Innlent

22 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. MYND/Vilhelm

Tuttugu og tveir gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti, Guðríður Arnardóttir framhaldsskólakennari og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi.

Athygli vekur að Sigrún Jónsdóttir bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sér aftur og þá hefur Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu til tveggja kjörtímabila, sóst eftir fjórða sætinu, en með því vill hann reyna að ná inn fjórða manni fyrir Samfylkinguna. Kosið verður í sex efstu sætin en niðurstöður prófkjörsins eru þó ekki bindandi.

Þeir sem gefa kost á sér eru:

Arnþór Sigurðsson, forritari

Bjarni Gaukur Þórmundsson, íþróttakennari

Björk Óttarsdóttir, leikskólastjóri

Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi

Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur

Guðríður Arnardóttir, framhaldsskólakennari

Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi

Hreiðar Oddsson, leiðbeinandi / nemi

Hulda Björg Sigurðardóttir, lyfjafræðingur

Ingibjörg Hinriksdóttir, þjónustufulltrúi

Jens Sigurðsson, formaður FUJ í Kópavogi

Jóhann Guðmundsson, Hlynsölum 3

Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi

Kristín Pétursdóttir, grunnskólakennari

Margrét Júlía Rafnsdóttir, grunnskólakennari

Ragnhildur Helgadóttir, jafnréttisráðgjafi ÍTR

Rut Kristinsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurður M. Grétarsson, viðskiptafræðingur

Tjörvi Dýrfjörð, verslunarstjóri

Tryggvi Felixson, hagfræðingur

Þorsteinn Ingimarsson, viðskiptafræðingur

Þór Ásgeirsson, líffræðingur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×