Sá fyrir stækkun álvers í 35 ára gamalli teiknimyndasögu 11. febrúar 2007 14:30 Jón Axel Egilsson reyndist forspár í teiknimyndasögu sem birtist í Speglinum árið 1971.fréttablaðið/rósa „Vegna frétta um stækkun ÍSÁL (lesið LÁSÍ aftur á bak) og það að færa þurfi veginn, mundi ég eftir teiknimyndasögu sem ég teiknaði í Spegilinn í 7. tölublað árið 1971 sem ég kallaði „Velkomin til LÁSÍ"," segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður. Svo virðist sem Jón Axel sé gæddur þeirri gáfu að geta sé fyrir framtíðina í teikningum sínum. Svipað og sjónvarpssjúklingar þekkja úr þáttunum „Heroes" á SkjáEinum. Í teiknimyndasögunni má sjá hvar Reykjanesbrautin hefur verið færð vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Liggur reyndar undir verksmiðjunni. Teiknimyndasagan var í anda hins umdeilda og fornfræga Spegils, háðsádeila, en á þeim tíma starfaði Jón Axel á skrifstofunni í álverinu og var kallaður á teppið. Og nærri rekinn. „Já, þeir voru voðalega viðkvæmir þarna suðurfrá þá. Ég var kallaður fyrir og spurður hvað þetta ætti eiginlega að þýða? En ég var þá búinn að festa mig í sessi á þeim þremur árum sem ég hafði starfað þarna og var í þannig starfi að ég bjó yfir ýmsum upplýsingum. Ég reyndar var búinn að skrifa undir saming þess efnis að ég kjaftaði ekki frá. Og þeir tóku af mér loforð að ég hætti þessu - vera ekki að gera grín að álverinu." Á þeim tíma var hinn sérstæði Ragnar Halldórsson, sem stundum var kallaður álskallinn, vegna þess að hann var á undan sínum samtíma með nauðarakað höfuðleðrið. Teiknarinn neitar því að hafa stuðst við upplýsingar sem hann bjó yfir þegar hann teiknaði söguna. úr teiknimyndasögunni Teiknarinn sá fyrir sér að álverið stækki og þá þarf að færa veginn. „Neinei, svo er ekki. Árið 1969 opnar álverið. Hvort það var þegar byrjað á skála númer tvö þá. Og við vorum að gantast með það að þeir héldu áfram og þá yrði vegurinn fyrir þeim. Og ég tók það inn í dæmið að annað hvort þyrfti að færa veginn eða setja hann undir skálann." Aðspurður hver afstaða Jóns Axels sé hvað varðar fyrirhugaða stækkun Alcan á álveri sínu í Straumsvík segist hann vonast til þess að ekki verði af henni. „Helst vildi ég sjá þessa verksmiðju hverfa eins og byggðin er orðin núna. Úrvals byggingaland fyrir Hafnarfjörðinn. Gæti frekar séð fyrir sér þarna smábátahöfn með skútum. Gríðarlega fallegt þarna í Straumi." Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Vegna frétta um stækkun ÍSÁL (lesið LÁSÍ aftur á bak) og það að færa þurfi veginn, mundi ég eftir teiknimyndasögu sem ég teiknaði í Spegilinn í 7. tölublað árið 1971 sem ég kallaði „Velkomin til LÁSÍ"," segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður. Svo virðist sem Jón Axel sé gæddur þeirri gáfu að geta sé fyrir framtíðina í teikningum sínum. Svipað og sjónvarpssjúklingar þekkja úr þáttunum „Heroes" á SkjáEinum. Í teiknimyndasögunni má sjá hvar Reykjanesbrautin hefur verið færð vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Liggur reyndar undir verksmiðjunni. Teiknimyndasagan var í anda hins umdeilda og fornfræga Spegils, háðsádeila, en á þeim tíma starfaði Jón Axel á skrifstofunni í álverinu og var kallaður á teppið. Og nærri rekinn. „Já, þeir voru voðalega viðkvæmir þarna suðurfrá þá. Ég var kallaður fyrir og spurður hvað þetta ætti eiginlega að þýða? En ég var þá búinn að festa mig í sessi á þeim þremur árum sem ég hafði starfað þarna og var í þannig starfi að ég bjó yfir ýmsum upplýsingum. Ég reyndar var búinn að skrifa undir saming þess efnis að ég kjaftaði ekki frá. Og þeir tóku af mér loforð að ég hætti þessu - vera ekki að gera grín að álverinu." Á þeim tíma var hinn sérstæði Ragnar Halldórsson, sem stundum var kallaður álskallinn, vegna þess að hann var á undan sínum samtíma með nauðarakað höfuðleðrið. Teiknarinn neitar því að hafa stuðst við upplýsingar sem hann bjó yfir þegar hann teiknaði söguna. úr teiknimyndasögunni Teiknarinn sá fyrir sér að álverið stækki og þá þarf að færa veginn. „Neinei, svo er ekki. Árið 1969 opnar álverið. Hvort það var þegar byrjað á skála númer tvö þá. Og við vorum að gantast með það að þeir héldu áfram og þá yrði vegurinn fyrir þeim. Og ég tók það inn í dæmið að annað hvort þyrfti að færa veginn eða setja hann undir skálann." Aðspurður hver afstaða Jóns Axels sé hvað varðar fyrirhugaða stækkun Alcan á álveri sínu í Straumsvík segist hann vonast til þess að ekki verði af henni. „Helst vildi ég sjá þessa verksmiðju hverfa eins og byggðin er orðin núna. Úrvals byggingaland fyrir Hafnarfjörðinn. Gæti frekar séð fyrir sér þarna smábátahöfn með skútum. Gríðarlega fallegt þarna í Straumi."
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira