Á gjörgæslu vegna fæðuóþols 7. október 2006 07:00 Litli rauðhærði drengurinn hennar Valgerðar var með glúten- og sojaóþol. Valgerður Sverrisdóttir er ein þeirra fjölmörgu sem þakka Matthildi heilsu sína og hamingju. Hér er hennar saga. Ég varð ófrísk í ágúst 2004. Strax í september var ég byrjuð að æla. Hélt að þetta yrði bara fyrstu vikurnar en þetta hélt bara áfram alla meðgönguna. Var látin prófa alls kyns lyf til að stoppa ógleðina. Ekkert gerðist. Var lögð inn í desember til að fá næringu í æð. Ég ældi stundum tuttugu sinnum á dag. Læknarnir sendu mig í einhverjar rannsóknir, en ekkert kom út úr þeim. Þessi meðganga endaði með tíu daga innlögn á sjúkrahúsi. Próteinið var farið að hækka hjá mér og blóðþrýstingur. Fæðingin var sett af stað í 38. viku og gekk hún vel. En þremur dögum eftir fæðingu fór ég að kippast til, var komin með meðgöngueitrun. Var sett á gjörgæslu í þrjá daga. Þetta var allt frekar leiðinlegt. Ég hélt að ógleðin og uppköstin myndu hætta eftir fæðingu, en svo var aldeilis ekki. Var alltaf í skoðun hjá læknum. Fór í magaspeglun en ekkert sást. Læknarnir gáfust upp á mér. Það endaði með því að ég fór til Matthildar og hún greindi hjá mér mikið fæðuóþol. Það voru sextán fæðutegundir sem hún bað mig að taka út, og viti menn, ég hætti að æla og líf mitt varð aftur eins og það átti að vera. Ristillinn í mér var líka orðin stíflaður. Hún setti mig í colon. Það losaði um ristilinn og kom kerfinu aftur í gang. Dæmi um fæðu sem ég má ekki borða: Lamba- og svínakjöt. Sykur, hveiti, ger. Appelsínur, áfengi, kaffi, bananar, vínber. Mygluostar. Djúpsteiktur matur og fleira. Ef ég passa mig á að borða ekki þessar fæðutegundir líður mér rosalega vel. Skapið er allt annað og hvernig mér líður í dag! Fyrir utan það var svo rosalegt hvað ég safnaði á mig bjúg. Þó að ég hafi ekki borðað neitt á meðgöngunni þyngdist ég um 21 kíló. Ég var afmynduð af bjúg. Augun sokkin, fæturnir eins og blöðrur. Eftir að ég breytti mataræðinu missti ég átta kíló í hvelli. Litli strákurinn minn byrjaði að fá magakveisu níu mánaða. Þá byrjaði ég að gefa honum sojajógúrt og graut. Hafði bara fengið brjóstamjólk, ávexti og grænmeti fram að því. Honum leið skelfilega, kúkaði blóði og grenjaði marga tíma á dag. Fór með hann til læknis en þeir fundu ekkert. Leitaði ráða hjá Möttu. Hann var þá með glútenóþol og sojaóþol. Maðurinn minn fór til Möttu núna í ágúst. Hann hefur alltaf verið að drepast í hálsinum. Hann var eins og gamall karl á hverjum morgni. Hrækjandi upp úr sér slími og óþvera. Hann hefur alltaf verið svona. Ég pantaði tíma hjá Möttu og sagði honum að fara. Hann var ekki æstur fyrst en sér ekki eftir því. Hann var með svo mikla sýrumyndun í líkamanum. Hún sagði honum að hætta í öllum mjólkurmat og drekka bara hrísgrjónamjólk í staðin. Ekkert hveiti, sykur og ger. Hann er nýr maður. Mannlegi þátturinn Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir er ein þeirra fjölmörgu sem þakka Matthildi heilsu sína og hamingju. Hér er hennar saga. Ég varð ófrísk í ágúst 2004. Strax í september var ég byrjuð að æla. Hélt að þetta yrði bara fyrstu vikurnar en þetta hélt bara áfram alla meðgönguna. Var látin prófa alls kyns lyf til að stoppa ógleðina. Ekkert gerðist. Var lögð inn í desember til að fá næringu í æð. Ég ældi stundum tuttugu sinnum á dag. Læknarnir sendu mig í einhverjar rannsóknir, en ekkert kom út úr þeim. Þessi meðganga endaði með tíu daga innlögn á sjúkrahúsi. Próteinið var farið að hækka hjá mér og blóðþrýstingur. Fæðingin var sett af stað í 38. viku og gekk hún vel. En þremur dögum eftir fæðingu fór ég að kippast til, var komin með meðgöngueitrun. Var sett á gjörgæslu í þrjá daga. Þetta var allt frekar leiðinlegt. Ég hélt að ógleðin og uppköstin myndu hætta eftir fæðingu, en svo var aldeilis ekki. Var alltaf í skoðun hjá læknum. Fór í magaspeglun en ekkert sást. Læknarnir gáfust upp á mér. Það endaði með því að ég fór til Matthildar og hún greindi hjá mér mikið fæðuóþol. Það voru sextán fæðutegundir sem hún bað mig að taka út, og viti menn, ég hætti að æla og líf mitt varð aftur eins og það átti að vera. Ristillinn í mér var líka orðin stíflaður. Hún setti mig í colon. Það losaði um ristilinn og kom kerfinu aftur í gang. Dæmi um fæðu sem ég má ekki borða: Lamba- og svínakjöt. Sykur, hveiti, ger. Appelsínur, áfengi, kaffi, bananar, vínber. Mygluostar. Djúpsteiktur matur og fleira. Ef ég passa mig á að borða ekki þessar fæðutegundir líður mér rosalega vel. Skapið er allt annað og hvernig mér líður í dag! Fyrir utan það var svo rosalegt hvað ég safnaði á mig bjúg. Þó að ég hafi ekki borðað neitt á meðgöngunni þyngdist ég um 21 kíló. Ég var afmynduð af bjúg. Augun sokkin, fæturnir eins og blöðrur. Eftir að ég breytti mataræðinu missti ég átta kíló í hvelli. Litli strákurinn minn byrjaði að fá magakveisu níu mánaða. Þá byrjaði ég að gefa honum sojajógúrt og graut. Hafði bara fengið brjóstamjólk, ávexti og grænmeti fram að því. Honum leið skelfilega, kúkaði blóði og grenjaði marga tíma á dag. Fór með hann til læknis en þeir fundu ekkert. Leitaði ráða hjá Möttu. Hann var þá með glútenóþol og sojaóþol. Maðurinn minn fór til Möttu núna í ágúst. Hann hefur alltaf verið að drepast í hálsinum. Hann var eins og gamall karl á hverjum morgni. Hrækjandi upp úr sér slími og óþvera. Hann hefur alltaf verið svona. Ég pantaði tíma hjá Möttu og sagði honum að fara. Hann var ekki æstur fyrst en sér ekki eftir því. Hann var með svo mikla sýrumyndun í líkamanum. Hún sagði honum að hætta í öllum mjólkurmat og drekka bara hrísgrjónamjólk í staðin. Ekkert hveiti, sykur og ger. Hann er nýr maður.
Mannlegi þátturinn Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira