Endurlit og framsýni 11. janúar 2007 11:15 Leikrit Birgis Sigurðssonar var fyrst sýnt á níutíu ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur og fer nú aftur á svið tuttugu árum síðar í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Hér eru Margrét Helga Jóhannsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum í eldri uppfærslunni. Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík. Leikhússtjórinn Guðjón Pedersen segir að tímamót sem þessi séu bæði kjörin til endurlits og framsýni. „Með verkefnavalinu í vetur höfum við verið að gera hvoru tveggja. Nú á afmælisdaginn frumsýnum við verk sem fyrst var sýnt á níutíu ára afmæli félagsins, Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson," útskýrir Guðjón og áréttar að í því felist ákveðin endurskoðun. „Við könnum þar með hugmyndina um íslenska klassík - er hún til og hvernig stenst hún í dag," segir hann. Síðar á þessu leikári verður aftur litið um öxl en þá verður söngleikurinn Grettir færður á fjalirnar á ný. Guðjón Pedersen leikhússtjóri segir fjölbreytta afmælisdagskrá fram undan. „Leikfélag Reykjavíkur hefur ávallt leitast við að vera í tengslum við grasrótina líka og nýlega tókum við forskot og frumsýndum verk eftir kraftmikið ungt leikskáld frá Skotlandi, Anthony Neilson," segir Guðjón og vísar þar til nýlegrar sýningar á verki hans, Ófögru veröld, en annað verk eftir Neilson, Lík í óskilum, verður sýnt síðar á þessu afmælisári. Guðjón segir að fleira sé á döfinni í tilefni af tímamótunum, til dæmis standi til að rifja upp sögu félagsins í máli og myndum, gera hlut tónlistarinnar í starfi þess góð skil með sérstakri dagskrá og minnast nokkurra leikara félagsins. „Við munum dreifa þessum viðburðum frekar en að halda bara upp á daginn í dag," segir Guðjón og tekur undir að því sé fremur um samfellda veislu að ræða heldur en einstakt kaffiboð. Guðjón metur stöðu Leikfélags Reykjavíkur mjög sterka í íslensku samfélagi. „Við merkjum það á okkar leikhúsgestum. Tölurnar segja okkur að 155 þúsund manns sóttu okkur heim á síðasta ári og það bendir til þess að Íslendingum þyki vænt um þetta félag og séu spenntir fyrir starfsemi þess. Ég held að við getum verið afar stolt og þakklát okkar leikhúsgestum." Þetta er sjöunda árið sem Guðjón stýrir Borgarleikhúsinu en hann áréttar að aðrir verði að dæma um hvaða mark hann setur á starf þess. „Við höfum verið að vinna mjög fjölbreytt starf hér í húsinu og höfum leitast við að höfða til sem flestra." Hann tekur dæmi af nýjungum á borð við dansleikhúskeppnir og öflugt samstarf við leikhópa á borð við Vesturport sem sýnt hefur tvær sinna sýninga þar. Þá hefur félagið einnig átt farsælt samstarf við Sönglist og Íslenska dansflokkinn sem eru þar með starfsemi sína. Fleira er þó í farteskinu að sögn Guðjóns sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. Nánari upplýsingar um starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og hússins við Listabraut má finna á heimasíðunni www.borgarleikhus.is. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík. Leikhússtjórinn Guðjón Pedersen segir að tímamót sem þessi séu bæði kjörin til endurlits og framsýni. „Með verkefnavalinu í vetur höfum við verið að gera hvoru tveggja. Nú á afmælisdaginn frumsýnum við verk sem fyrst var sýnt á níutíu ára afmæli félagsins, Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson," útskýrir Guðjón og áréttar að í því felist ákveðin endurskoðun. „Við könnum þar með hugmyndina um íslenska klassík - er hún til og hvernig stenst hún í dag," segir hann. Síðar á þessu leikári verður aftur litið um öxl en þá verður söngleikurinn Grettir færður á fjalirnar á ný. Guðjón Pedersen leikhússtjóri segir fjölbreytta afmælisdagskrá fram undan. „Leikfélag Reykjavíkur hefur ávallt leitast við að vera í tengslum við grasrótina líka og nýlega tókum við forskot og frumsýndum verk eftir kraftmikið ungt leikskáld frá Skotlandi, Anthony Neilson," segir Guðjón og vísar þar til nýlegrar sýningar á verki hans, Ófögru veröld, en annað verk eftir Neilson, Lík í óskilum, verður sýnt síðar á þessu afmælisári. Guðjón segir að fleira sé á döfinni í tilefni af tímamótunum, til dæmis standi til að rifja upp sögu félagsins í máli og myndum, gera hlut tónlistarinnar í starfi þess góð skil með sérstakri dagskrá og minnast nokkurra leikara félagsins. „Við munum dreifa þessum viðburðum frekar en að halda bara upp á daginn í dag," segir Guðjón og tekur undir að því sé fremur um samfellda veislu að ræða heldur en einstakt kaffiboð. Guðjón metur stöðu Leikfélags Reykjavíkur mjög sterka í íslensku samfélagi. „Við merkjum það á okkar leikhúsgestum. Tölurnar segja okkur að 155 þúsund manns sóttu okkur heim á síðasta ári og það bendir til þess að Íslendingum þyki vænt um þetta félag og séu spenntir fyrir starfsemi þess. Ég held að við getum verið afar stolt og þakklát okkar leikhúsgestum." Þetta er sjöunda árið sem Guðjón stýrir Borgarleikhúsinu en hann áréttar að aðrir verði að dæma um hvaða mark hann setur á starf þess. „Við höfum verið að vinna mjög fjölbreytt starf hér í húsinu og höfum leitast við að höfða til sem flestra." Hann tekur dæmi af nýjungum á borð við dansleikhúskeppnir og öflugt samstarf við leikhópa á borð við Vesturport sem sýnt hefur tvær sinna sýninga þar. Þá hefur félagið einnig átt farsælt samstarf við Sönglist og Íslenska dansflokkinn sem eru þar með starfsemi sína. Fleira er þó í farteskinu að sögn Guðjóns sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. Nánari upplýsingar um starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og hússins við Listabraut má finna á heimasíðunni www.borgarleikhus.is.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira