Sannar og brenglaðar myndir af okkur 24. janúar 2007 04:15 Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk. Dansarinn Steve Lorenz gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 sem gestanemandi en nýtt verk eftir hann, Images, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Haustið 2003 var hann síðan fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Steve nam nútímadans við dansakademíuna í Rotterdam en hefur einnig lokið íþróttakennaranámi og stundað og keppt í karate. Viðfangsefni verksins eru þær myndir sem við sjáum af heiminum á degi hverjum, til dæmis gegnum fjölmiðla. Sannar og falsaðar myndir af því hvernig við lifum, hvernig heimurinn breytist. Steve spyr þannig hvort þróun mannskepnunnar miði sífellt að frekari þroska og gáfum eða hvort maðurinn sé í raun og veru svo klár. „Sagan sannar að mennirnir hafa aldrei getað búið friðsællega saman né heldur í friðsæld við náttúruna.“ Dansarar og meðhöfundar verksins eru Damian Michael Gmur, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir og Cameron Corbett. Verkið verður frumsýnt kl. 20 annað kvöld. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk. Dansarinn Steve Lorenz gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 sem gestanemandi en nýtt verk eftir hann, Images, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Haustið 2003 var hann síðan fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Steve nam nútímadans við dansakademíuna í Rotterdam en hefur einnig lokið íþróttakennaranámi og stundað og keppt í karate. Viðfangsefni verksins eru þær myndir sem við sjáum af heiminum á degi hverjum, til dæmis gegnum fjölmiðla. Sannar og falsaðar myndir af því hvernig við lifum, hvernig heimurinn breytist. Steve spyr þannig hvort þróun mannskepnunnar miði sífellt að frekari þroska og gáfum eða hvort maðurinn sé í raun og veru svo klár. „Sagan sannar að mennirnir hafa aldrei getað búið friðsællega saman né heldur í friðsæld við náttúruna.“ Dansarar og meðhöfundar verksins eru Damian Michael Gmur, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir og Cameron Corbett. Verkið verður frumsýnt kl. 20 annað kvöld.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira