Örfáar sýningar eru eftir af söngleiknum Footloose sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Verkið byggist á dansmyndinni Footloose eftir Dean Pithcford sem kom út árið 1984.
Fjórtán árum síðar var söngleikurinn settur á svið á Broadway og hefur hann verið sýndur víða um heim.
Verkið var frumsýnt hér á landi í sumar og hefur notið mikillar hylli, einkum meðal yngri áhorfenda.
Með aðalhlutverk fara Halla Vilhjálmsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson en auk þess taka fjölmargir leikarar, dansarar og söngvarar þátt í sýningunni.