Tónlist

Ég borga fyrir áheyrn

Hljómsveitin Ég á verðlaunaafhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005
Hljómsveitin Ég á verðlaunaafhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 MYND/Heiða

Hljómsveitin Ég mun halda tónleika í kvöld á Barnum kl. 23:00 og ætla Ég að greiða fólki fyrir að koma og hlusta á skemmtileg lög. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar hún fékk þrjár tilnefningar til íslensku tónlistaverðlaunanna í fyrra, meðal annars fyrir Plötu ársins sem kom út á síðasta ári.

"Við ætlum að borga öllum sem ekki eiga efni á Airwaves fyrir að koma og sjá okkur á Barnum í kvöld. Ég á nóg af peningum," svarar Róbert Örn Hjálmtýsson, söngvari Ég, þegar hann var spurður um fjármögnun uppátækisins.

"Þetta verður blanda af Skemmtilegum lögum og Plötu ársins, svo erum við líka með nýtt efni. Það verður eitthvað fyrir alla, peningar, góð tónlist og bjór," segir Róbert sem reiknar með góðri mætingu, "hver vill ekki fá peninga," segir hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.