Frumvarp um RÚV samræmist enn ekki reglum EES 15. febrúar 2006 22:22 MYND/GVA Frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið samræmist enn ekki reglum EES. Þessu halda Samtök atvinnulífsins fram. Þegar frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var lagt fram á Alþingi síðastliðinn vetur gerðu Samtök atvinnulífsins ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Í dag sendu þau svo frá sér umsögn um hið nýja RÚV-frumvarp sem þau segja fela í sér vissa framför, til að mynda að ætlunin sé að stofnað verði hlutafélag um reksturinn, að öllu leyti í eigu ríkisins, í stað sameignarfélags eins og áður var ráðgert. Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það æskilegra rekstrarform, fyrst og fremst vegna þess að ríkið sé þá laust við ábyrgð af skuldbindingum félagsins ásamt því að hlutafélagsformið sé mun sveigjanlegra og heppilegra rekstrarform fyrir svona atvinnurekstur. En samtökin hafa margt við hið nýja frumvarp að athuga. Guðlaugur segir að skilgreiningin á þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu sé alltof víðtæk og að frumvarpið sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Mikilvægustu athugasemdirnar í fyrri umsögn SA lutu að því að skilgreining á útvarpsþjónustu í almannaþágu væri alltof víðtæk og óljós. Engin markverð breyting hafi orðið á þessu mikilvæga ákvæði frumvarpsins og SA sé ljóst að miðað við fordæmi í EES-rétti hafi íslensk stjórnvöld talsvert svigrúm í þessu efni. Ekki er þó heimilt að víkja frá þeim skilyrðum sem nefnd eru í athugasemdum ESA til íslenskra stjórnvalda. Ólíkt því sem EES-reglur um ríkisaðstoð krefjast og getið er um í athugasemdum ESA, er ekki með skýrum hætti mælt fyrir um skyldu RÚV til að veita tiltekna og magngreinda þjónustu í almannaþágu gegn þeim ríkisstyrk sem félaginu er ætlaður, heldur er ákvæðið skrifað nánast eins og heimildarákvæði í kringum alla núverandi starfsemi RÚV, að sögn Guðlaugs. Frumvarpið er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis og að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, mun það ekki verða sent til annarrar umræðu í þinginu fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið samræmist enn ekki reglum EES. Þessu halda Samtök atvinnulífsins fram. Þegar frumvarp til laga um Ríkisútvarpið var lagt fram á Alþingi síðastliðinn vetur gerðu Samtök atvinnulífsins ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Í dag sendu þau svo frá sér umsögn um hið nýja RÚV-frumvarp sem þau segja fela í sér vissa framför, til að mynda að ætlunin sé að stofnað verði hlutafélag um reksturinn, að öllu leyti í eigu ríkisins, í stað sameignarfélags eins og áður var ráðgert. Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það æskilegra rekstrarform, fyrst og fremst vegna þess að ríkið sé þá laust við ábyrgð af skuldbindingum félagsins ásamt því að hlutafélagsformið sé mun sveigjanlegra og heppilegra rekstrarform fyrir svona atvinnurekstur. En samtökin hafa margt við hið nýja frumvarp að athuga. Guðlaugur segir að skilgreiningin á þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu sé alltof víðtæk og að frumvarpið sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Mikilvægustu athugasemdirnar í fyrri umsögn SA lutu að því að skilgreining á útvarpsþjónustu í almannaþágu væri alltof víðtæk og óljós. Engin markverð breyting hafi orðið á þessu mikilvæga ákvæði frumvarpsins og SA sé ljóst að miðað við fordæmi í EES-rétti hafi íslensk stjórnvöld talsvert svigrúm í þessu efni. Ekki er þó heimilt að víkja frá þeim skilyrðum sem nefnd eru í athugasemdum ESA til íslenskra stjórnvalda. Ólíkt því sem EES-reglur um ríkisaðstoð krefjast og getið er um í athugasemdum ESA, er ekki með skýrum hætti mælt fyrir um skyldu RÚV til að veita tiltekna og magngreinda þjónustu í almannaþágu gegn þeim ríkisstyrk sem félaginu er ætlaður, heldur er ákvæðið skrifað nánast eins og heimildarákvæði í kringum alla núverandi starfsemi RÚV, að sögn Guðlaugs. Frumvarpið er nú til meðferðar í menntamálanefnd Alþingis og að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar, mun það ekki verða sent til annarrar umræðu í þinginu fyrr en að nokkrum vikum liðnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Sjá meira