Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar" 25. ágúst 2006 19:20 MYND/Hrönn Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com Fréttir Innlent Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com
Fréttir Innlent Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira