Innlent

Markmið Alþingis hafa ekki gengið eftir

MYND/Vilhelm

Upphaflegar væntingar og markmið Alþingis með aðild Íslands að "Samningnum um líffræðilega fjölbreytni" hafa ekki gengið eftir. Þetta fullyrðir Ríkisendurskoðun í tilkynningu sem send var fjölmiðlum síðdegis. Samningurinn er almennt álitinn einn af þýðingarmestu alþjóðasamningum á sviði umhverfisréttar en Ísland varð aðili að honum í desember 1994. Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar segir einnig að náttúrufræðilegar rannsóknir hér á landi hafi ekki verið efldar nægjanlega frá gerð samningsins í því skyni að kanna líffræðilega fjölbreytni Íslands. Því sé mikilvægt að Alþingi skoði vandlega hvort hægt sé styrkja stöðu þessa málaflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×