Innlent

Breytingar á frumvarpinu ná til allra skólastiga

MYND/GVA

Breytingar á frumvarpi um styttri framhaldsskóla ná til allra skólastiga. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Líklegt er að hætt verði að leggja samræmd próf fyrir grunnskólanema, ef framhaldsskólinn verður styttur. Ráðherrann fagnaði jafnframt yfirlýsingu stjórna aðildarsamtaka Kennarasambandsins frá því í morgun, þar sem fram kemur að þær standi heilshugar að baki samkomulagi ráðherrans og forystu Kennarasambandsins. Frumvarp um styttingu náms til stúdentsprófs verður lagt fram á þessu þingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×