Ónefni, stjórnmálaskýringar, leirburður 13. nóvember 2006 18:20 Í gamla daga stoppuðu prestar mestu ónefnin. Mannanafnanefnd hefur fengið það hlutverk. Eitt sinn var algjört stigma að vera með skrítið nafn, slíkum börnum var strítt og líf þeirra lagt í rúst, en nú eru svo margir með furðuleg og fáránleg nöfn að þau falla kannski bara í fjöldann. Foreldrar mega velja nöfn á börnin sín fyrir mér - en það þarf samt ekki að halda því fram að þeim sé öllum treystandi til þess. Mér er eiginlega meira umhugað um þann íslenska sið að kenna sig við föður. Í útlöndum er þetta til sífelldra vandræða. Maður ferðast um með barn sem heitir ekki sama nafni og maður sjálfur. Verðir á landamærum reka upp stór augu. Er þetta stolið barn? Það bætir ekki úr skák á móðirin heitir líka allt öðru nafni. Það er bannað með lögum á Íslandi að taka upp ný ættarnöfn. Hefur verið svo síðan 1925. Frammámenn þeirra tíma vildu standa vörð um gamla kerfið sem dó út á Norðurlöndunum á miðöldum. Ættarnöfn sóttu mjög á alla 19. öldina, sérstaklega hjá fína fólkinu. Við sem urðum fín miklu síðar - já, kannski bara í gær - megum hins vegar ekki bera ættarnöfn. Verst er þó þegar fólk fer að kenna sig við bæði föður sinn og móður. Sara Dögg Bjarts- og Ilmardóttir eða eitthvað svoleiðis. --- --- --- Tveir mestu þungaviktarmenn í íslenskum stjórnmálaheimi túlka prófkjör helgarinnar. Össuri Skarphéðinssyni tekst að skrifa langan pistil um prófkjör Samfylkingarinnar án þess að nefna svilkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu nokkurn tíma á nafn. Og Þorsteinn Pálsson, fyrrum leiðtogi sjálfstæðismanna á Suðurlandi, skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem honum tekst hið ótrúlega - að nefna ekki Árna Johnsen. Þorsteinn er hins vegar á því að mestu tíðindin felist í góðri kosningu Bjarna Benediktssonar í Kraganum. Ahemm. Þorsteinn er líklega í afneitun en hvað vakir fyrir Össuri? Er ástandið virkilega svona slæmt í Samfylkingunni? Össur er í skjallbandalagi við Björn Inga Hrafnsson sem skemmtir sér yfir slakri kosningu Sólrúnar, en einn besti vinur hans er Hrafn Jökulsson sem beinlínis dansar af kæti yfir þessu. --- --- ---Björn Bjarnason vitnar á heimasíðu sinni í svohljóðandi kvæði eftir Matthías Johannessen. Skrifar eins og þetta eigi að vera voða magnað:Það er vegið að þeim sem vitja síns tíma með dug eins og vandræðaskáld sem telur sjálfum sér borgið en það er víst erfitt að komast á krassandi flug í kastljósi frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gislingu þjóð sem ráfar um torgið þar sem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Nú bið ég þá að rétta upp hönd sem finnst þetta góður kveðskapur. Ekki? Nei, þetta er hnoð og hugsunin flatneskja. Maður þarf ekki að bera mikið skynbragð á bókmenntir til að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Í gamla daga stoppuðu prestar mestu ónefnin. Mannanafnanefnd hefur fengið það hlutverk. Eitt sinn var algjört stigma að vera með skrítið nafn, slíkum börnum var strítt og líf þeirra lagt í rúst, en nú eru svo margir með furðuleg og fáránleg nöfn að þau falla kannski bara í fjöldann. Foreldrar mega velja nöfn á börnin sín fyrir mér - en það þarf samt ekki að halda því fram að þeim sé öllum treystandi til þess. Mér er eiginlega meira umhugað um þann íslenska sið að kenna sig við föður. Í útlöndum er þetta til sífelldra vandræða. Maður ferðast um með barn sem heitir ekki sama nafni og maður sjálfur. Verðir á landamærum reka upp stór augu. Er þetta stolið barn? Það bætir ekki úr skák á móðirin heitir líka allt öðru nafni. Það er bannað með lögum á Íslandi að taka upp ný ættarnöfn. Hefur verið svo síðan 1925. Frammámenn þeirra tíma vildu standa vörð um gamla kerfið sem dó út á Norðurlöndunum á miðöldum. Ættarnöfn sóttu mjög á alla 19. öldina, sérstaklega hjá fína fólkinu. Við sem urðum fín miklu síðar - já, kannski bara í gær - megum hins vegar ekki bera ættarnöfn. Verst er þó þegar fólk fer að kenna sig við bæði föður sinn og móður. Sara Dögg Bjarts- og Ilmardóttir eða eitthvað svoleiðis. --- --- --- Tveir mestu þungaviktarmenn í íslenskum stjórnmálaheimi túlka prófkjör helgarinnar. Össuri Skarphéðinssyni tekst að skrifa langan pistil um prófkjör Samfylkingarinnar án þess að nefna svilkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu nokkurn tíma á nafn. Og Þorsteinn Pálsson, fyrrum leiðtogi sjálfstæðismanna á Suðurlandi, skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem honum tekst hið ótrúlega - að nefna ekki Árna Johnsen. Þorsteinn er hins vegar á því að mestu tíðindin felist í góðri kosningu Bjarna Benediktssonar í Kraganum. Ahemm. Þorsteinn er líklega í afneitun en hvað vakir fyrir Össuri? Er ástandið virkilega svona slæmt í Samfylkingunni? Össur er í skjallbandalagi við Björn Inga Hrafnsson sem skemmtir sér yfir slakri kosningu Sólrúnar, en einn besti vinur hans er Hrafn Jökulsson sem beinlínis dansar af kæti yfir þessu. --- --- ---Björn Bjarnason vitnar á heimasíðu sinni í svohljóðandi kvæði eftir Matthías Johannessen. Skrifar eins og þetta eigi að vera voða magnað:Það er vegið að þeim sem vitja síns tíma með dug eins og vandræðaskáld sem telur sjálfum sér borgið en það er víst erfitt að komast á krassandi flug í kastljósi frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gislingu þjóð sem ráfar um torgið þar sem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Nú bið ég þá að rétta upp hönd sem finnst þetta góður kveðskapur. Ekki? Nei, þetta er hnoð og hugsunin flatneskja. Maður þarf ekki að bera mikið skynbragð á bókmenntir til að sjá það.