Enn eru til miðar á 20 ára afmælistónleika Sykurmolanna í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóvember, í Laugardalshöll.
Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is.
Miðasala fer einnig fram í Laugardalshöll frá kl. 12:00 og fram að tónleikum - að því gefnu að ekki verði uppselt yfir daginn.
Húsið opnar klukkan 19.00, tónleikarnir hefjast kl 20.00.
Miðaverð á tónleikanna er 5.000 krónur, að viðbættu 350 kr miðagjaldi söluaðila.