Lay Low sendir frá sér sína fyrstu plötu 18. október 2006 15:00 Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir er efnileg tónlistarkona og er að gefa út sína fyrstu sólóplötu Fyrsta plata tónlistarkonunnar Lay Low er komin til landsins og er að detta í verzlanir þessa dagana, en formlegur útgáfudagur er 19. október eða sama dag og Lay Low spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Lay Low mun spila á NASA fimmtudaginn 19. okt kl. 20:00. Platan sem ber nafnið Please Don't Hate Me er einhverskonar blanda af blús, rokki og kántrí-tónlist og inniheldur 11 lög. Titillag plötunnar, Please Don't Hate Me hefur verið spilað mikið á útvarpsstöðvum landsins og verður m.a. í bíómyndinni Mýrin eftir Arnald Indriðason, en tónlistarmaðurinn Mugison hafði mikinn áhuga á að nota lagið í Mýrinni, en Mugison sér einmitt um tónlistina í kvikmyndinni. Lagið Boy Oh Boy heyrist nú ótt og títt í auglýsingum frá Samskip, en fyrirtækið hafði mikinn áhuga á að nota tónlist Lay Low í nýjar ímyndarauglýsingar fyrirtækisins sem þessa dagana kynnir nýtt merki og útlit. Lagið fer síðan í almenna spilun útvarpsstöðvanna núna næstu daga. Lay Low skaust fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs, en útgáfufyrirtækið COD Music gerði sér lítið fyrir og gerði við hana plötusamning eftir að hafa einungis heyrt tvær demóupptökur á internetinu. Síðan þá hefur hún spilað á fjölmörgum tónleikum víðsvegar um landið og fengið frábærar viðtökur frá fólki á öllum aldri. Um Lay Low Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir fæddist í London árið 1982 en þar býr faðir hennar sem er ættaður frá Sri Lanka. Ung að aldri fluttist hún til Íslands með móður sinni, sem er íslensk. Snemma byrjar Lovísa að læra á píanó en á unglingsárum færði hún sig yfir í önnur hljóðfæri eins og gítar og bassa. Lovísa hefur stundað nám í ýmsum tónlistarskólum og tók m.a. 1 ár í FÍH á rafbassa. En í haust hóf hún nám við Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Lovísa hefur spilað með ýmsum hljómsveitum gegnum tíðina eins og Stratus, Blúsbandi Thollyar og Stardust Motel, og í dag leikur hún með hljómsveitinni Benny Crespo's Gang. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem hún byrjar að semja sína eigin tónlist og koma fram undir nafninu Lay Low en nokkrum mánuðum áður hafði hún verið að byrja með kántrí band með vinkonum sínum, en helmingurinn af því bandi fór erlendis um tíma. Síðan þá hafa hlutirnir verið að gerast hratt og útgáfufyrirtækið Cod Music bauð henni plötusamning fyrir sólóverkefnið Lay Low. Lífið Menning Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fyrsta plata tónlistarkonunnar Lay Low er komin til landsins og er að detta í verzlanir þessa dagana, en formlegur útgáfudagur er 19. október eða sama dag og Lay Low spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Lay Low mun spila á NASA fimmtudaginn 19. okt kl. 20:00. Platan sem ber nafnið Please Don't Hate Me er einhverskonar blanda af blús, rokki og kántrí-tónlist og inniheldur 11 lög. Titillag plötunnar, Please Don't Hate Me hefur verið spilað mikið á útvarpsstöðvum landsins og verður m.a. í bíómyndinni Mýrin eftir Arnald Indriðason, en tónlistarmaðurinn Mugison hafði mikinn áhuga á að nota lagið í Mýrinni, en Mugison sér einmitt um tónlistina í kvikmyndinni. Lagið Boy Oh Boy heyrist nú ótt og títt í auglýsingum frá Samskip, en fyrirtækið hafði mikinn áhuga á að nota tónlist Lay Low í nýjar ímyndarauglýsingar fyrirtækisins sem þessa dagana kynnir nýtt merki og útlit. Lagið fer síðan í almenna spilun útvarpsstöðvanna núna næstu daga. Lay Low skaust fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs, en útgáfufyrirtækið COD Music gerði sér lítið fyrir og gerði við hana plötusamning eftir að hafa einungis heyrt tvær demóupptökur á internetinu. Síðan þá hefur hún spilað á fjölmörgum tónleikum víðsvegar um landið og fengið frábærar viðtökur frá fólki á öllum aldri. Um Lay Low Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir fæddist í London árið 1982 en þar býr faðir hennar sem er ættaður frá Sri Lanka. Ung að aldri fluttist hún til Íslands með móður sinni, sem er íslensk. Snemma byrjar Lovísa að læra á píanó en á unglingsárum færði hún sig yfir í önnur hljóðfæri eins og gítar og bassa. Lovísa hefur stundað nám í ýmsum tónlistarskólum og tók m.a. 1 ár í FÍH á rafbassa. En í haust hóf hún nám við Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Lovísa hefur spilað með ýmsum hljómsveitum gegnum tíðina eins og Stratus, Blúsbandi Thollyar og Stardust Motel, og í dag leikur hún með hljómsveitinni Benny Crespo's Gang. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem hún byrjar að semja sína eigin tónlist og koma fram undir nafninu Lay Low en nokkrum mánuðum áður hafði hún verið að byrja með kántrí band með vinkonum sínum, en helmingurinn af því bandi fór erlendis um tíma. Síðan þá hafa hlutirnir verið að gerast hratt og útgáfufyrirtækið Cod Music bauð henni plötusamning fyrir sólóverkefnið Lay Low.
Lífið Menning Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira