Tvær bíómyndir 7. desember 2006 12:10 Ég hef alltaf haft tvíbenta afstöðu til Bondmynda. Að sumu leyti geta þær verið þægileg afþreying, en mér hafa líka reynst þær besta svefnmeðal. Því aldrei gerist neitt óvænt í Bondmynd. Þannig sofnaði ég yfir þarsíðustu Bondmynd á sýningu í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. Nú hefur maður lesið að nýja Bondmyndin eigi að vera miklu frábærari en hinar - að þarna kveði við nýjan tón. Ég fór í bíó og sannreyndi að svo er ekki. Daniel Craig er snöfurmannlegur leikari, það hefur maður séð áður, en annars er þetta ekkert nema steingeldar tæknibrellur, söguþráður nánast ekki fyrir hendi og persónusköpun í lágmarki - meira að segja fyrir Bondmynd. Það lekur eitthvað úr auga aðalbófans, en annars er hann ósköp litlaus - keppir allavega ekki við klassíska Bondóþokka eins og Goldfinger og Blofeld. Sorrí, þetta er alveg hundleiðinleg mynd. --- --- --- Hins vegar sá ég frábæra mynd um daginn á geisladiski - hún hafði farið framhjá mér í bíó. Hún heitir Syriana með George Clooney í aðalhlutverki. Fjallar um olíu. Ég endaði með því að horfa á hana tvisvar. Þarna er dregin upp einkar sannfærandi mynd af óskaplega miklu valdi sem spillir og gerspillir. Sagan er býsna flókin, stundum dálítið ruglingsleg, en það gerir myndina í raun meira sannfærandi. Hún er sögð frá þremur sjónarhornum. Þarna eru bandarískir jakkafatamenn sem lifa á gráu svæði milli stjórnmála og olíuviðskipta, olíufurstar og fjölskyldur þeirra sem lifa í ofboðslegum forréttindum og loks snauðir farandverkamenn sem vinna í olíuiðnaðinum og eru móttækilegir fyrir herskáum boðskap íslamista - kannski skiljanlega. Allt er þetta frekar skelfilegt. Ég fullyrði að þetta sé ein besta pólitíska mynd sem hefur verið gerð. Og hún verður ekki verri fyrir að hún er tekin á mjög trúverðugum söguslóðum í Miðausturlöndum, innan um dapurlegar blokkir og hrollvekjandi olíusvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Ég hef alltaf haft tvíbenta afstöðu til Bondmynda. Að sumu leyti geta þær verið þægileg afþreying, en mér hafa líka reynst þær besta svefnmeðal. Því aldrei gerist neitt óvænt í Bondmynd. Þannig sofnaði ég yfir þarsíðustu Bondmynd á sýningu í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. Nú hefur maður lesið að nýja Bondmyndin eigi að vera miklu frábærari en hinar - að þarna kveði við nýjan tón. Ég fór í bíó og sannreyndi að svo er ekki. Daniel Craig er snöfurmannlegur leikari, það hefur maður séð áður, en annars er þetta ekkert nema steingeldar tæknibrellur, söguþráður nánast ekki fyrir hendi og persónusköpun í lágmarki - meira að segja fyrir Bondmynd. Það lekur eitthvað úr auga aðalbófans, en annars er hann ósköp litlaus - keppir allavega ekki við klassíska Bondóþokka eins og Goldfinger og Blofeld. Sorrí, þetta er alveg hundleiðinleg mynd. --- --- --- Hins vegar sá ég frábæra mynd um daginn á geisladiski - hún hafði farið framhjá mér í bíó. Hún heitir Syriana með George Clooney í aðalhlutverki. Fjallar um olíu. Ég endaði með því að horfa á hana tvisvar. Þarna er dregin upp einkar sannfærandi mynd af óskaplega miklu valdi sem spillir og gerspillir. Sagan er býsna flókin, stundum dálítið ruglingsleg, en það gerir myndina í raun meira sannfærandi. Hún er sögð frá þremur sjónarhornum. Þarna eru bandarískir jakkafatamenn sem lifa á gráu svæði milli stjórnmála og olíuviðskipta, olíufurstar og fjölskyldur þeirra sem lifa í ofboðslegum forréttindum og loks snauðir farandverkamenn sem vinna í olíuiðnaðinum og eru móttækilegir fyrir herskáum boðskap íslamista - kannski skiljanlega. Allt er þetta frekar skelfilegt. Ég fullyrði að þetta sé ein besta pólitíska mynd sem hefur verið gerð. Og hún verður ekki verri fyrir að hún er tekin á mjög trúverðugum söguslóðum í Miðausturlöndum, innan um dapurlegar blokkir og hrollvekjandi olíusvæði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun