Queen besta breska hljómsveitin 3. janúar 2007 13:30 Queen. Hinn skrautlegi klæðaburður sveitarinnar vakti ekki síður athygli en tónlist hennar. Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlustenda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljómsveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeislun. Queen var ein þeirra fimm hljómsveita sem komust í úrslit og hafði sigur eftir harða keppni við Bítlana en einungis munaði fjögur hundruð atkvæðum á þeim. Bítlarnir Af mörgum talin áhrifamesta rokksveit síðari tíma en greinilega ekki sú besta að mati hlustenda BBC Radio 2. Queen varð hvað frægust fyrir ákaflega líflega framkomu söngvarans Freddies Mercury en hann lést úr alnæmi árið 1991. Hljómsveitin hélt hins vegar áfram störfum og frá árinu 2004 hefur Paul Rodgers gegnt stöðu forsprakka. Samkvæmt síðustu fregnum úr herbúðum sveitarinnar er stefnt á nýja plötu á næstunni með þessari meðlimaskipan en söngleikur byggður á lögum Queen, We Will Rock You, er sýndur fyrir fullu húsi í London og víðar. Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlustenda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljómsveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeislun. Queen var ein þeirra fimm hljómsveita sem komust í úrslit og hafði sigur eftir harða keppni við Bítlana en einungis munaði fjögur hundruð atkvæðum á þeim. Bítlarnir Af mörgum talin áhrifamesta rokksveit síðari tíma en greinilega ekki sú besta að mati hlustenda BBC Radio 2. Queen varð hvað frægust fyrir ákaflega líflega framkomu söngvarans Freddies Mercury en hann lést úr alnæmi árið 1991. Hljómsveitin hélt hins vegar áfram störfum og frá árinu 2004 hefur Paul Rodgers gegnt stöðu forsprakka. Samkvæmt síðustu fregnum úr herbúðum sveitarinnar er stefnt á nýja plötu á næstunni með þessari meðlimaskipan en söngleikur byggður á lögum Queen, We Will Rock You, er sýndur fyrir fullu húsi í London og víðar.
Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira