Tónlist

Óljós framtíð System of a Down

System of a down Meðlimir rokksveitarinnar vinsælu hafa ákveðið að taka sér pásu og óvíst er hvort þeir gera nokkurn tímann plötu aftur.
System of a down Meðlimir rokksveitarinnar vinsælu hafa ákveðið að taka sér pásu og óvíst er hvort þeir gera nokkurn tímann plötu aftur.

Það hefur lítið heyrst frá bandarísku rokksveitinni System of a Down síðustu mánuði. Sveitin sendi frá sér tvær vinsælar plötur árið 2005 en frá því um mitt síðasta ár hefur bandið verið í pásu. Liðsmenn sveitarinnar segjast ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta, en tónlistarleg framtíð þeirra sé óljós.

John Dolmayan, Daron Malakian, Serj Tankian og Shavo Odadjian hafa ákveðið að vinna að eigin verkefnum um hríð. Söngvarinn Tankian telur að þessi pása hafi verið löngu tímabær. „Mig hefur langað að gera sólóplötu í mörg ár en það hefur ekki gefist neinn tími.

Síðustu ellefu ár höfum við allir verið kvæntir þessari hljómsveit og nú viljum við taka okkur hlé. Ég veit í raun ekki hvort System of a Down er búin að vera. Kannski mun okkur langa að gera aðra plötu eftir nokkur ár. Það er ómögulegt að segja núna. Við verðum bara að komast að því í framtíðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.