Pabbaleikurinn í Iðnó 23. janúar 2007 08:00 Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur, á sviðinu í Iðnó í gær. Nýtt verk eftir hann, Pabbinn, verður frumsýnt þar á fimmtudagskvöld. Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn. Sýningin lenti á endanum inni á topp tíu listanum yfir fjölsóttustu sýningar á Íslandi, yfir 260 sýningar voru á verkinu og dró dilk á eftir sér: framleiðendur keyptu sér bar – Prikið – og síðan sjónvarpsstöð – Skjá einn. En það er önnur saga. Bjarni Haukur lagði svo fyrir sig sjónvarpsleik á Skjá einum, fór síðan til Noregs og lagðist í víking, framleiddi og samdi sjónvarpsþætti fyrir norskar og sænskar sjónvarpsstöðvar, leikstýrði leikritum og söngleikjum. Hann var um tíma aðili að framleiðslufyrirtækinu 3 sagas en dró sig út úr því, stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem stendur að leiksýningunni sem á fimmtudag verður frumsýnd í Iðnó. Bjarni segir Pabbann eiga sér rætur í þeim tíma þegar hann var langdvölum erlendis. Það eru nú þrjú ár síðan hann tók að vinna texta fyrir svið um föðurhlutverkið og hvernig það hefur breyst á síðustu árum. Hann segir þá Sigurð Sigurjónsson leikstjóra hafa legið yfir verkinu síðustu misseri: „Föðurhlutverkið hefur breyst svo mikið á síðustu tveimur áratugum. Verkið er raunar bara hugleiðing um það: það er ungt par að fara að búa saman, það er meðganga og fæðing, og það breytist allt.“ Leikritið Pabbinn verður heimsfrumsýnt í Iðnó á fimmtudag: það er einleikur eða „one-man-show“ þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi: „Pabbinn er drepfyndið og hjartnæmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu,“ segir í tilkynningu framleiðandans svo nærri má geta að hér er slegið á ýmsa strengi. Auk þeirra Sigurðar Sigurjónssonar leikstjóra og Bjarna koma að sýningunni Egill Eðvarðsson sem gerir leikmynd, Árni Baldvinsson sem lýsir og Þórir Úlfarsson sem gerir tónlist. Sýningar verða í Iðnó. Og hvernig þykir Bjarna að vera kominn þar á svið frammi fyrir 160 áhorfenda sal? „Það er náttúrlega bara „dream come true“ gamall draumur sem rætist. Hér var maður að sniglast sem krakki, kom hingað og fékk leigða búninga hjá Áróru Halldórsdóttur. Það er eitthvað seiðmagnað hér í loftinu og maður andar að sér sögu allan tímann. Það verður spennandi að leika fyrir áhorfendur í þessu húsi.“ Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn. Sýningin lenti á endanum inni á topp tíu listanum yfir fjölsóttustu sýningar á Íslandi, yfir 260 sýningar voru á verkinu og dró dilk á eftir sér: framleiðendur keyptu sér bar – Prikið – og síðan sjónvarpsstöð – Skjá einn. En það er önnur saga. Bjarni Haukur lagði svo fyrir sig sjónvarpsleik á Skjá einum, fór síðan til Noregs og lagðist í víking, framleiddi og samdi sjónvarpsþætti fyrir norskar og sænskar sjónvarpsstöðvar, leikstýrði leikritum og söngleikjum. Hann var um tíma aðili að framleiðslufyrirtækinu 3 sagas en dró sig út úr því, stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem stendur að leiksýningunni sem á fimmtudag verður frumsýnd í Iðnó. Bjarni segir Pabbann eiga sér rætur í þeim tíma þegar hann var langdvölum erlendis. Það eru nú þrjú ár síðan hann tók að vinna texta fyrir svið um föðurhlutverkið og hvernig það hefur breyst á síðustu árum. Hann segir þá Sigurð Sigurjónsson leikstjóra hafa legið yfir verkinu síðustu misseri: „Föðurhlutverkið hefur breyst svo mikið á síðustu tveimur áratugum. Verkið er raunar bara hugleiðing um það: það er ungt par að fara að búa saman, það er meðganga og fæðing, og það breytist allt.“ Leikritið Pabbinn verður heimsfrumsýnt í Iðnó á fimmtudag: það er einleikur eða „one-man-show“ þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi: „Pabbinn er drepfyndið og hjartnæmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu,“ segir í tilkynningu framleiðandans svo nærri má geta að hér er slegið á ýmsa strengi. Auk þeirra Sigurðar Sigurjónssonar leikstjóra og Bjarna koma að sýningunni Egill Eðvarðsson sem gerir leikmynd, Árni Baldvinsson sem lýsir og Þórir Úlfarsson sem gerir tónlist. Sýningar verða í Iðnó. Og hvernig þykir Bjarna að vera kominn þar á svið frammi fyrir 160 áhorfenda sal? „Það er náttúrlega bara „dream come true“ gamall draumur sem rætist. Hér var maður að sniglast sem krakki, kom hingað og fékk leigða búninga hjá Áróru Halldórsdóttur. Það er eitthvað seiðmagnað hér í loftinu og maður andar að sér sögu allan tímann. Það verður spennandi að leika fyrir áhorfendur í þessu húsi.“
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira