Playstation 3 komin í búðir í USA 17. nóvember 2006 20:33 Playstation 3 tölvan er komin í búðir í Bandaríkjunum en búist er við henni í mars í Evrópu. MYND/AP Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Vopnaðir ræningjar komu þá að honum og kröfðust peninga en neitaði hann að verða við ósk þeirra. Létu ræningjarnir þá vopnin tala. Maðurinn er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi sem stendur. Árásin varð í Connecticut í Bandaríkjunum. Annars staðar var biðinni hins vegar breytt í stór partý, tónlist var spiluð og fólki gefinn matur. Fjárfestar fylgjast grannt með viðbrögðum neytenda en talið er að fyrstu dagarnir eigi eftir að skera úr um velgengni Sony á leikjatölvumarkaðnum en hann er um 180 milljarða króna virði. Erlent Fréttir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Vopnaðir ræningjar komu þá að honum og kröfðust peninga en neitaði hann að verða við ósk þeirra. Létu ræningjarnir þá vopnin tala. Maðurinn er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi sem stendur. Árásin varð í Connecticut í Bandaríkjunum. Annars staðar var biðinni hins vegar breytt í stór partý, tónlist var spiluð og fólki gefinn matur. Fjárfestar fylgjast grannt með viðbrögðum neytenda en talið er að fyrstu dagarnir eigi eftir að skera úr um velgengni Sony á leikjatölvumarkaðnum en hann er um 180 milljarða króna virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira