Tónlist

Raftónlistarfólk í nýju dagatali

Ghostigital. Curver og Einar Örn eru á meðal þeirra sem prýða síður dagatalsins.
Ghostigital. Curver og Einar Örn eru á meðal þeirra sem prýða síður dagatalsins.

Verslunin 12 tónar hefur gefið út dagatal fyrir árið 2007 tileinkað íslenskum raftónlistarmönnum. Bassaleikaradagatal verslunarinnar kom út í fyrra og vakti mikla lukku.

„Þetta var gefið út í smáupplagi í fyrra, 500 stykkjum, og við vorum svolítið seinir til þá. Núna ákváðum við að gera þetta með góðum fyrirvara og almennilega,“ segir Sigurður M. Finnsson.

Dagatölin verða gefin út í tvö þúsund eintökum og verða þau seld í verslun 12 tóna við Skólavörðustíg og kostar stykkið 650 krónur. Bjarni Grímsson tók myndirnar í dagatalinu og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sá um listræna stjórnun.

Í ár prýðir mynd af íslensku raftónlistarfólki hvern mánuð dagatalsins. Þeir sem birtast eru: GusGus, Hairdoctor, múm, Biogen, Stilluppsteypa, Ghostigital, Hildur Guðnadóttir, Unsound, Mr. Silla, Kira Kira, Johnny Sexual & Borkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.