Stríð Moggans og Framsóknar 21. mars 2006 20:49 Má ekki segja að geisi stríð milli Morgunblaðsins og Framsóknarflokksins? Hnúturnar ganga á milli. Styrmir sakar Valgerði um að fara með tóma vitleysu í Evrópumálum, Valgerður svarar og segist ekki láta karl þennan vaða yfir sig. Björn Ingi Hrafnsson hæðir Staksteina fyrir að hafa tekið Frjálslynda flokkinn í fóstur - í Mogganum séu Frjálslyndir hlaðnir mærðarlegu lofi í von um að þeir fari að vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Og nú síðast stígur Halldór Ásgrímsson fram og segir áhyggjuefni hversu viljugir sumir fjölmiðlar eru til að hlaupa undir handa og fóta vegna neikvæðra erlendra frétta af íslensku efnahagslífi. Dylst víst engum að þarna á forsætisráðherrann við Morgunblaðið. --- --- --- En þessi pirringur nær víðar. Maður þarf ekki að tala við marga stjórnarliða til að finna hvernig kraumar undir milli stjórnarflokkanna. Ætli sé ekki hægt að tala um ofboðslegan leiða í því sambandi - kannski ekki skrítið eftir ellefu sameiginleg ár í ríkisstjórn? Sjálfstæðismenn reiddust margir þegar Valgerður Sverrisdóttir fór að tala um að taka upp evru - þvert á stjórnarstefnuna - í viku þegar blasti jafnvel við fjármálakreppa. Þeim fannst líka að Valgerður hlypi á sig þegar hún var allt í einu komin til New York til að hlýða á ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers - á sama tíma og því var haldið fram að stjórnmálamenn hefðu ekkert með þetta að gera. Ósamlyndið hefur líka komið fram í kringum snögga brottför varnarliðsins. Halldór er áberandi harðorðari en Geir - kæmi ekki á óvart þótt hann bætti aðeins í á næstu dögum. Forsætisráðherrann viðrar líka hugmyndir um að færa Landhelgisgæsluna til Keflavíkur - en þá kemur Björn Bjarnason aðvífandi og segir að ekki komi til greina að flytja gæsluna úr mjög nýlegri björgunarmiðstöð í Skógarhlíð. --- --- --- Auðvitað þykir Framsóknarmönnum sárt að horfa upp á hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins sveiflast upp meðan þeir eru sjálfir á mörkum þess að þurrkast út. Þetta hlýtur að vera sálardrepandi fyrir stjórnmálaflokk til lengdar. Framsókn situr líka uppi með umdeildustu ráðuneytin þar sem er stöðug barátta, heilbrigðismál, stóriðju og banka, meðan fólk á í mestu erfiðleikum með að muna nöfn ráðherra Sjálfstæðisflokksins - sem eru margir nánast ósýnilegir. --- --- --- Bankarnir mótmæla hverri svörtu skýrslunni frá útlöndum á fætur annarri. Þeir hafa nóg að sýsla í greiningardeildunum. Mælikvarðinn hlýtur þó að vera hin raunverulegu viðbrögð bankanna - fer til dæmis að þrengjast verulega um útlán? --- --- --- Ég leyfi mér svo að linka inn á þessa síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Má ekki segja að geisi stríð milli Morgunblaðsins og Framsóknarflokksins? Hnúturnar ganga á milli. Styrmir sakar Valgerði um að fara með tóma vitleysu í Evrópumálum, Valgerður svarar og segist ekki láta karl þennan vaða yfir sig. Björn Ingi Hrafnsson hæðir Staksteina fyrir að hafa tekið Frjálslynda flokkinn í fóstur - í Mogganum séu Frjálslyndir hlaðnir mærðarlegu lofi í von um að þeir fari að vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Og nú síðast stígur Halldór Ásgrímsson fram og segir áhyggjuefni hversu viljugir sumir fjölmiðlar eru til að hlaupa undir handa og fóta vegna neikvæðra erlendra frétta af íslensku efnahagslífi. Dylst víst engum að þarna á forsætisráðherrann við Morgunblaðið. --- --- --- En þessi pirringur nær víðar. Maður þarf ekki að tala við marga stjórnarliða til að finna hvernig kraumar undir milli stjórnarflokkanna. Ætli sé ekki hægt að tala um ofboðslegan leiða í því sambandi - kannski ekki skrítið eftir ellefu sameiginleg ár í ríkisstjórn? Sjálfstæðismenn reiddust margir þegar Valgerður Sverrisdóttir fór að tala um að taka upp evru - þvert á stjórnarstefnuna - í viku þegar blasti jafnvel við fjármálakreppa. Þeim fannst líka að Valgerður hlypi á sig þegar hún var allt í einu komin til New York til að hlýða á ákvörðun Alcoa um staðsetningu álvers - á sama tíma og því var haldið fram að stjórnmálamenn hefðu ekkert með þetta að gera. Ósamlyndið hefur líka komið fram í kringum snögga brottför varnarliðsins. Halldór er áberandi harðorðari en Geir - kæmi ekki á óvart þótt hann bætti aðeins í á næstu dögum. Forsætisráðherrann viðrar líka hugmyndir um að færa Landhelgisgæsluna til Keflavíkur - en þá kemur Björn Bjarnason aðvífandi og segir að ekki komi til greina að flytja gæsluna úr mjög nýlegri björgunarmiðstöð í Skógarhlíð. --- --- --- Auðvitað þykir Framsóknarmönnum sárt að horfa upp á hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins sveiflast upp meðan þeir eru sjálfir á mörkum þess að þurrkast út. Þetta hlýtur að vera sálardrepandi fyrir stjórnmálaflokk til lengdar. Framsókn situr líka uppi með umdeildustu ráðuneytin þar sem er stöðug barátta, heilbrigðismál, stóriðju og banka, meðan fólk á í mestu erfiðleikum með að muna nöfn ráðherra Sjálfstæðisflokksins - sem eru margir nánast ósýnilegir. --- --- --- Bankarnir mótmæla hverri svörtu skýrslunni frá útlöndum á fætur annarri. Þeir hafa nóg að sýsla í greiningardeildunum. Mælikvarðinn hlýtur þó að vera hin raunverulegu viðbrögð bankanna - fer til dæmis að þrengjast verulega um útlán? --- --- --- Ég leyfi mér svo að linka inn á þessa síðu.