Tónlist

Úrval einleiksverka fyrir selló

Sæunn Þorsteinsdóttir stundar nú framhaldsnám í hinum virta Juilliard skóla í New York.
Sæunn Þorsteinsdóttir stundar nú framhaldsnám í hinum virta Juilliard skóla í New York.

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur tónleika í Salnum í kvöld og leikur þar fjölbreytt einleiksverk. Sæunn hóf sellónám sitt 5 ára gömul og útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music síðastlitið vor og hlaut þar verðlaun sem framúrskarandi nemandi bæði í sellóleik og kammertónlist.

Sæunn hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir leik sinn og nýlega hlaut hún fyrstu verðlaun í einleikarakeppni Cleveland Cello Society og einnig önnur verðlaun í Alþjóðlegri keppni fyrir einleiksselló í Katowice í Póllandi. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru Svíta í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach og verk eftir Krzysztof Penderecki og Zoltan Kodaly. Tónleikarnir hefjast kl. 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.