Sjáumst aftur 12. desember 2006 11:45 Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum. Þar má nefna madrígala, íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-ameríska trúartónlist og síðast en ekki síst Misa Criolla, Kreólamessuna, sem Argentínumaðurinn Ariel Ramírez samdi árið 1963 og náði hún strax miklum vinsældum. Messan byggir á hljómfalli suður-amerískrar tónlistar og sver sig í ætt við þjóðlagatónlist þeirrar heimsálfu, þótt tónlistin sé frumsamin. Textinn er hinn hefðbundni texti klassískrar messu: Kyrie (Miskunnarbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Credo (Trúarjátning), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Hér er messan flutt með íslenskri þýðingu textans, sem löguð hefur verið að tónlistinni, en það verk annaðist Jón Karl Einarsson. Kórinn hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Pétursson tenórsöngvara og Hauk Steinbergsson bariton en þeir syngja einsöng og tvísöng með kórnum. Einnig nýtur kórinn krafta þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Kristjáns Edelstein gítarleikara, Péturs Ingólfssonar sem spilar á kontrabassa og slagverkleikaranna Karls Petersen, Valgarðs Óla Ómarssonar og Halldórs G. Haukssonar (Halla Gulla). Diskurinn var tekinn upp í tilefni af 60 ára afmæli kórsins vorið 2004 og annaðist Halldór Víkingsson það verk og alla hljóðvinnslu á diskinum. Diskurinn er til sölu í Glerárkirkju á Akureyri og hjá kórfélögum. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum. Þar má nefna madrígala, íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-ameríska trúartónlist og síðast en ekki síst Misa Criolla, Kreólamessuna, sem Argentínumaðurinn Ariel Ramírez samdi árið 1963 og náði hún strax miklum vinsældum. Messan byggir á hljómfalli suður-amerískrar tónlistar og sver sig í ætt við þjóðlagatónlist þeirrar heimsálfu, þótt tónlistin sé frumsamin. Textinn er hinn hefðbundni texti klassískrar messu: Kyrie (Miskunnarbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Credo (Trúarjátning), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Hér er messan flutt með íslenskri þýðingu textans, sem löguð hefur verið að tónlistinni, en það verk annaðist Jón Karl Einarsson. Kórinn hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Pétursson tenórsöngvara og Hauk Steinbergsson bariton en þeir syngja einsöng og tvísöng með kórnum. Einnig nýtur kórinn krafta þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Kristjáns Edelstein gítarleikara, Péturs Ingólfssonar sem spilar á kontrabassa og slagverkleikaranna Karls Petersen, Valgarðs Óla Ómarssonar og Halldórs G. Haukssonar (Halla Gulla). Diskurinn var tekinn upp í tilefni af 60 ára afmæli kórsins vorið 2004 og annaðist Halldór Víkingsson það verk og alla hljóðvinnslu á diskinum. Diskurinn er til sölu í Glerárkirkju á Akureyri og hjá kórfélögum.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira