Frá Hippókratesi til Matthildar 7. október 2006 07:00 Gríski læknirinn Hippókrates Sögulegt yfirlit náttúrulækningaFaðir náttúrulækningastefnunnar er gríski læknirinn Hippókrates, sem jafnframt er talinn faðir læknisfræðinnar og var uppi á 5. öld fyrir Krists burð. Hippókrates lagði megináherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma með réttum lifnaðarháttum.Upphafsmaður náttúrulækningastefnunnar hér á landi, Jónas Kristjánsson læknir, vildi auka lífsgæði þjóðarinnar með heilbrigðari lífsháttum. Hann hvatti fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu og kappkostaði að miðla þeirri þekkingu og fróðleik sem sönnust var og réttust á hverjum tíma. Hann stóð ætíð traustum fótum í þekkingarheimi vísindanna.Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði hefur starfað í áratugi og byggir á heildrænum lækningum. Þar er heilsuvandi einstaklinganna skoðaður með það í huga að líta þurfi á andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand í samhengi. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfinu og er þar lögð mest áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti. Náttúrulækningastefna Heilsustofnunar NLFÍ er í fullu samræmi við markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um bætt heilbrigði og heilsuvernd.Í dag hafa fjölmargir bæst í hóp þeirra sem starfa í anda náttúrulækningastefnunnar og sinna heildrænni heilsufræði. Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir er þeirra á meðal en hún rekur náttúrulækningastofu og matstofu í Grafarvogi. Matthildur greinir fæðuóþol og orkustíflur af öðrum völdum og ráðleggur fólki með fæðuval og lífsstíl. Hún vinnur líka með „colon" eða ristilhreinsanir og smáskammtalyf. Mannlegi þátturinn Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið
Sögulegt yfirlit náttúrulækningaFaðir náttúrulækningastefnunnar er gríski læknirinn Hippókrates, sem jafnframt er talinn faðir læknisfræðinnar og var uppi á 5. öld fyrir Krists burð. Hippókrates lagði megináherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma með réttum lifnaðarháttum.Upphafsmaður náttúrulækningastefnunnar hér á landi, Jónas Kristjánsson læknir, vildi auka lífsgæði þjóðarinnar með heilbrigðari lífsháttum. Hann hvatti fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu og kappkostaði að miðla þeirri þekkingu og fróðleik sem sönnust var og réttust á hverjum tíma. Hann stóð ætíð traustum fótum í þekkingarheimi vísindanna.Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði hefur starfað í áratugi og byggir á heildrænum lækningum. Þar er heilsuvandi einstaklinganna skoðaður með það í huga að líta þurfi á andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand í samhengi. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfinu og er þar lögð mest áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti. Náttúrulækningastefna Heilsustofnunar NLFÍ er í fullu samræmi við markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um bætt heilbrigði og heilsuvernd.Í dag hafa fjölmargir bæst í hóp þeirra sem starfa í anda náttúrulækningastefnunnar og sinna heildrænni heilsufræði. Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir er þeirra á meðal en hún rekur náttúrulækningastofu og matstofu í Grafarvogi. Matthildur greinir fæðuóþol og orkustíflur af öðrum völdum og ráðleggur fólki með fæðuval og lífsstíl. Hún vinnur líka með „colon" eða ristilhreinsanir og smáskammtalyf.
Mannlegi þátturinn Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið