraunum til mismununar fólks á grundvelli þjóðernis, kynþátta og trúar-bragða harða og málamiðlanalausa mótstöðu – ekki bara í verki, heldur og í orði kveðnu, því orðin eru sá farvegur sem löngunum samfélags er beint í, og þar með framtíð þess. Það ætti ekki að þurfa að minnast á þetta. En að verja þessa grunnforsendu siðaðs samfélags er brýnast þegar það verður hvað snúnast. Ef við erum stödd í einhvers konar fangelsi er greiðasta leiðin út úr því áreiðanlega ekki að reyna að traðka á þeim yfirgnæfandi meirihluta samfanga sem talar ekki íslensku. Haukur Már Helgason er heimspekingur og rithöfundur. n
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira