Fótbolti

Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér

Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér.

Sem kunnugt er mun Eggert Magnússon láta af embætti sínu þar sem hann er nú orðinn stjórnarformaður West Ham. Hringurinn utan um mögulegan eftirmann hans þrengist stöðugt því Steinar Guðgeirsson hefur áður lýst því yfir að hann hyggist ekki sækjast eftir formannsembættinu. Halldór tilkynnti um ákvörðun sína á stjórnarfundi í gær og var sagt frá þessu á heimasíðu KSÍ.

Líklegt þykir að menn telji sig einfaldlega ekki eiga möguleika á sigri í slagnum við Geir, enda hefur hann langa sögu að baki innan veggja KSÍ og hefur verið nánasti samstarfsmaður Eggerts á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×