Vandmál með Wii 2. janúar 2007 15:00 Nintendo wii reynist sumum eigendum dýrkeypt. Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins. Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins.
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira