Blint auga Akademíunnar 25. janúar 2007 10:00 Sá besti sem aldrei fékk verðlaun. Alfred Hitchcock var einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður 20. aldarinnar. Akademían fékk sex tækifæri til að verðlauna hann en kaus jafn oft að sniðganga hann. Martin Scorsese var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildismat Akademíunnar. Óskarsverðlaunin eru og hafa alltaf verið umdeild en í gegnum tíðinna hefur þó aldrei verið meira deilt um nokkurn verðlaunaflokk en besta leikstjórann. Þeir sem finna Óskarnum flest til foráttu benda iðulega á leikstjóraverðlaunin sem skýrasta dæmið um að verðlaunin séu stór brandari sem hafi ekkert með gæði eða hæfileika að gera enda er það ill-skiljanlegt að þungaviktarmenn eins og Alfred Hitchcock, Charlie Chaplin, Orson Welles og Stanley Kubrick, hafi farið í gröfina án þess að hljóta verðlaun fyrir sín bestu verk. Þessir fjórir, svo einhverjir séu nefndir, hafa með myndum sínum haft ómæld áhrif á minni spámenn í bransanum og þegar vel er að gáð gefur listinn yfir þá leikstjóra sem ekki hafa hlotið Óskarsverðlaunin listanum yfir sigurvegarana lítið eftir.Hitchcock alltaf útundanKevin Costner hreppti Óskarsverðlaunin fyrir Dances with Wolves og hafði þar með betur en Martin Scorsese, sem þá var tilnefndur fyrir Goodfellas. Sagan hefur leitt í ljós að þar var smámenni tekið fram yfir meistara.Kapalsjónvarpsstöðin Turner Classic Movies gerði skoðanakönnun á meðal breskra áhorfenda sinna árið 2005 um hver væri besti leikstjórinn sem aldrei hefði hlotið Óskarinn. Þar leiddi Hitchcock listann en Scorsese kom í kjölfarið með Stanley Kubrick á hælunum.Hitchcock fékk sex tilnefningar á árabilinu 1941 til 1961, meðal annars fyrir ekki ómerkari myndir en Rebecca, Rear Window og Psycho. Þegar horft er til risa eins og Hitchcock og manns sem á að baki jafn magnaðar myndir og Kubrick hlýtur allt val Akademíunnar að gengisfalla en á þeim bænum er lenska að friða samviskuna með því að veita afskiptum meisturum heiðursverðlaun á gamals aldri.Þetta á til dæmis við um Hitchcock, Kubrick, Welles, Howard Hawks og Robert Altman. Scorsese er hins vegar ekki dauður enn og á því enn möguleika á langþráðum leikstjóraverðlaununum en er þessa stundina í sporum Hitchcocks með sex tilnefningar. Hvort The Departed skili honum betri árangri en Psycho gerði Hitchcock kemur í ljós í lok febrúar.Costner gegn ScorseseAkademían beindi blinda auganu að Scorsese með eftirminnilegum hætti árið 1991 þegar hún tók Kevin Costner og Dances with Wolves fram yfir Scorsese og Goodfellas. Þarna var Scorsese mættur með eina af sínum allra bestu myndum en mátti horfa á eftir styttunni til Costners og ofmetinnar myndar sem hefur ekki staðist tímans tönn. Costner var í kjölfarið hampað sem miklu efni og framtíð hans virtist björt. Það kom svo á daginn að hann er vonlaus leikstjóri sem hefur ekki skilað af sér almennilegri mynd frá því hann hampaði Óskarnum. Þeir sístu verða fyrstirTapið fyrir Dances with Wolves er eitt grófasta dæmið á seinni árum um vafasamt gildismat Akademíunnar þó að fáir hafi kippt sér upp við það á sínum tíma að Scorsese skyldi lúta í lægra haldi fyrir Costner. Þetta er þó hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem falsspámaður er tekinn fram yfir meistara í faginu og þessi saga mun halda áfram að endurtaka sig svo lengi sem Óskarsverðlaunin verða veitt. thorarinn@frettabladid.is Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Martin Scorsese var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildismat Akademíunnar. Óskarsverðlaunin eru og hafa alltaf verið umdeild en í gegnum tíðinna hefur þó aldrei verið meira deilt um nokkurn verðlaunaflokk en besta leikstjórann. Þeir sem finna Óskarnum flest til foráttu benda iðulega á leikstjóraverðlaunin sem skýrasta dæmið um að verðlaunin séu stór brandari sem hafi ekkert með gæði eða hæfileika að gera enda er það ill-skiljanlegt að þungaviktarmenn eins og Alfred Hitchcock, Charlie Chaplin, Orson Welles og Stanley Kubrick, hafi farið í gröfina án þess að hljóta verðlaun fyrir sín bestu verk. Þessir fjórir, svo einhverjir séu nefndir, hafa með myndum sínum haft ómæld áhrif á minni spámenn í bransanum og þegar vel er að gáð gefur listinn yfir þá leikstjóra sem ekki hafa hlotið Óskarsverðlaunin listanum yfir sigurvegarana lítið eftir.Hitchcock alltaf útundanKevin Costner hreppti Óskarsverðlaunin fyrir Dances with Wolves og hafði þar með betur en Martin Scorsese, sem þá var tilnefndur fyrir Goodfellas. Sagan hefur leitt í ljós að þar var smámenni tekið fram yfir meistara.Kapalsjónvarpsstöðin Turner Classic Movies gerði skoðanakönnun á meðal breskra áhorfenda sinna árið 2005 um hver væri besti leikstjórinn sem aldrei hefði hlotið Óskarinn. Þar leiddi Hitchcock listann en Scorsese kom í kjölfarið með Stanley Kubrick á hælunum.Hitchcock fékk sex tilnefningar á árabilinu 1941 til 1961, meðal annars fyrir ekki ómerkari myndir en Rebecca, Rear Window og Psycho. Þegar horft er til risa eins og Hitchcock og manns sem á að baki jafn magnaðar myndir og Kubrick hlýtur allt val Akademíunnar að gengisfalla en á þeim bænum er lenska að friða samviskuna með því að veita afskiptum meisturum heiðursverðlaun á gamals aldri.Þetta á til dæmis við um Hitchcock, Kubrick, Welles, Howard Hawks og Robert Altman. Scorsese er hins vegar ekki dauður enn og á því enn möguleika á langþráðum leikstjóraverðlaununum en er þessa stundina í sporum Hitchcocks með sex tilnefningar. Hvort The Departed skili honum betri árangri en Psycho gerði Hitchcock kemur í ljós í lok febrúar.Costner gegn ScorseseAkademían beindi blinda auganu að Scorsese með eftirminnilegum hætti árið 1991 þegar hún tók Kevin Costner og Dances with Wolves fram yfir Scorsese og Goodfellas. Þarna var Scorsese mættur með eina af sínum allra bestu myndum en mátti horfa á eftir styttunni til Costners og ofmetinnar myndar sem hefur ekki staðist tímans tönn. Costner var í kjölfarið hampað sem miklu efni og framtíð hans virtist björt. Það kom svo á daginn að hann er vonlaus leikstjóri sem hefur ekki skilað af sér almennilegri mynd frá því hann hampaði Óskarnum. Þeir sístu verða fyrstirTapið fyrir Dances with Wolves er eitt grófasta dæmið á seinni árum um vafasamt gildismat Akademíunnar þó að fáir hafi kippt sér upp við það á sínum tíma að Scorsese skyldi lúta í lægra haldi fyrir Costner. Þetta er þó hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem falsspámaður er tekinn fram yfir meistara í faginu og þessi saga mun halda áfram að endurtaka sig svo lengi sem Óskarsverðlaunin verða veitt. thorarinn@frettabladid.is
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira