Leyndarhyggja og aumingjalegur samningur 1. október 2006 14:59 Það væri gaman að frétta af því ef einhver umræða um stjórnmál fer fram í ríkisstjórnarflokkunum á Íslandi. Tökum til dæmis varnarmálin. Hefur yfirleitt verið rætt um þau í stjórnarflokkunum, áður en formennirnir dúkkuðu upp með hið nýja samkomulag um varnir Íslands? Hún er merkileg þessi sívaxandi tilhneiging til leyndarhyggju sem er að ríða pólitíkinni hjá smáþjóðinni á slig. Því auðvitað ætti ekkert að vera auðveldara en að hafa allt opið og öndvert - hvað þarf að fela í svona fámennu og friðsömu landi? Hver skyldi vera skýringin? Slímusetur ákveðinna ráðamanna sem ekki nokkur leið virðist vera að losna við - og eru sífellt haldnir meiri ofsóknarkennd? Almennt sinnuleysi kjósenda og leiði á pólitík? Eða kannski sú staðreynd að sumir pólitísku flokkarnir eru hættir að vera annað en klúbbar um valdasetu? Hvað sem því líður er hið nýja samkomulag um varnir landsins í meira lagi aumingjalegt. Felur vísast í sér að íslenskum ráðherrum er heimilt að hringja í bandaríska sendiráðið ef eitthvað bjátar á. Kananum er ekki gert að hreinsa eftir sig. Þó er vitað að sóðaskapurinn er ærinn - og að Íslendingar munu seint vilja búa í slömminu uppi á Velli. Svo virðist eiga að vera stöðugur straumur af íslenskum löggæslumönnum á námskeið í Bandaríkjunum. Er von þótt maður spyrji hvort slíkt sé við hæfi nú um stundir - maður getur kannski notað orðið smekklegt - hvort við viljum yfirleitt vera í slíku samstarfi við bandaríska dólga á tíma stríðsrekstrar í Írak og Afganistan, Guantanamo, Bush og Rumsfelds. En um þetta var varla nokkuð rætt, enda er fýla algengustu viðbrögð valdamanna hér við umræðu um stjórnmál. --- --- --- Herstöðvaandstæðingar fagna. Brottför hersins kemur baráttu þeirra samt nákvæmlega ekkert við. Hann fór bara þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Hins vegar var óþarfi af utanríkisráðuneytinu að setja kjánaleg skilyrði um að herstöðvaandstæðingar mættu ekki veifa íslenska fánanum á Keflavíkurflugvelli. Því auðvitað er margs að minnast úr baráttunni. Sjálfum er mér skapi næst að draga fram gamla grammófóninn - ef nálin væri ekki ónýt - og spila nokkur sprenghlægileg lög úr baráttunni sem ég varðveiti á rispuðum hljómplötum:"Þjóðunn Þjóðansdóttir vísust af völum ætlarðu að lifa alla tíð, ambátt í feigðarsölum, á blóðkrónum og betlidölum." Eða:"Hefurðu komið í kokteilinn þann sem Kaninn á Vellinum býður, Víetnamablóð í vínið þar er látið og vonleysisins tár sem fanginn hefur grátið" Eða kannski bara Vögguvísu öreigamóður sem Silja söng af svo mikilli tilfinningu inn á hljómplötu um árið? --- --- --- Um Kárahnjúka mátti heldur aldrei ræða neitt af viti í stjórnarflokkunum. Ólafur F. Magnússon var baulaður niður þegar hann vildi fá umræðu um málið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta var bara sett svona upp af fámennri valdaklíku. Sjálfur var ég eitt sinn beðinn að koma á fund hjá hópi fólks af hægra vængnum sem var búið að fá nóg af þessu og vildi reyna að stofna flokk Hægri grænna. Það tókst því miður ekki. Nú virðist hafa orðið algjör viðhorfsbreyting. Bók Andra Snæs hefur vísast haft mikil áhrif. Í kjölfar kemur fólkið sem gekk eins og fljót með Ómari. Samt er þetta alltof seint til kommið. Hvar var þessi hreyfing fyrir fimm árum? Það er geggjuð hugmynd að vilja ekki nota virkjunina nú þegar búið er að reisa hana og álverið og - afsakið - manni finnst heldur ekki mjög sennilegt að mannvirkin taki upp á því að hrynja. Þar hlupu Vinstri grænir á sig. Hins vegar er það svo kaldhæðnislegt að Samfylkingin virðist ætla að verða helsta fórnarlamb virkjananmálsins. Það er erfitt að sitja klofvega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Það væri gaman að frétta af því ef einhver umræða um stjórnmál fer fram í ríkisstjórnarflokkunum á Íslandi. Tökum til dæmis varnarmálin. Hefur yfirleitt verið rætt um þau í stjórnarflokkunum, áður en formennirnir dúkkuðu upp með hið nýja samkomulag um varnir Íslands? Hún er merkileg þessi sívaxandi tilhneiging til leyndarhyggju sem er að ríða pólitíkinni hjá smáþjóðinni á slig. Því auðvitað ætti ekkert að vera auðveldara en að hafa allt opið og öndvert - hvað þarf að fela í svona fámennu og friðsömu landi? Hver skyldi vera skýringin? Slímusetur ákveðinna ráðamanna sem ekki nokkur leið virðist vera að losna við - og eru sífellt haldnir meiri ofsóknarkennd? Almennt sinnuleysi kjósenda og leiði á pólitík? Eða kannski sú staðreynd að sumir pólitísku flokkarnir eru hættir að vera annað en klúbbar um valdasetu? Hvað sem því líður er hið nýja samkomulag um varnir landsins í meira lagi aumingjalegt. Felur vísast í sér að íslenskum ráðherrum er heimilt að hringja í bandaríska sendiráðið ef eitthvað bjátar á. Kananum er ekki gert að hreinsa eftir sig. Þó er vitað að sóðaskapurinn er ærinn - og að Íslendingar munu seint vilja búa í slömminu uppi á Velli. Svo virðist eiga að vera stöðugur straumur af íslenskum löggæslumönnum á námskeið í Bandaríkjunum. Er von þótt maður spyrji hvort slíkt sé við hæfi nú um stundir - maður getur kannski notað orðið smekklegt - hvort við viljum yfirleitt vera í slíku samstarfi við bandaríska dólga á tíma stríðsrekstrar í Írak og Afganistan, Guantanamo, Bush og Rumsfelds. En um þetta var varla nokkuð rætt, enda er fýla algengustu viðbrögð valdamanna hér við umræðu um stjórnmál. --- --- --- Herstöðvaandstæðingar fagna. Brottför hersins kemur baráttu þeirra samt nákvæmlega ekkert við. Hann fór bara þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Hins vegar var óþarfi af utanríkisráðuneytinu að setja kjánaleg skilyrði um að herstöðvaandstæðingar mættu ekki veifa íslenska fánanum á Keflavíkurflugvelli. Því auðvitað er margs að minnast úr baráttunni. Sjálfum er mér skapi næst að draga fram gamla grammófóninn - ef nálin væri ekki ónýt - og spila nokkur sprenghlægileg lög úr baráttunni sem ég varðveiti á rispuðum hljómplötum:"Þjóðunn Þjóðansdóttir vísust af völum ætlarðu að lifa alla tíð, ambátt í feigðarsölum, á blóðkrónum og betlidölum." Eða:"Hefurðu komið í kokteilinn þann sem Kaninn á Vellinum býður, Víetnamablóð í vínið þar er látið og vonleysisins tár sem fanginn hefur grátið" Eða kannski bara Vögguvísu öreigamóður sem Silja söng af svo mikilli tilfinningu inn á hljómplötu um árið? --- --- --- Um Kárahnjúka mátti heldur aldrei ræða neitt af viti í stjórnarflokkunum. Ólafur F. Magnússon var baulaður niður þegar hann vildi fá umræðu um málið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta var bara sett svona upp af fámennri valdaklíku. Sjálfur var ég eitt sinn beðinn að koma á fund hjá hópi fólks af hægra vængnum sem var búið að fá nóg af þessu og vildi reyna að stofna flokk Hægri grænna. Það tókst því miður ekki. Nú virðist hafa orðið algjör viðhorfsbreyting. Bók Andra Snæs hefur vísast haft mikil áhrif. Í kjölfar kemur fólkið sem gekk eins og fljót með Ómari. Samt er þetta alltof seint til kommið. Hvar var þessi hreyfing fyrir fimm árum? Það er geggjuð hugmynd að vilja ekki nota virkjunina nú þegar búið er að reisa hana og álverið og - afsakið - manni finnst heldur ekki mjög sennilegt að mannvirkin taki upp á því að hrynja. Þar hlupu Vinstri grænir á sig. Hins vegar er það svo kaldhæðnislegt að Samfylkingin virðist ætla að verða helsta fórnarlamb virkjananmálsins. Það er erfitt að sitja klofvega.