Innlent

Björk býður sig fram fyrir Samfylkinguna og óháða

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. MYND/Vilhelm

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Vinsti Grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti í prókjöri Samfylkingarinnar og óháðra sem fram fer dagana 11 - 12 febrúar næst komandi. Björk var mjög gagnrýnin á að R-listasamstarfinu var slitið á sínum tíma. Hún segist vilja vinna að Reykjavíkurmeirihluta í nýrri borgarstjórn.

Björk segir meðal annars sérstaklega þörf á að bæta stöðu barna sem búi við fátækt, leggja áherslu á heimaþjónustu, sér í lagi um kvöld, nætur og helgar og stytta bið aldraðra eftir sjúkraplássum verulega.

Björk býður sig fram sem óflokksbundin fulltrúi og gengur því ekki í Samfylkinguna en segja sig úr Vistri hreyfingunni - grænu framboði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×