Klassískur dulbúningur 11. febrúar 2007 16:30 Gunnar Karlsson leikstjóri, Sjón handritshöfundur og Julian Nott tónskáld. MYND/Anton Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. „Ég held að það eigi ekki að láta börn hlusta á of mikið af klassískri tónlist,“ segir enska tónskáldið Julian Nott. „Þeim á líklega eftir að leiðast hún. Ég held að það gefist betur að dulbúa hana, til dæmis með sögu eins og við gerðum í þessu tilfelli.“ Anna og skapsveiflurnar segir frá fyrirmyndarsnótinni Önnu, sem vaknar dag einn með allt á hornum sér. Foreldrar hennar geta ekki á sér heilum tekið og senda hana í rannsókn til doktors Artmanns sem kemst að verstu hugsanlegu niðurstöðu: Anna er orðinn unglingur. Upphaflega var Anna og skapsveiflurnar samið sem sviðsverk í þeim tilgangi að vekja áhuga unglinga á klassískri tónlist. Brodsky-kvartettinn flutti verkið en Sjón var í hlutverki sögumanns. Verkið var styrkt af breska Listaráðinu en Sjón segir að þar á bæ hafi menn verið efins um söguna til að byrja með. „Þeir höfðu áhyggjur af því að við værum að gera gys að unglingum,“ segir sjón. „Ég hef hins vegar unnið með unglingum og vissu að þeir kynnu að meta að vera sýndir sem hálfgerðar ófreskjur, þeir vilja vera dálítið ógnvekjandi. En í myndinni er það líka unglingurinn sem fer með sigur af hólmi.“ Brodsky-kvartettinn leiddi þá Nott og Sjón saman með þeim einföldu leiðbeinginum að semja fyrir sig „tímalaust meistarastykki í anda Péturs og úlfsins eftir Prokofjev“. Kvartettinn þekkti til verka Notts, sem hafði samið tónlist fyrir leirmyndirnar Wallace og Grommit og Chicken Run en Sjón kom í spilið fyrir tilstuðlan Bjarkar, sem kvartettinn var að vinna með á þeim tíma. Sjón segir að samstarfið hafi verið afskaplega lærdómsríkt fyrir sig og fengið hann til að hugsa um hvernig er hægt að drífa sögur áfram. „Við hittumst tvisvar eða þrisvar og réðum ráðum okkar, hvað við vildum gera og þar fram eftir götunum. Eftir að ég hafði samið sögunni gaf Julian mér mjög nákvæm fyrirmæli um að byrja allar setningar á hreyfingu, sem hann notaði til að keyra tónlistina áfram. Sviðsútgáfan var þannig að tónlistin og textinn unnu mjög náið saman, sem var krefjandi fyrir mig sem sögumann því ég hafði lítið sem ekkert olnbolgarými. Tímasetningin þurfti að vera nákvæm því um leið og orðinu sleppti skall nótan á.“ Sjón ferðaðist um England ásamt Brodsky-kvartettinum og verkið var líka flutt á Listahátíð í Reykjavík árið 2004. Sjón kveðst hins vegar hafa vitað að það hafi verið hægt að gera meira við verkið og fór því á leit við Gunnar Karlsson leikstjóra að gera mynd. „Ég hafði séð Litlu lirfuna ljótu og vissi að Gunnar og Caoz gætu gert eitthvað úr þessu, sem reyndist rétt.“ Nott segist hafa þurft að gera töluverðar breytingar á tónlistinni fyrir kvikmyndina. „Í fyrsta lagi þjónar tónlist öðrum tilgangi á sviði en í mynd. Á sviðinu er hún í aðalhlutverki, áköf og ofsafenginn. Sérstaklega þegar hún er spiluð fyrir börnum og maður þarf að beita öllum brögðum til að halda athygli þeirra. En sviðsútgáfan hefði verið alltof áköf fyrir myndina, því þar er á tónlistin að vera í bakgrunni.“ Tónlistin spilar engu að síður stóra rullu í myndinni, það er ekki nema ein sekúnda af 27 mínútum þar sem ekki er sleginn tónn. „Sem var líklega mesta áskorunin því sífelld tónlist verður auðveldlega hvimleið.“ Sjón segir að börn og unglingar kunni að meta klassíska tónlist betur en margan grunar. „Við áttum okkur kannski ekki á því en börn heyra klassíska tónlist í Kalla kanínu og fleira barnaefni. Kvikmyndatónlist byggir oftar en ekki á klassískri tónlist.“ Nott tekur undir það en segir hins vegar að það sé ekki til nein uppskrift til að vekja áhuga barna á klassík. „Foreldrar spyrja sífellt hvaða verk þau eigi að leika fyrir börnin sín til að gera þau áhugasöm. Sama hvað ég legg til virðist ég hafa rangt fyrir mér. Ég er farinn að hallast að því að besta leiðin sé að banna þeim að hlusta á klassíska tónlist, segja þeim að hún sé ógeðsleg. Það ætti að minnsta kosti að gera þau forvitin.“ Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. „Ég held að það eigi ekki að láta börn hlusta á of mikið af klassískri tónlist,“ segir enska tónskáldið Julian Nott. „Þeim á líklega eftir að leiðast hún. Ég held að það gefist betur að dulbúa hana, til dæmis með sögu eins og við gerðum í þessu tilfelli.“ Anna og skapsveiflurnar segir frá fyrirmyndarsnótinni Önnu, sem vaknar dag einn með allt á hornum sér. Foreldrar hennar geta ekki á sér heilum tekið og senda hana í rannsókn til doktors Artmanns sem kemst að verstu hugsanlegu niðurstöðu: Anna er orðinn unglingur. Upphaflega var Anna og skapsveiflurnar samið sem sviðsverk í þeim tilgangi að vekja áhuga unglinga á klassískri tónlist. Brodsky-kvartettinn flutti verkið en Sjón var í hlutverki sögumanns. Verkið var styrkt af breska Listaráðinu en Sjón segir að þar á bæ hafi menn verið efins um söguna til að byrja með. „Þeir höfðu áhyggjur af því að við værum að gera gys að unglingum,“ segir sjón. „Ég hef hins vegar unnið með unglingum og vissu að þeir kynnu að meta að vera sýndir sem hálfgerðar ófreskjur, þeir vilja vera dálítið ógnvekjandi. En í myndinni er það líka unglingurinn sem fer með sigur af hólmi.“ Brodsky-kvartettinn leiddi þá Nott og Sjón saman með þeim einföldu leiðbeinginum að semja fyrir sig „tímalaust meistarastykki í anda Péturs og úlfsins eftir Prokofjev“. Kvartettinn þekkti til verka Notts, sem hafði samið tónlist fyrir leirmyndirnar Wallace og Grommit og Chicken Run en Sjón kom í spilið fyrir tilstuðlan Bjarkar, sem kvartettinn var að vinna með á þeim tíma. Sjón segir að samstarfið hafi verið afskaplega lærdómsríkt fyrir sig og fengið hann til að hugsa um hvernig er hægt að drífa sögur áfram. „Við hittumst tvisvar eða þrisvar og réðum ráðum okkar, hvað við vildum gera og þar fram eftir götunum. Eftir að ég hafði samið sögunni gaf Julian mér mjög nákvæm fyrirmæli um að byrja allar setningar á hreyfingu, sem hann notaði til að keyra tónlistina áfram. Sviðsútgáfan var þannig að tónlistin og textinn unnu mjög náið saman, sem var krefjandi fyrir mig sem sögumann því ég hafði lítið sem ekkert olnbolgarými. Tímasetningin þurfti að vera nákvæm því um leið og orðinu sleppti skall nótan á.“ Sjón ferðaðist um England ásamt Brodsky-kvartettinum og verkið var líka flutt á Listahátíð í Reykjavík árið 2004. Sjón kveðst hins vegar hafa vitað að það hafi verið hægt að gera meira við verkið og fór því á leit við Gunnar Karlsson leikstjóra að gera mynd. „Ég hafði séð Litlu lirfuna ljótu og vissi að Gunnar og Caoz gætu gert eitthvað úr þessu, sem reyndist rétt.“ Nott segist hafa þurft að gera töluverðar breytingar á tónlistinni fyrir kvikmyndina. „Í fyrsta lagi þjónar tónlist öðrum tilgangi á sviði en í mynd. Á sviðinu er hún í aðalhlutverki, áköf og ofsafenginn. Sérstaklega þegar hún er spiluð fyrir börnum og maður þarf að beita öllum brögðum til að halda athygli þeirra. En sviðsútgáfan hefði verið alltof áköf fyrir myndina, því þar er á tónlistin að vera í bakgrunni.“ Tónlistin spilar engu að síður stóra rullu í myndinni, það er ekki nema ein sekúnda af 27 mínútum þar sem ekki er sleginn tónn. „Sem var líklega mesta áskorunin því sífelld tónlist verður auðveldlega hvimleið.“ Sjón segir að börn og unglingar kunni að meta klassíska tónlist betur en margan grunar. „Við áttum okkur kannski ekki á því en börn heyra klassíska tónlist í Kalla kanínu og fleira barnaefni. Kvikmyndatónlist byggir oftar en ekki á klassískri tónlist.“ Nott tekur undir það en segir hins vegar að það sé ekki til nein uppskrift til að vekja áhuga barna á klassík. „Foreldrar spyrja sífellt hvaða verk þau eigi að leika fyrir börnin sín til að gera þau áhugasöm. Sama hvað ég legg til virðist ég hafa rangt fyrir mér. Ég er farinn að hallast að því að besta leiðin sé að banna þeim að hlusta á klassíska tónlist, segja þeim að hún sé ógeðsleg. Það ætti að minnsta kosti að gera þau forvitin.“
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira