Philotimo, Economist, undirheimar Garðabæjar 17. maí 2006 13:19 Virðing er mikið atriði í grískri menningu. Að tapa ekki virðingunni. Og að umgangast aðra með virðingu. Þannig verða Grikkir til dæmis mjög sjaldan áberandi drukknir - þá missir maður stjórn á sér sem þykir ekki fínt. Sá sem tapar virðingunni á ekki endilega gott með að endurheimta hana aftur. Því þykir mér ekki skrítið að Grikkjum finnist Sylvía Nótt ekki skemmtileg. Hún ryðst inn til þeirra með frekjulátum - gerir lítið úr gestrisni þeirra. Grikkir hafa reyndar mjög merkilegt hugtak yfir þetta - philotimo. Þýðir eiginlega að þykja vænt um virðingu sína. Þannig er til dæmis mjög sjaldgæft að Grikkir abbist upp á mann eða séu með fleðulæti. Sumir segja meira að segja að philotimo sé ástæðan fyrir því að glæpatíðni í Grikklandi er minni en víðast hvar í Evrópu. Hins vegar er langt í frá að Grikkir séu húmorlausir. Þvert á móti hafa þeir mikla kímnigáfu - en hún er talsvert lágstemmdari en hjá Sylvíu Nótt og fylgdarliði. --- --- --- Fundur Economist um íslenskt efnahagslíf þótti víst með því slappasta sem hefur sést. Ekki aðeins er offramboð af fundum um íslenska hagkerfið, heldur segja menn að allt sem þarna kom fram hafi verið almælt tíðindi. Erlendu fyrirlesararnir virtust ekki vita neitt í sinn haus - hljómuðu fremur eins og sölumenn en alvöru fræðimenn - en íslensku ráðherrarnir voru líkt og úti á þekju. Það er líka á mörkunum að hægt sé að kenna fundinn við sjálft tímaritið Economist, heldur er hann haldinn í tengslum við einhvers konar markaðsdeild - laustengda blaðinu. Niðurstaða fundarins var sú að þyrfti að kynna íslenskt efnahagslíf betur. Getur verið að maður hafi heyrt það áður? Það er annað hvort of eða van. Menn úr viðskiptalífinu segja mér að búið sé að halda svo marga kynningarfundi um íslenska hagkerfið að undaförnu að allir séu með æluna í hálsinum. --- --- --- Annars ætla ég að gera þá játningu að mér þykir Economist með leiðinlegustu blöðum. Blaðið er eins og leiðindaskarfur sem maður hittir í boði og veit allt betur en maður sjálfur - eys yfir mann besserwisseríi. Það þykir mjög fínt að vera blaðamaður á Economist - leiðin liggur gjarnan þaðan í góðar stöður hjá stórfyrirtækjum. Því er kannski ekki furða að hnattvæðingin sé kredda á blaðinu. Jónas Kristjánsson hittir naglann á höfuðið í lítilli grein um Economist sem hann birtir á vef sínum í dag:"Áratugum saman var ég áskrifandi að Economist, sem var vel skrifað vikublað fyrir aldamótin síðustu og hefur verið kallað virðulegt vikublað í kynningu á íslenzku málþingi þess. Það er ekki rétt lýsing, enda gafst ég upp á blaðinu. Á þessum áratug hefur Economist orðið að róttæku hægra blaði, öldnum málsvara Chicago-skólans og Washington-samkomulagsins í hagfræði, hnattvæðingar í þágu stórfyrirtækja og andstöðu við stéttarfélög, stuðningi við stríð gegn Írak og helzt víðar. Enda hélt blaðið málþing fyrir sitt yfirstéttarfólk, sem þykist eiga Ísland." --- --- --- Líkamsárásin í Heiðmörk er sannarlega ekki gamanmál. Það þarf að loka fanta eins og þar voru að verki inni og gleyma svo hvert lykillinn var settur. Með fréttunum fylgdi að árásármennirnir væru þekktir úr undirheimum Garðabæjar. Það kemur pínulítið á óvart. Eru til undirheimar í Garðabænum? Ég hélt að þar væru bara vel hirtir garðar, pen einbýlishús og raðhús og allir kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Annar afbrotamaður sem er áberandi þessa dagana er "hinn alræmdi plastblómasali". Hann er ekki á ferðinni í Garðabæ, heldur í Keflavík. --- --- --- Kári gerir sér grein fyrir því að börn fá ekki að kjósa, en er þó farinn að hafa skoðanir á stjórnmálum. Hann segist vera til í að kjósa þann sem "fer með nammi til fólksins svo það geti farið með það heim til barnanna sinna". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Virðing er mikið atriði í grískri menningu. Að tapa ekki virðingunni. Og að umgangast aðra með virðingu. Þannig verða Grikkir til dæmis mjög sjaldan áberandi drukknir - þá missir maður stjórn á sér sem þykir ekki fínt. Sá sem tapar virðingunni á ekki endilega gott með að endurheimta hana aftur. Því þykir mér ekki skrítið að Grikkjum finnist Sylvía Nótt ekki skemmtileg. Hún ryðst inn til þeirra með frekjulátum - gerir lítið úr gestrisni þeirra. Grikkir hafa reyndar mjög merkilegt hugtak yfir þetta - philotimo. Þýðir eiginlega að þykja vænt um virðingu sína. Þannig er til dæmis mjög sjaldgæft að Grikkir abbist upp á mann eða séu með fleðulæti. Sumir segja meira að segja að philotimo sé ástæðan fyrir því að glæpatíðni í Grikklandi er minni en víðast hvar í Evrópu. Hins vegar er langt í frá að Grikkir séu húmorlausir. Þvert á móti hafa þeir mikla kímnigáfu - en hún er talsvert lágstemmdari en hjá Sylvíu Nótt og fylgdarliði. --- --- --- Fundur Economist um íslenskt efnahagslíf þótti víst með því slappasta sem hefur sést. Ekki aðeins er offramboð af fundum um íslenska hagkerfið, heldur segja menn að allt sem þarna kom fram hafi verið almælt tíðindi. Erlendu fyrirlesararnir virtust ekki vita neitt í sinn haus - hljómuðu fremur eins og sölumenn en alvöru fræðimenn - en íslensku ráðherrarnir voru líkt og úti á þekju. Það er líka á mörkunum að hægt sé að kenna fundinn við sjálft tímaritið Economist, heldur er hann haldinn í tengslum við einhvers konar markaðsdeild - laustengda blaðinu. Niðurstaða fundarins var sú að þyrfti að kynna íslenskt efnahagslíf betur. Getur verið að maður hafi heyrt það áður? Það er annað hvort of eða van. Menn úr viðskiptalífinu segja mér að búið sé að halda svo marga kynningarfundi um íslenska hagkerfið að undaförnu að allir séu með æluna í hálsinum. --- --- --- Annars ætla ég að gera þá játningu að mér þykir Economist með leiðinlegustu blöðum. Blaðið er eins og leiðindaskarfur sem maður hittir í boði og veit allt betur en maður sjálfur - eys yfir mann besserwisseríi. Það þykir mjög fínt að vera blaðamaður á Economist - leiðin liggur gjarnan þaðan í góðar stöður hjá stórfyrirtækjum. Því er kannski ekki furða að hnattvæðingin sé kredda á blaðinu. Jónas Kristjánsson hittir naglann á höfuðið í lítilli grein um Economist sem hann birtir á vef sínum í dag:"Áratugum saman var ég áskrifandi að Economist, sem var vel skrifað vikublað fyrir aldamótin síðustu og hefur verið kallað virðulegt vikublað í kynningu á íslenzku málþingi þess. Það er ekki rétt lýsing, enda gafst ég upp á blaðinu. Á þessum áratug hefur Economist orðið að róttæku hægra blaði, öldnum málsvara Chicago-skólans og Washington-samkomulagsins í hagfræði, hnattvæðingar í þágu stórfyrirtækja og andstöðu við stéttarfélög, stuðningi við stríð gegn Írak og helzt víðar. Enda hélt blaðið málþing fyrir sitt yfirstéttarfólk, sem þykist eiga Ísland." --- --- --- Líkamsárásin í Heiðmörk er sannarlega ekki gamanmál. Það þarf að loka fanta eins og þar voru að verki inni og gleyma svo hvert lykillinn var settur. Með fréttunum fylgdi að árásármennirnir væru þekktir úr undirheimum Garðabæjar. Það kemur pínulítið á óvart. Eru til undirheimar í Garðabænum? Ég hélt að þar væru bara vel hirtir garðar, pen einbýlishús og raðhús og allir kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Annar afbrotamaður sem er áberandi þessa dagana er "hinn alræmdi plastblómasali". Hann er ekki á ferðinni í Garðabæ, heldur í Keflavík. --- --- --- Kári gerir sér grein fyrir því að börn fá ekki að kjósa, en er þó farinn að hafa skoðanir á stjórnmálum. Hann segist vera til í að kjósa þann sem "fer með nammi til fólksins svo það geti farið með það heim til barnanna sinna".
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun